Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 10:20 Þétt gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Lýður Í morgun hafa mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu mælt há gildi brennisteinsdíoxíðs, og hafa hæstu tíu mínúta gildi farið upp í og yfir 2000 míkrógröm á rúmmeter. Eru þetta hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs sem mælst hafa frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesskaga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Þar segir að vísbendingar séu um að gildi brennisteinsdíoxíðs fari lækkandi, en mikilvægt sé að fylgjast með stöðu mála. Auk brennisteinsdíoxíðsmengunar liggi enn gosmóða yfir borginni. „Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast m.a. í SO4 (súlfat) og brennisteinssýru og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar,“ segir í tilkynningunni. Gildi fínasta svifryks séu há á öllum mælistöðvum sem mæla slíkt ryk í borginni. Mæla með því að takmarka útiveru Heilbrigðiseftirlitið mælir með því að fólk takmarki útiveru og sérstaklega áreynslu utandyra, í ljósi þeirrar gosmóðu og gasmengunar sem liggur yfir borginni. „Við þennan styrk brennisteinsdíoxíðs geta viðkvæmir einstaklingar farið að hósta og finna fyrir ertingu í augum, koki og nefi. Heilbrigðir einstaklingar geta fundið einkenni frá öndunarfærum og ertingu í augum, nefi og koki. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna,“ segir í tilkynningu. Þá skuli þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum og börn sérstaklega að forðast útivist og takmarka áreynslu. Þá er mælt með því að starfsfólk í útivinnu takmarki vinnu sem felur í sér áreynslu, og auk þess er ráðlagt gegn því að ung börn sofi úti í vagni við þessar aðstæður. Heilbrigðiseftirlitið tiltekur eftirfarandi almennar ráðleggingar varðandi gasmengun: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra: Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. Hækkaðu hitastigið í húsinu. Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Auk ofangreindra upplýsinga má finna ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa af völdum loftmengunar á vef landlæknis. Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, nánari leiðbeiningar um viðbrögð við styrk SO2 má fá með því að smella á tengil í vinstra horni síðunnar. Spár um gasmengun má sjá á vef Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar. Þar segir að vísbendingar séu um að gildi brennisteinsdíoxíðs fari lækkandi, en mikilvægt sé að fylgjast með stöðu mála. Auk brennisteinsdíoxíðsmengunar liggi enn gosmóða yfir borginni. „Gosmóða inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast m.a. í SO4 (súlfat) og brennisteinssýru og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2) en mælingar á fínna svifryki gefa vísbendingar um að þessi mengun sé til staðar,“ segir í tilkynningunni. Gildi fínasta svifryks séu há á öllum mælistöðvum sem mæla slíkt ryk í borginni. Mæla með því að takmarka útiveru Heilbrigðiseftirlitið mælir með því að fólk takmarki útiveru og sérstaklega áreynslu utandyra, í ljósi þeirrar gosmóðu og gasmengunar sem liggur yfir borginni. „Við þennan styrk brennisteinsdíoxíðs geta viðkvæmir einstaklingar farið að hósta og finna fyrir ertingu í augum, koki og nefi. Heilbrigðir einstaklingar geta fundið einkenni frá öndunarfærum og ertingu í augum, nefi og koki. Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna,“ segir í tilkynningu. Þá skuli þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum og börn sérstaklega að forðast útivist og takmarka áreynslu. Þá er mælt með því að starfsfólk í útivinnu takmarki vinnu sem felur í sér áreynslu, og auk þess er ráðlagt gegn því að ung börn sofi úti í vagni við þessar aðstæður. Heilbrigðiseftirlitið tiltekur eftirfarandi almennar ráðleggingar varðandi gasmengun: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun Ráðstafanir til varnar SO2 og annarri gosmengun mengun innandyra: Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr. Hækkaðu hitastigið í húsinu. Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra. Auk ofangreindra upplýsinga má finna ráðleggingar vegna heilsufarslegra áhrifa af völdum loftmengunar á vef landlæknis. Mælingar á loftgæðum eru aðgengilegar á vef Umhverfisstofnunar, nánari leiðbeiningar um viðbrögð við styrk SO2 má fá með því að smella á tengil í vinstra horni síðunnar. Spár um gasmengun má sjá á vef Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira