Móðan gæti orðið langvinn Agnar Már Másson skrifar 20. júlí 2025 08:04 Svona er útsýni blaðamanns af Suðurlandsbraut í dag. Horft yfir Laugardalsvöll og Þróttarheimilið. Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir. Talsverð gosmóða hefur legið þétt yfir suðvesturhorninu síðustu daga, einkum í morgun en hún kemur ofan í hlýtt og rakt loft. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt og er virkni áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt. Mengunin heldur áfram Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir brennisteinsgasmengun (SO2) frá gosinu á Suðurlandi og Vesturlandi í dag. Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Búast megi áfram við blámóðu, eða gosmóðu, allvíða á landinu þó síst suðaustan- og austanlands. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Sjá einnig: Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Gosmóðan gæti orðið þrálát, skrifar Veðurstofan, því útlit er fyrir hæga breytilega átt þangað til síðdegis á mánudag. Þar á eftir er spáð norðanátt 3-8 metrum á sekúndu sem gæti verið nægur vindur til að hreyfa við móðunni. Sérfræðingar Veðurstofunnar benda fólki á að fylgjast með á vef Umhverfis- og Orkustofnunar, loftgaedi.is, þar sem gosmóða kemur fram á mælum sem fínt svifryk (PM1) ásamt örlítilli hækkun í brennisteinsdíoxíði (SO2). Á vefnum er einnig hægt að finna upplýsingar um viðbrögð við gosmóðu, en meðal annars ættu viðkvæmir einstaklingar, börn og aldraðir að forðast langa dvöl utandyra. Tuttugu gráður næstu daga en kólnar fyrir norðan næstu helgi Á morgun, mánudag, er spáð hægviðri og víða skýjað, en úrkomulítið. Hiti 12 til 20 stig. Gengur í norðan 3-8 m/s síðdegis. Fer að rigna á austanverðu landinu, en skýjað með köflum og stöku skúrir í öðrum landshlutum. Á þriðjudag er búist við norðan 3-8 og rigningu eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag má gera ráð fyrir fremur hægri norðvestlægri átt. Víða þurrt að kalla, en dálítil væta á Norður- og Austurlandi fram yfir hádegi. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag er suðaustanátt spáð, 5-13 metrum á sekúndu, auk rigningar með köflum, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag er búist við breytilegri átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti 11 til 18 stig. Á laugardag er spáð norðanátt með rigningu á norðurhelmingi landsins. Þar á einnig að kólna en stöku skúrir syðra. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Talsverð gosmóða hefur legið þétt yfir suðvesturhorninu síðustu daga, einkum í morgun en hún kemur ofan í hlýtt og rakt loft. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið stöðugt í nótt og er virkni áfram bundin við tvo gíga fyrir miðbik gossprungunnar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Áfram rennur hraun til austurs í Fagradal en lélegt skyggni er á gosstöðvunum og ekki fæst séð hvort hraunjaðarinn hafi færst til í nótt. Mengunin heldur áfram Gasdreifingarspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir brennisteinsgasmengun (SO2) frá gosinu á Suðurlandi og Vesturlandi í dag. Mikil gosmóða lá yfir Akureyri í gær. Axel Gunnarsson Búast megi áfram við blámóðu, eða gosmóðu, allvíða á landinu þó síst suðaustan- og austanlands. Blámóða er gömul gasmengun sem búin er að hvarfast og því mælist hún ekki beint á mælum Umhverfis- og orkustofnunar, sem nema hana sem „fínt svifryk“. Sjá einnig: Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Gosmóðan gæti orðið þrálát, skrifar Veðurstofan, því útlit er fyrir hæga breytilega átt þangað til síðdegis á mánudag. Þar á eftir er spáð norðanátt 3-8 metrum á sekúndu sem gæti verið nægur vindur til að hreyfa við móðunni. Sérfræðingar Veðurstofunnar benda fólki á að fylgjast með á vef Umhverfis- og Orkustofnunar, loftgaedi.is, þar sem gosmóða kemur fram á mælum sem fínt svifryk (PM1) ásamt örlítilli hækkun í brennisteinsdíoxíði (SO2). Á vefnum er einnig hægt að finna upplýsingar um viðbrögð við gosmóðu, en meðal annars ættu viðkvæmir einstaklingar, börn og aldraðir að forðast langa dvöl utandyra. Tuttugu gráður næstu daga en kólnar fyrir norðan næstu helgi Á morgun, mánudag, er spáð hægviðri og víða skýjað, en úrkomulítið. Hiti 12 til 20 stig. Gengur í norðan 3-8 m/s síðdegis. Fer að rigna á austanverðu landinu, en skýjað með köflum og stöku skúrir í öðrum landshlutum. Á þriðjudag er búist við norðan 3-8 og rigningu eða súld, en yfirleitt þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast suðvestantil. Á miðvikudag má gera ráð fyrir fremur hægri norðvestlægri átt. Víða þurrt að kalla, en dálítil væta á Norður- og Austurlandi fram yfir hádegi. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag er suðaustanátt spáð, 5-13 metrum á sekúndu, auk rigningar með köflum, en bjart að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil. Á föstudag er búist við breytilegri átt með vætu í flestum landshlutum. Hiti 11 til 18 stig. Á laugardag er spáð norðanátt með rigningu á norðurhelmingi landsins. Þar á einnig að kólna en stöku skúrir syðra.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira