Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2025 13:06 Lögreglumaður sýnir börnum í sumarstarfi Skagastrandar hvernig fingraför líta út. Aðsend Lögreglan á Norðurlandi vestra gerir alltaf meira og meira af því að sinna samfélagslöggæslu þar sem höfuðáhersla er lögð á náið samstarf lögreglu og nærsamfélagsins við löggæslustörf. Samfélagslöggæsla er víða að ryðja sér til rúms hjá lögregluembættum landsins en þar er rík áhersla lögð á náið og samstarf lögreglu og fólksins í samfélagi hvað varðar afbrotavarnir og úrlausn vandamála til að stuðla að betra og öruggara samfélagi fyrir alla. Samfélagslöggæsla hefur víða gefið góða raun eins og hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra en Ásdís Ýr Arnarsdóttir er sérfræðingur embættisins í samfélagslöggæslu og þekkir því vel til verkefnisins. „Tilgangurinn og markmiðið er fyrst og fremst að auka sýnileika lögreglu og auka traust fólks til lögreglu. Og við trúum að við vinnum betra starf í forvörnum og öðru með því að vera sýnilegri og meiri þátttakandi í samfélaginu. Og vera nær fólkinu líka því við erum líka náttúrulega í mjög litlu samfélagi þannig að þá skiptir máli að fólk treysti lögreglu,” segir Ásdís Ýr. Lögreglumenn í reiðhjólaskoðun á HofsósiAðsend Og maður sér að þið eruð mikið að leita til krakka og unglinga og vera þeim þeim. Er það ekki svolítið áhugavert? „Jú, það er mjög gaman. Við reynum að gera mikið af því, að vera svona partur af þeirra samveru og þeirra lífi,” segir Ásdís. Varðstjóri á Blönduósi, að taka þátt í Héraðsmóti USAH 2024 þar sem hún sigraði flokk fullorðinna.Aðsend Lögreglan á Blönduósi og þar í kring bregður oft á leik með íbúum, spilar t.d. körfubolta með unga fólkinu, skreppur á frjálsíþróttavöllinn og tekur kringlu- og spjótköst með krökkunum, sem eru að æfa frjálsar íþróttir og svona væri hægt að telja áfram og áfram allskonar viðburði þegar Lögreglan á svæðinu er annars vegar. Lögreglan í heimsókn hjá miðstigi Grunnskóla Húnaþings vestra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið ekki að fá jákvæð viðbrögð á þetta? „Jú, mjög svo frá samfélaginu og svo fengum við líka nýlega viðurkenningu frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, „Byggðagleraugun”, þar sem við fáum viðurkenningu fyrir það hvernig við nálgumst verkefnið á svæðisbundin hátt af því að við erum fyrst og fremst að hugsa um þarfir okkar samfélags og hvernig við getum bætt það og nært okkar fólk betur, sem sagt þjónustað okkar fólk betur,” segir Ásdís Ýr alsæl með verkefnið. Lögreglumenn með hópi nemenda Leikskóla Húnabyggðar í fangaklefa á lögreglustöðinni á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mynd frá síðasta samráðsfundi „Öruggara Norðurlands vestra” þar sem áherslan var á sameiginlega forvarnaráætlun landshlutans „FORNOR”. Á myndinni eru frá vinstri; Kristin Ingibjörg frá Húnabyggð, Ásdís Arinbjarnardóttir frá HSN, Þorkell Þorsteinsson fyrrum skólameistari FNV, Berglind Hlín Baldursdóttir frá Skagaströnd og svo Ásdís Ýr Arnardóttir.Aðsend Lögreglumaður,á Hofsósi að kynna fyrir nemendum búnað lögreglu. Og prufa þyngdina í vestinu.Aðsend Lögreglan Húnabyggð Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Sjá meira
Samfélagslöggæsla er víða að ryðja sér til rúms hjá lögregluembættum landsins en þar er rík áhersla lögð á náið og samstarf lögreglu og fólksins í samfélagi hvað varðar afbrotavarnir og úrlausn vandamála til að stuðla að betra og öruggara samfélagi fyrir alla. Samfélagslöggæsla hefur víða gefið góða raun eins og hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra en Ásdís Ýr Arnarsdóttir er sérfræðingur embættisins í samfélagslöggæslu og þekkir því vel til verkefnisins. „Tilgangurinn og markmiðið er fyrst og fremst að auka sýnileika lögreglu og auka traust fólks til lögreglu. Og við trúum að við vinnum betra starf í forvörnum og öðru með því að vera sýnilegri og meiri þátttakandi í samfélaginu. Og vera nær fólkinu líka því við erum líka náttúrulega í mjög litlu samfélagi þannig að þá skiptir máli að fólk treysti lögreglu,” segir Ásdís Ýr. Lögreglumenn í reiðhjólaskoðun á HofsósiAðsend Og maður sér að þið eruð mikið að leita til krakka og unglinga og vera þeim þeim. Er það ekki svolítið áhugavert? „Jú, það er mjög gaman. Við reynum að gera mikið af því, að vera svona partur af þeirra samveru og þeirra lífi,” segir Ásdís. Varðstjóri á Blönduósi, að taka þátt í Héraðsmóti USAH 2024 þar sem hún sigraði flokk fullorðinna.Aðsend Lögreglan á Blönduósi og þar í kring bregður oft á leik með íbúum, spilar t.d. körfubolta með unga fólkinu, skreppur á frjálsíþróttavöllinn og tekur kringlu- og spjótköst með krökkunum, sem eru að æfa frjálsar íþróttir og svona væri hægt að telja áfram og áfram allskonar viðburði þegar Lögreglan á svæðinu er annars vegar. Lögreglan í heimsókn hjá miðstigi Grunnskóla Húnaþings vestra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eruð þið ekki að fá jákvæð viðbrögð á þetta? „Jú, mjög svo frá samfélaginu og svo fengum við líka nýlega viðurkenningu frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, „Byggðagleraugun”, þar sem við fáum viðurkenningu fyrir það hvernig við nálgumst verkefnið á svæðisbundin hátt af því að við erum fyrst og fremst að hugsa um þarfir okkar samfélags og hvernig við getum bætt það og nært okkar fólk betur, sem sagt þjónustað okkar fólk betur,” segir Ásdís Ýr alsæl með verkefnið. Lögreglumenn með hópi nemenda Leikskóla Húnabyggðar í fangaklefa á lögreglustöðinni á Blönduósi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mynd frá síðasta samráðsfundi „Öruggara Norðurlands vestra” þar sem áherslan var á sameiginlega forvarnaráætlun landshlutans „FORNOR”. Á myndinni eru frá vinstri; Kristin Ingibjörg frá Húnabyggð, Ásdís Arinbjarnardóttir frá HSN, Þorkell Þorsteinsson fyrrum skólameistari FNV, Berglind Hlín Baldursdóttir frá Skagaströnd og svo Ásdís Ýr Arnardóttir.Aðsend Lögreglumaður,á Hofsósi að kynna fyrir nemendum búnað lögreglu. Og prufa þyngdina í vestinu.Aðsend
Lögreglan Húnabyggð Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Sjá meira