Innlent

Eld­gosið í heimsmiðlunum: „Ís­land: Rýmt“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Áhugi heimsmiðlanna á íslenskum eldgosum virðist þó hafa dvínað ögn.
Áhugi heimsmiðlanna á íslenskum eldgosum virðist þó hafa dvínað ögn. Vísir/Samsett

Enn á ný gýs á Reykjanesi og það vekur alltaf mikla athygli utan landsteinanna. Flestar þjóðir heimsins eru ekki jafnvanar því og við að jörðin brotni, skelfi og rjúki með tilheyrandi sjónarspili.

Undanfarin gos hefur vottað fyrir dvínandi áhuga heimsbyggðarinnar á íslenskum eldgosum en þó virðist sem heimsmiðlarnir þreytist aldrei á því þegar kynngimögnuð jarðaröflin minna á sig.

Á Norðurlöndunum er auðvitað fylgst vel með og hafa fréttir af eldgosinu verið ofarlega á síðum danska og norska ríkisútvarpsins í morgun sem og á VG sem slær fréttinni upp á þennan veg: „Ísland: rýmt.“

Í Svíþjóð fjallar Aftonbladet, Expressen og Dagens Nyheter um eldgosið þó það fái ekki stórt pláss á forsíðunum. Eldgosaþreytu er líklega farið að gæta að einhverju leyti á Norðurlöndunum vegna fréttaflutningsins úr Grindavík undanfarin ár.

Í Danmörku er fjallað um eldgosið á ríkisútvarpinu eins og fyrr segir en einnig í Berlingske og Jyllands-Posten.

Vestanhafs hefur gosið einnig vakið athygli. Fjallað er um það á tveimur helstu miðlum New York-borgar, Post og Times. Þá er einnig fjallað um eldgosið á Reuters, Al-Jazeera og Fox.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×