Fótbolti

Fyrrum dýrasti enski leik­maðurinn mættur í F-deildina

Siggeir Ævarsson skrifar
Carroll hitar upp ásamt liðsfélögum sínum í Dagenham & Redbridge F.C.
Carroll hitar upp ásamt liðsfélögum sínum í Dagenham & Redbridge F.C. Twitter@Dag_RedFC

Framherjinn Andy Carroll, sem var á sínum tíma dýrasti enski leikmaðurinn þegar hann var keyptur til Liverpool á 35 milljónir punda árið 2011, er orðinn leikmaður Dagenham & Redbridge F.C. í ensku F-deildinni.

Carroll, sem er 36 ára, snýr nú aftur til Englands eftir tvö tímabil í neðri deildunum í Frakklandi. Hann er þó ekki bara leikmaður Dagenham heldur einnig minnihlutaeigandi í liðinu.

Hann lék sinni fyrsta æfingaleik með liðinu í dag gegn Crawley sem tapaðist 1-5. Carroll kom inn á sem varamaður á 63. mínútu í stöðunni 1-2 en mátti sín lítils gegn lítt þekktum leikmönnum Crawley, raunar svo lítið þekktum að á leikskýrslu leiksins heita þeir „prufuleikmaður E“ og „prufuleikmaður F“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×