„Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2025 12:33 Höskuldur á von á opnari leik og segir Blikana verða að sýna hugrekki og spila fram á við. vísir / arnar Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er fullur tilhlökkunar fyrir seinni leik Breiðabliks gegn albanska liðinu Egnatia í undankeppni Meistaradeildarinnar. Blikarnir fara inn í leikinn marki undir, en Höskuldur segir þá vita hvað þurfi að gera til að fagna sigri. Klippa: Höskuldur spenntur fyrir seinni leiknum gegn Egnatia „Mér líður bara vel. Búin að vera tilhlökkun í manni, búinn að bíða svolítið eftir leiknum. Fínt að fá frí í deildinni hérna heima á milli leikja, það munar um það. Ég held að við séum allir bara mjög ferskir og peppaðir fyrir leiknum á morgun“ sagði Höskuldur, aðspurður um sína líðan fyrir seinni leikinn. Verða að vera hugrakkir og spila fram á við Höskuldur segir vikuna á milli leikja hafa nýst vel, fyrst til hvíldar en síðan æfinga og leikgreininga. Blikarnir eru búnir að leggjast yfir fyrri leikinn og kortleggja andstæðinginn fyrir seinni leikinn. „Þetta verða ekki jafn miklar þreifingar og jafn lokaður leikur. Við höfum nýtt tímann vel og erum með góða aðgerðaráætlun… Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir þessu fína liði, þetta eru albönsku meistararnir og við erum meðvitaðir um hvar þeir geta sært okkur. Verðum að vera þroskaðir, hvað það varðar, en svo þurfum við bara að vera trúir sjálfum okkur og spila upp á okkar styrkleika. Það er bara að vera hugrakkir, spila fram á við, halda vel í boltann og halda góðu tempói.“ Fyrri leikurinn frekar lokaður Fyrri leikur liðanna var fremur jafn að mati Höskuldar, lokaður leikur með fáum færum. „Við gerðum að langstærstu leiti nægilega vel í fyrri leiknum. Það er að segja, bara að hafa þetta sem fyrri hálfleik, máta okkur við þá og halda leiknum nokkuð lokuðum án þess að falla til baka. Við stóðum hátt á þá og beindum þeim þangað sem við vildum. Að sama skapi hefði maður alveg viljað og það voru alveg tækifæri til að skaða þá meira sóknarlega, við fengum fínar stöður. Heilt yfir sé ég þetta samt sem okkar að klára á Kópavogsvelli.“ Fagnaðarlætin fóru ekkert í taugarnar Egnatia fagnaði sigrinum af mikilli ákefð eftir að hafa skorað mark í uppbótartíma. Allir varamenn liðsins ruddust inn á völlinn og fengu fyrir það gult spjald. Sigurinn virtist nánast koma albanska liðinu á óvart, sem gæti gefið Blikunum sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Ég held að við séum ekkert að lesa of mikið í það, þetta var bara geðshræring sem tók yfir mannskapinn þarna… En jújú, ég viðurkenni það alveg að á sama tíma kom alveg upp í manni: Sjáumst á Kópavogsvelli“ sagði Höskuldur í viðtali sem var tekið á blaðamannafundi Breiðabliks í gær og má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Klippa: Höskuldur spenntur fyrir seinni leiknum gegn Egnatia „Mér líður bara vel. Búin að vera tilhlökkun í manni, búinn að bíða svolítið eftir leiknum. Fínt að fá frí í deildinni hérna heima á milli leikja, það munar um það. Ég held að við séum allir bara mjög ferskir og peppaðir fyrir leiknum á morgun“ sagði Höskuldur, aðspurður um sína líðan fyrir seinni leikinn. Verða að vera hugrakkir og spila fram á við Höskuldur segir vikuna á milli leikja hafa nýst vel, fyrst til hvíldar en síðan æfinga og leikgreininga. Blikarnir eru búnir að leggjast yfir fyrri leikinn og kortleggja andstæðinginn fyrir seinni leikinn. „Þetta verða ekki jafn miklar þreifingar og jafn lokaður leikur. Við höfum nýtt tímann vel og erum með góða aðgerðaráætlun… Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir þessu fína liði, þetta eru albönsku meistararnir og við erum meðvitaðir um hvar þeir geta sært okkur. Verðum að vera þroskaðir, hvað það varðar, en svo þurfum við bara að vera trúir sjálfum okkur og spila upp á okkar styrkleika. Það er bara að vera hugrakkir, spila fram á við, halda vel í boltann og halda góðu tempói.“ Fyrri leikurinn frekar lokaður Fyrri leikur liðanna var fremur jafn að mati Höskuldar, lokaður leikur með fáum færum. „Við gerðum að langstærstu leiti nægilega vel í fyrri leiknum. Það er að segja, bara að hafa þetta sem fyrri hálfleik, máta okkur við þá og halda leiknum nokkuð lokuðum án þess að falla til baka. Við stóðum hátt á þá og beindum þeim þangað sem við vildum. Að sama skapi hefði maður alveg viljað og það voru alveg tækifæri til að skaða þá meira sóknarlega, við fengum fínar stöður. Heilt yfir sé ég þetta samt sem okkar að klára á Kópavogsvelli.“ Fagnaðarlætin fóru ekkert í taugarnar Egnatia fagnaði sigrinum af mikilli ákefð eftir að hafa skorað mark í uppbótartíma. Allir varamenn liðsins ruddust inn á völlinn og fengu fyrir það gult spjald. Sigurinn virtist nánast koma albanska liðinu á óvart, sem gæti gefið Blikunum sjálfstraust fyrir seinni leikinn. „Ég held að við séum ekkert að lesa of mikið í það, þetta var bara geðshræring sem tók yfir mannskapinn þarna… En jújú, ég viðurkenni það alveg að á sama tíma kom alveg upp í manni: Sjáumst á Kópavogsvelli“ sagði Höskuldur í viðtali sem var tekið á blaðamannafundi Breiðabliks í gær og má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira