Sport

Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Álvaro Carreras var leikmaður Manchester United til ársins 2024 þegar Benfica nýtti sér kauprétt á honum. Hann var seldur fyrir margfalda þá upphæð ári síðar.
Álvaro Carreras var leikmaður Manchester United til ársins 2024 þegar Benfica nýtti sér kauprétt á honum. Hann var seldur fyrir margfalda þá upphæð ári síðar. Getty/Ash Donelon

Real Madrid hefur gengið frá kaupunum á vinstri bakverðinum Álvaro Carreras frá Benfica í Portúgal.

Carreras var einu sinni í akademíu Real Madrid en fór þaðan til Manchester United árið 2020.

Enska b-deildarliðið Preston er ánægt með fréttirnar og óskuðu Carreras til hamingju með samninginn. Preston er það félag sem Carreras hefur spilað næstflesta leiki fyrir. Hann spilaði 39 leiki með liðinu á 2022-23 tímabilinu á láni frá United.

Hann hefur því farið frá Preston til Real Madrid á tveimur árum en hann var ekki nógu góður fyrir Manchester United.

Benfica keypti hann frá United fyrir sex milljónir evra. Hann kom fyrst á láni en Benfica var með kauprétt sem félagið nýtti sér í maí 2024.

Rúmu ári seinna seldi Benfica Carreras til Real Madrid fyrir fimmtíu milljónir evra. Benfica fær því 44 milljónum meira fyrir en það borgaði Manchester United aðeins ári fyrr.

Spænski 21 árs landsliðsmaðurinn átti frábært 2024-25 tímabil og nú lítur út að hann verð hluti af framtíðarvarnarlínu Real með þeim Dean Huijsen og Trent Alexander-Arnold sem voru líka keyptir til Real Madrid í sumar.

Manchester United græðir þó pening á þessari sölu sem er hluti af sölunni frá 2024. United fær fimm milljónir punda af þeim 43 milljónum punda sem Benfica fær fyrir Carreras. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×