Fótbolti

Einn af hinum smá­vöxnu í af­mæli Yamal kemur stráknum til varnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lamine Yamal var í hvítum jakkafötum í afmælisveislunni umdeildu.
Lamine Yamal var í hvítum jakkafötum í afmælisveislunni umdeildu. @lamineyamal

Barcelona ungstirnið Lamine Yamal kom sér í vandræði eftir að það fréttist hvað hafði gegnið á í átján ára afmælisveislunni hans um síðustu helgi.

Málið er orðið stórmál á Spáni og samtök smávaxins fólks hefur meðal annars kallað eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum.

Marca og fleiri miðlar skrifa meðal annars um mögulega ákæru og að Yamal gæti fengið sekt upp að milljón evrum eða sekt upp á 143 milljónir króna.

Gagnrýnin snýst um það að Yamal fékk smávaxið fólk til að skemmta í veislunni sem þykir niðurlæging og lítillækkun fyrir viðkomandi aðila.

Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal hefur nú komið stráknum til varnar. Hann skilur ekkert í fjaðrafárinu og sér þarna enga niðurlægingu fyrir sig eða samstarfsmenn sína.

„Það sýndi okkur enginn vanvirðingu eða virðingaleysi. Leyfið okkur bara að vinna í friði. Það skemmtu sér allir mjög vel saman. Þetta varð bara að einhverju stórmáli af því að þetta var afmælisveislan hans Lamine Yamal,“ sagði einn af smávöxnu skemmtikröftunum í útvarpsviðtali á RAC1 en hann vildi ekki koma undir nafni.

Hann segir að Yamal sjálfan hafi verið vingjarnlegur og sýnt þeim virðingu. Hann skilur heldur ekki af hverju þetta er orðið að þessu stórmáli.

„Okkur líkar við þetta starf okkar. Þetta er okkar vinna og af hverju á að banna okkur það? Af því að við lítum svona út. Við þekkjum okkar takmörk og við erum ekki sirkusdýr,“ sagði hann enn fremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×