Fótbolti

Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexandre Lacazette og félagar í Lyon verða áfram með í efstu deild í Frakklandi.
Alexandre Lacazette og félagar í Lyon verða áfram með í efstu deild í Frakklandi. Getty/Eurasia Sport Images

Franska stórliðið Lyon var dæmt niður um deild á dögunum en félagið heldur sæti sínu eftir að hafa áfrýjun þess var tekin gild.

Lyon staðfestir þetta á miðlum sínum. Lyon spilar því áfram í frönsku A-deildinni á komandi leiktíð en Reims er aftur á leiðinni niður eftir stutta sumardvöl í deildinni.

Franska knattspyrnusambandið hafði dæmt Lyon niður um deild vegna brota félagsins á rekstrarreglum deildarinnar.

Lyon hafði fengið viðvörun á miðju síðasta tímabili eftir að í ljós kom að félagið skuldaði 175 milljónir evra. Franska deildin gaf Lyon nokkra mánuði til að rétta úr kútnum í rekstrinum en mat það svo að það hefði ekki tekist.

Það brá samt mörgum þegar fréttirnar komu af því að eitt frægasta lið frönsku deildarinnar hafi verið rekið úr deildinni.

Félagið taldi hins vegar að með þessu væri verið að brjóta á rétti þess og dómstóllinn tók undir það.

Lyon er sjöfaldur Frakklandsmeistari, komst í átta úrslit Evrópudeildarinnar og endaði í sjötta sæti í frönsku deildinni á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×