Körfubolti

Fylkir og Valur í form­legt sam­starf

Siggeir Ævarsson skrifar
Fylkir endurnýjaði samninga við lykilmenn liðsins á dögunum
Fylkir endurnýjaði samninga við lykilmenn liðsins á dögunum Facebook Körfuknattleiksdeild Fylkis

Körfuknattleiksdeildir Fylkis og Vals munu starfa náið saman á komandi tímabili en Fylkismenn munu spila í 1. deild í vetur í fyrsta sinn í 20 ár. Fylkismenn tilkynntu um samstarfið á samfélagsmiðlum í gær.

Í samstarfinu felst að ungir leikmenn Vals munu geta spilað með Fylki í 1. deildinni á venslasamningum og þá munu liðin einnig halda saman úti sameiginlegu liði í 2. deild þar sem ungir leikmenn úr báðum liðum munu fá dýrmætan spilatíma.

Í tilkynningu Fylkis um samstarfið segir að það sé lykilskref í áframhaldandi uppbyggingu hjá Fylki og undirstriki þá framtíðarsýn sem félagið hefur í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×