Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Siggeir Ævarsson skrifar 5. júlí 2025 22:47 Leikmenn liðanna stilla sér upp fyrir leik Twitter@OfficialNIFL Stórmerkilegur Evrópuleikur fór fram á Norður-Írlandi í dag þegar Glenavon FC tók á móti Erzgebirge Aue frá Þýskalandi. Sennilega kannast þó fáir við þessi lið enda leika þau bæði í neðri deildum og átti leikurinn upphaflega að fara fram árið 1960. Glenavon vann írska meistaratitilinn árið 1960 og dróst gegn Erzgebirge Aue í Evrópukeppninni næsta tímabil. En þar sem Erzgebirge Aue var staðsett á bakvið Járntjaldið í Austur-Þýskalandi fengu leikmenn Glenavon ekki vegabréfsáritanir og þrátt fyrir að heimild hefði fengist til að leika báða leikina á hlutlausum völlum varð ekkert úr því og Evrópudraumar Glenavon runnu út í sandinn. Tvít tengdi liðin saman á ný Adam Carson, fjölmiðlafulltrúi Glenavon, skrifaði tvít fyrir nokkrum árum þar sem hann ákvað að reyna að kanna áhuga Þjóðverjana á að klára einvígið og er skemmst frá því að segja að stuðningsmenn Erzgebirge Aue tóku gríðarlega vel í málið. Fyrri leikur liðanna fór fram í Þýskalandi í fyrra þar sem Þjóðverjarnir fóru með 5-0 sigur af hólmi og seinni leikurinn var leikinn í dag en einvígið endaði alls 7-0 þýska liðinu í vil. Um 1.200 þýskir stuðningsmenn gerðu sér ferð til Lurgan, heimabæjar Glenavon, og fóru í skrúðgöngu um bæinn fyrir leikinn við mikinn fögnuð innfæddra enda ekki á hverjum degi sem svo margir ferðamenn heimsækja þennan 38 þúsund manna bæ á Norður-Írlandi. Ekki eina dæmið um löngu frestaðan leik Úrslitin í leikjunum tveimur eru eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst táknræn en Carson sagði að hugmyndin hefði kviknað út frá því að leyfa þessum tveimur fyrrum meistaraliðum að mætast og að aðdáendur gætu fagnað saman. Þetta Evrópueinvígi er þó ekki eina dæmið um frestað Evrópuleik sem var leikinn löngu seinna en árið 1930 var leikur Lailapas frá Grikklandi og Karşıyaka frá Tyrklandi flautaður af vegna veðurs eftir aðeins þrjár mínútur. Sá leikur var flautaður á á ný árið 2014 en í stöðunni 5-5 var ákveðið að leyfa honum að standa sem jafntefli um aldir alda. 🗓️Today, Glenavon (NIR) faced Erzgebirge Aue (GER) to complete a European Cup tie originally drawn in 1960/61.🛂Back then, Cold War visa issues forced both clubs to withdraw. Now, 65 years later, they finally finished the tie, Aue winning 7–0 on aggregate.🙅♂️But this isn’t… pic.twitter.com/4uQjZnBgH2— UEFA Obscura (@UEFAObscura) July 5, 2025 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira
Glenavon vann írska meistaratitilinn árið 1960 og dróst gegn Erzgebirge Aue í Evrópukeppninni næsta tímabil. En þar sem Erzgebirge Aue var staðsett á bakvið Járntjaldið í Austur-Þýskalandi fengu leikmenn Glenavon ekki vegabréfsáritanir og þrátt fyrir að heimild hefði fengist til að leika báða leikina á hlutlausum völlum varð ekkert úr því og Evrópudraumar Glenavon runnu út í sandinn. Tvít tengdi liðin saman á ný Adam Carson, fjölmiðlafulltrúi Glenavon, skrifaði tvít fyrir nokkrum árum þar sem hann ákvað að reyna að kanna áhuga Þjóðverjana á að klára einvígið og er skemmst frá því að segja að stuðningsmenn Erzgebirge Aue tóku gríðarlega vel í málið. Fyrri leikur liðanna fór fram í Þýskalandi í fyrra þar sem Þjóðverjarnir fóru með 5-0 sigur af hólmi og seinni leikurinn var leikinn í dag en einvígið endaði alls 7-0 þýska liðinu í vil. Um 1.200 þýskir stuðningsmenn gerðu sér ferð til Lurgan, heimabæjar Glenavon, og fóru í skrúðgöngu um bæinn fyrir leikinn við mikinn fögnuð innfæddra enda ekki á hverjum degi sem svo margir ferðamenn heimsækja þennan 38 þúsund manna bæ á Norður-Írlandi. Ekki eina dæmið um löngu frestaðan leik Úrslitin í leikjunum tveimur eru eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst táknræn en Carson sagði að hugmyndin hefði kviknað út frá því að leyfa þessum tveimur fyrrum meistaraliðum að mætast og að aðdáendur gætu fagnað saman. Þetta Evrópueinvígi er þó ekki eina dæmið um frestað Evrópuleik sem var leikinn löngu seinna en árið 1930 var leikur Lailapas frá Grikklandi og Karşıyaka frá Tyrklandi flautaður af vegna veðurs eftir aðeins þrjár mínútur. Sá leikur var flautaður á á ný árið 2014 en í stöðunni 5-5 var ákveðið að leyfa honum að standa sem jafntefli um aldir alda. 🗓️Today, Glenavon (NIR) faced Erzgebirge Aue (GER) to complete a European Cup tie originally drawn in 1960/61.🛂Back then, Cold War visa issues forced both clubs to withdraw. Now, 65 years later, they finally finished the tie, Aue winning 7–0 on aggregate.🙅♂️But this isn’t… pic.twitter.com/4uQjZnBgH2— UEFA Obscura (@UEFAObscura) July 5, 2025
Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira