Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 17:30 Við búum við regluverk sem er oft á tíðum hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi. Fjármálaþjónusta er þar af leiðandi tiltölulega dýr á Íslandi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar,“ sagði Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, í Dagmálum á mbl.is í gær en nær allt regluverk um fjármálamarkaðinn á Íslandi kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Ófáir aðilar bæði í viðskiptalífinu hér á landi sem og stjórnsýslunni hafa í vaxandi mæli bent á þetta. Til að mynda var fjallað um það á ársfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) fyrr á árinu að Evrópusambandið hefði regluvætt sig úr samkeppni við Bandaríkin og Asíu. „Við höfum eins og önnur Evrópuríki verið að kvarta yfir of miklu af reglum sem flæða hérna yfir og okkur ber skylda til þess að taka inn,“ sagði Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, aðspurð um þetta í Dagmálum 17. apríl síðastliðinn með vísan til aðildarinnar að EES-samningnum. Fram kom í máli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að vinna færi í vaxandi mæli í skriffinsku. Sífellt fleiri handtök innan bankakerfisins færu þannig í það að fylla út skýrslur. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk fjármálastofnana væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að regluverkið væri of flókið. Svo flókið raunar að það kæmi niður á eftirlitshlutverkinu. Fram kemur í skýrslu sem unnin var af ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur árið 2016 að mikill meirihluti lagafrumvarpa, sem samþykkt voru á Alþingi á árunum 2013-2016 og höfðu íþyngjandi áhrif á hérlent atvinnulíf, hafi falið í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu en nefndin var meðal annars skipuð fulltrúum frá Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands auk stjórnvalda. Svonefnd gullhúðun hefði átt sér stað í minnihluta tilfella. Tvær stórar og ítarlegar skýrslur sem ritaðar voru fyrir Evrópusambandið á síðasta ári lýsa því vel hvernig íþyngjandi regluverk sambandsins um innri markað þess hefur degið sífellt meira úr samkeppnishæfni þeirra ríkja sem eru undir það sett. Einkum gagnvart Bandaríkjunum og Asíu. Þar með talið Íslands vegna EES-samningsins. Tímabært er að skipta samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands. Án þess að neitt færi á hliðina. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum við regluverk sem er oft á tíðum hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi. Fjármálaþjónusta er þar af leiðandi tiltölulega dýr á Íslandi miðað við hvað gengur og gerist annars staðar,“ sagði Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, í Dagmálum á mbl.is í gær en nær allt regluverk um fjármálamarkaðinn á Íslandi kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Ófáir aðilar bæði í viðskiptalífinu hér á landi sem og stjórnsýslunni hafa í vaxandi mæli bent á þetta. Til að mynda var fjallað um það á ársfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) fyrr á árinu að Evrópusambandið hefði regluvætt sig úr samkeppni við Bandaríkin og Asíu. „Við höfum eins og önnur Evrópuríki verið að kvarta yfir of miklu af reglum sem flæða hérna yfir og okkur ber skylda til þess að taka inn,“ sagði Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, aðspurð um þetta í Dagmálum 17. apríl síðastliðinn með vísan til aðildarinnar að EES-samningnum. Fram kom í máli Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, í Dagmálum í ágúst 2022 að eftirlitskröfur, sem rekja mætti til regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn, þýddu að vinna færi í vaxandi mæli í skriffinsku. Sífellt fleiri handtök innan bankakerfisins færu þannig í það að fylla út skýrslur. Virkt eftirlit væri mikilvægt en að mætti hins vegar ekki verða svo íþyngjandi að starfsfólk fjármálastofnana væri aðallega að horfa í baksýnisspegilinn. „Ég held að það sé ógerningur fyrir fólk sem vinnur ekki við þetta að gera sér í hugarlund hversu umfangsmikið og flókið regluverkið er orðið,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, þáverandi varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, við Innherja í lok árs 2021 um regluverk frá Evrópusambandinu um fjármálamarkaðinn. Tók hún þar undir orð kollega sinna frá Danmörku og Noregi um að regluverkið væri of flókið. Svo flókið raunar að það kæmi niður á eftirlitshlutverkinu. Fram kemur í skýrslu sem unnin var af ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur árið 2016 að mikill meirihluti lagafrumvarpa, sem samþykkt voru á Alþingi á árunum 2013-2016 og höfðu íþyngjandi áhrif á hérlent atvinnulíf, hafi falið í sér innleiðingu á regluverki frá Evrópusambandinu en nefndin var meðal annars skipuð fulltrúum frá Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands auk stjórnvalda. Svonefnd gullhúðun hefði átt sér stað í minnihluta tilfella. Tvær stórar og ítarlegar skýrslur sem ritaðar voru fyrir Evrópusambandið á síðasta ári lýsa því vel hvernig íþyngjandi regluverk sambandsins um innri markað þess hefur degið sífellt meira úr samkeppnishæfni þeirra ríkja sem eru undir það sett. Einkum gagnvart Bandaríkjunum og Asíu. Þar með talið Íslands vegna EES-samningsins. Tímabært er að skipta samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands. Án þess að neitt færi á hliðina. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar