Óvissan tekur við hjá Hákoni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2025 08:01 Hákon Rafn Valdimarsson hefur notið frísins vel á Íslandi. Ákveðin óvissa tekur við þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford í næstu viku. Vísir/Lýður Eftir gott sumarfrí á Íslandi tekur óvissa við hjá landsliðsmarkverðinum Hákoni Rafni Valdimarssyni þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford á Englandi þar sem hann hittir nýjan þjálfara og nýjan aðalmarkvörð. Hákon Rafn hefur notið sín vel í fríi hér heima og verið óvenju mikið á Íslandi. Hann hefur þannig verið fastagestur á leikjum í Bestu deildinni síðustu vikur. Hákon kann þó best við sig á golfvellinum, sem og á Seltjarnarnesi. Koma svo fullur af orku til baka „Mér finnst það mjög fínt að koma hingað og hitta fjölskyldu og vini. Taka sér tíma hérna og koma svo fullur af orku til baka,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson. Hvernig er hann búinn að nýta tímann á Íslandi í fríinu? „Aðallega í golfi en veðrið er búið að vera agalegt. Maður verður samt að venjast því að spila í því líka,“ sagði Hákon brosandi. Tíminn líður svo hratt í fríinu „Síðan bara að hitta fjölskylduna og vini. Tíminn líður bara svo hratt í fríinu og þetta er alveg að verða búið,“ sagði Hákon. Er það eitthvað sem þarf að gera eða borða þegar hann kemur heim til Íslands. „Það er geggjað að fara út á Nes og ég bý þar náttúrulega þar hjá fjölskyldunni. Nesvöllurinn, golfvöllurinn, og fara í sund á Nesinu,“ sagði Hákon Eftir gott frí hér heima kemur aftur á móti eilítil óvissa við hjá kappanum. Frá því að tímabilinu lauk hefur Thomas Frank, sem er goðsögn hjá félaginu, yfirgefið Brentford og óreyndur þjálfari, Keith Andrews tekið við. Þá er Mark Flekken, sem var aðalmarkvörður liðsins í fyrra, einnig horfinn á braut og var Caoimhin Kelleher keyptur dýrum dómum frá Liverpool í hans stað. Breyttir tímar hjá Brentford „Breyttir tímar hjá Brentford en samt held ég að þetta ætti ekki að breytast það mikið. Þeir vilja halda í sömu gildi og allt fyrir utan þjálfarana er það sama. Þetta er ekki það mikil breyting en samt mikil breyting,“ sagði Hákon. Er einhver möguleiki að Hákon skoði það að komast á lán eða eitthvað slíkt, til að fá að spila meira? „Já klárlega. Ég mun skoða það núna ef það þarf. Að taka annað tímabil, ef ég verð á bekknum, þá er það kannski ekki það besta fyrir mig á ferlinum,“ sagði Hákon. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira
Hákon Rafn hefur notið sín vel í fríi hér heima og verið óvenju mikið á Íslandi. Hann hefur þannig verið fastagestur á leikjum í Bestu deildinni síðustu vikur. Hákon kann þó best við sig á golfvellinum, sem og á Seltjarnarnesi. Koma svo fullur af orku til baka „Mér finnst það mjög fínt að koma hingað og hitta fjölskyldu og vini. Taka sér tíma hérna og koma svo fullur af orku til baka,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson. Hvernig er hann búinn að nýta tímann á Íslandi í fríinu? „Aðallega í golfi en veðrið er búið að vera agalegt. Maður verður samt að venjast því að spila í því líka,“ sagði Hákon brosandi. Tíminn líður svo hratt í fríinu „Síðan bara að hitta fjölskylduna og vini. Tíminn líður bara svo hratt í fríinu og þetta er alveg að verða búið,“ sagði Hákon. Er það eitthvað sem þarf að gera eða borða þegar hann kemur heim til Íslands. „Það er geggjað að fara út á Nes og ég bý þar náttúrulega þar hjá fjölskyldunni. Nesvöllurinn, golfvöllurinn, og fara í sund á Nesinu,“ sagði Hákon Eftir gott frí hér heima kemur aftur á móti eilítil óvissa við hjá kappanum. Frá því að tímabilinu lauk hefur Thomas Frank, sem er goðsögn hjá félaginu, yfirgefið Brentford og óreyndur þjálfari, Keith Andrews tekið við. Þá er Mark Flekken, sem var aðalmarkvörður liðsins í fyrra, einnig horfinn á braut og var Caoimhin Kelleher keyptur dýrum dómum frá Liverpool í hans stað. Breyttir tímar hjá Brentford „Breyttir tímar hjá Brentford en samt held ég að þetta ætti ekki að breytast það mikið. Þeir vilja halda í sömu gildi og allt fyrir utan þjálfarana er það sama. Þetta er ekki það mikil breyting en samt mikil breyting,“ sagði Hákon. Er einhver möguleiki að Hákon skoði það að komast á lán eða eitthvað slíkt, til að fá að spila meira? „Já klárlega. Ég mun skoða það núna ef það þarf. Að taka annað tímabil, ef ég verð á bekknum, þá er það kannski ekki það besta fyrir mig á ferlinum,“ sagði Hákon.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira