Óvissan tekur við hjá Hákoni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2025 08:01 Hákon Rafn Valdimarsson hefur notið frísins vel á Íslandi. Ákveðin óvissa tekur við þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford í næstu viku. Vísir/Lýður Eftir gott sumarfrí á Íslandi tekur óvissa við hjá landsliðsmarkverðinum Hákoni Rafni Valdimarssyni þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford á Englandi þar sem hann hittir nýjan þjálfara og nýjan aðalmarkvörð. Hákon Rafn hefur notið sín vel í fríi hér heima og verið óvenju mikið á Íslandi. Hann hefur þannig verið fastagestur á leikjum í Bestu deildinni síðustu vikur. Hákon kann þó best við sig á golfvellinum, sem og á Seltjarnarnesi. Koma svo fullur af orku til baka „Mér finnst það mjög fínt að koma hingað og hitta fjölskyldu og vini. Taka sér tíma hérna og koma svo fullur af orku til baka,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson. Hvernig er hann búinn að nýta tímann á Íslandi í fríinu? „Aðallega í golfi en veðrið er búið að vera agalegt. Maður verður samt að venjast því að spila í því líka,“ sagði Hákon brosandi. Tíminn líður svo hratt í fríinu „Síðan bara að hitta fjölskylduna og vini. Tíminn líður bara svo hratt í fríinu og þetta er alveg að verða búið,“ sagði Hákon. Er það eitthvað sem þarf að gera eða borða þegar hann kemur heim til Íslands. „Það er geggjað að fara út á Nes og ég bý þar náttúrulega þar hjá fjölskyldunni. Nesvöllurinn, golfvöllurinn, og fara í sund á Nesinu,“ sagði Hákon Eftir gott frí hér heima kemur aftur á móti eilítil óvissa við hjá kappanum. Frá því að tímabilinu lauk hefur Thomas Frank, sem er goðsögn hjá félaginu, yfirgefið Brentford og óreyndur þjálfari, Keith Andrews tekið við. Þá er Mark Flekken, sem var aðalmarkvörður liðsins í fyrra, einnig horfinn á braut og var Caoimhin Kelleher keyptur dýrum dómum frá Liverpool í hans stað. Breyttir tímar hjá Brentford „Breyttir tímar hjá Brentford en samt held ég að þetta ætti ekki að breytast það mikið. Þeir vilja halda í sömu gildi og allt fyrir utan þjálfarana er það sama. Þetta er ekki það mikil breyting en samt mikil breyting,“ sagði Hákon. Er einhver möguleiki að Hákon skoði það að komast á lán eða eitthvað slíkt, til að fá að spila meira? „Já klárlega. Ég mun skoða það núna ef það þarf. Að taka annað tímabil, ef ég verð á bekknum, þá er það kannski ekki það besta fyrir mig á ferlinum,“ sagði Hákon. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Hákon Rafn hefur notið sín vel í fríi hér heima og verið óvenju mikið á Íslandi. Hann hefur þannig verið fastagestur á leikjum í Bestu deildinni síðustu vikur. Hákon kann þó best við sig á golfvellinum, sem og á Seltjarnarnesi. Koma svo fullur af orku til baka „Mér finnst það mjög fínt að koma hingað og hitta fjölskyldu og vini. Taka sér tíma hérna og koma svo fullur af orku til baka,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson. Hvernig er hann búinn að nýta tímann á Íslandi í fríinu? „Aðallega í golfi en veðrið er búið að vera agalegt. Maður verður samt að venjast því að spila í því líka,“ sagði Hákon brosandi. Tíminn líður svo hratt í fríinu „Síðan bara að hitta fjölskylduna og vini. Tíminn líður bara svo hratt í fríinu og þetta er alveg að verða búið,“ sagði Hákon. Er það eitthvað sem þarf að gera eða borða þegar hann kemur heim til Íslands. „Það er geggjað að fara út á Nes og ég bý þar náttúrulega þar hjá fjölskyldunni. Nesvöllurinn, golfvöllurinn, og fara í sund á Nesinu,“ sagði Hákon Eftir gott frí hér heima kemur aftur á móti eilítil óvissa við hjá kappanum. Frá því að tímabilinu lauk hefur Thomas Frank, sem er goðsögn hjá félaginu, yfirgefið Brentford og óreyndur þjálfari, Keith Andrews tekið við. Þá er Mark Flekken, sem var aðalmarkvörður liðsins í fyrra, einnig horfinn á braut og var Caoimhin Kelleher keyptur dýrum dómum frá Liverpool í hans stað. Breyttir tímar hjá Brentford „Breyttir tímar hjá Brentford en samt held ég að þetta ætti ekki að breytast það mikið. Þeir vilja halda í sömu gildi og allt fyrir utan þjálfarana er það sama. Þetta er ekki það mikil breyting en samt mikil breyting,“ sagði Hákon. Er einhver möguleiki að Hákon skoði það að komast á lán eða eitthvað slíkt, til að fá að spila meira? „Já klárlega. Ég mun skoða það núna ef það þarf. Að taka annað tímabil, ef ég verð á bekknum, þá er það kannski ekki það besta fyrir mig á ferlinum,“ sagði Hákon.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira