„Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2025 09:04 Jota fagnaði sigri í Þjóðadeild karla í fótbolta með portúgalska landsliðinu í síðasta mánuði. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Portúgalska knattspyrnusambandið birti yfirlýsingu á miðlum þess í morgun vegna skyndilegs fráfalls Diogo Jota, landsliðsmanns Portúgal, og bróður hans André Silva. Portúgölsk knattspyrnuhreyfing sé í áfalli og syrgi mæta menn. Forseti sambandsins, Pedro Proenca, syrgir fráfall bræðranna og segir alla innan portúgalskrar knattspyrnu vera í áfalli vegna fregnanna. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. „Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni,“ segir í yfirlýsingu Proenca þar sem fjölskyldu og vinum þeirra er vottuð samúð. Jota giftist Rute Cardoso fyrir einungis tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. A Federação Portuguesa de Futebol e todo o Futebol português estão completamente devastados com a morte de Diogo Jota e do seu irmão André Silva, esta madrugada, em Espanha.Muito mais do que o fantástico jogador, com quase 50 internacionalizações pela Seleção Nacional A, Diogo… pic.twitter.com/yR9TII2h3K— Portugal (@selecaoportugal) July 3, 2025 Í yfirlýsingunni segir enn fremur að portúgalska sambandið hafi farið fram á það við Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, að halda mínútu þögn til að heiðra minningu bræðranna fyrir leik Portúgals við Spán á EM kvenna í kvöld. Yfirlýsing portúgalska knattspyrnusambandsins: Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni. Diogo Jota var ekki aðeins einstakur leikmaður, með næstum 50 landsleiki, heldur einnig einstakur maður, virtur af öllum liðsfélögum og andstæðingum, hann bjó yfir smitandi gleði og tengdi menn saman innan eigin samfélags. Fyrir mína hönd og fyrir hönd portúgalska knattspyrnusambandsins votta ég fjölskyldu og vinum Diogo og André Silva, sem og Liverpool FC og FC Penafiel, félögunum þar sem leikmennirnir spiluðu, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Portúgalska knattspyrnusambandið hefur þegar beðið UEFA um að halda mínútu þögn á fimmtudag fyrir leik landsliðsins gegn Spáni í Evrópukeppni kvenna. Við höfum misst tvo meistara. Andlát Diogo og André Silva er óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu og við munum gera allt til að heiðra arfleifð þeirra daglega. Portúgal Portúgalski boltinn Enski boltinn Andlát Diogo Jota Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Forseti sambandsins, Pedro Proenca, syrgir fráfall bræðranna og segir alla innan portúgalskrar knattspyrnu vera í áfalli vegna fregnanna. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt á A-52 þjóðveginum í Zamora-héraði á Spáni, rétt norðan við Portúgal. Jota var 28 ára gamall en Silva tveimur árum yngri. Jota hefur leikið 49 landsleiki fyrir hönd portúgalska landsliðsins en Silva lék fyrir Penafiel í Portúgal. „Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni,“ segir í yfirlýsingu Proenca þar sem fjölskyldu og vinum þeirra er vottuð samúð. Jota giftist Rute Cardoso fyrir einungis tíu dögum síðan og lætur eftir sig þrjú börn, fædd árin 2021, 2023 og 2024. A Federação Portuguesa de Futebol e todo o Futebol português estão completamente devastados com a morte de Diogo Jota e do seu irmão André Silva, esta madrugada, em Espanha.Muito mais do que o fantástico jogador, com quase 50 internacionalizações pela Seleção Nacional A, Diogo… pic.twitter.com/yR9TII2h3K— Portugal (@selecaoportugal) July 3, 2025 Í yfirlýsingunni segir enn fremur að portúgalska sambandið hafi farið fram á það við Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, að halda mínútu þögn til að heiðra minningu bræðranna fyrir leik Portúgals við Spán á EM kvenna í kvöld. Yfirlýsing portúgalska knattspyrnusambandsins: Portúgalska knattspyrnusambandið og öll portúgölsk knattspyrna er gjörsamlega miður sín eftir andlát Diogo Jota og bróður hans André Silva í morgun á Spáni. Diogo Jota var ekki aðeins einstakur leikmaður, með næstum 50 landsleiki, heldur einnig einstakur maður, virtur af öllum liðsfélögum og andstæðingum, hann bjó yfir smitandi gleði og tengdi menn saman innan eigin samfélags. Fyrir mína hönd og fyrir hönd portúgalska knattspyrnusambandsins votta ég fjölskyldu og vinum Diogo og André Silva, sem og Liverpool FC og FC Penafiel, félögunum þar sem leikmennirnir spiluðu, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Portúgalska knattspyrnusambandið hefur þegar beðið UEFA um að halda mínútu þögn á fimmtudag fyrir leik landsliðsins gegn Spáni í Evrópukeppni kvenna. Við höfum misst tvo meistara. Andlát Diogo og André Silva er óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu og við munum gera allt til að heiðra arfleifð þeirra daglega.
Portúgal Portúgalski boltinn Enski boltinn Andlát Diogo Jota Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira