Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2025 14:01 Bílastæðin umræddu fyrir framan Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði þar sem lögreglustöðin er nú til húsa. Já.is Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um tímabundin einkastæði í Hafnarstræti fyrir lögregluna sem neyddist til að flytja starfstöð sína vegna myglu. Forgangsakstur lögreglu fari illa saman við götulokun fyrir gangandi vegfarendur. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, sendi nefndinni tölvupóst þann 11. júní síðastliðinn með ósk um tímabundin afnot af fimm bílastæðum við Hafnarstræti sem liggur í gegnum miðbæ Ísafjarðar. Stæðin eru fyrir utan Stjórnsýsluhúsið svokallaða við Hafnarstræti 1. Helgi vísar til þess í bréfi sínu að mygla hafi komið upp á lögreglustöðinni í næsta nágrenni og lögreglan þurft að flytja alla starfsemi sína yfir í Stjórnsýsluhúsið. Þeim flutningum sé að mestu lokið. Inngangurinn á lögreglustöðinni áður en flytja þurfti hana vegna myglu.Vísir/Anton Brink Vegna flutninganna verði inngangur á lögreglustöðina nú Hafnarstrætismegin en þar séu fimm skammtímastæði sem sem virðist notuð sem langtímastæði fyrir fólk sem starfi í nágrenninu og virði alls ekki tilmæli um skammtímalagningu. Lögregla óski eftir því að fá þessi stæði sem einkastæði lögreglu og verði merkt sem slík. Lögregla lætur þess getið að hún geti ekki sektað fyrir brot gegn umræddri skammtímalagningu. Auk þess séu stæðin svo illa merkt að ökumenn komist upp með að leggja tveimur bílum á svæði sem virðist ekki ætlað til að lagt sé á. Helgi segir nauðsynlegt að merkja stæðin betur en sjötta stæði, ætlað fólki sem glímir við fötlun, geti haldið sér. Helgi segir að næstu misserin verði tuttugu til þrjátíu manns starfandi í Stjórnsýsluhúsinu en til frambúðar um tíu manns. Hafnarstrætið verði eftir breytingarnar aðalinngangur á lögreglustöðina og móttaka. Skemmtiferðaskip í höfn á Ísafirði.Vísir/ArnarHalldórs „Ég sé fyrir mér að þetta yrði tímabundið, þar til aðstæður breytast hjá okkur, en í framhaldi af bráðabirgðalagfæringum á „nýju“ löggustöðinni, mun verða farið í umfangsmiklar breytingar á „gamla“ hlutanum og á meðan á þeim lagfæringum stendur, þ.m.t. byggingu á tengibyggingu á milli gamla og nýja hlutans, mun portið fyrir framan bílskúrinn okkar ekki nýtast okkur vegna umferðar iðnaðarmanna og búnaðar þeirra. Meðan á þessu stendur munum við alfarið þurfa að nota aðalinnganginn í Hafnarstrætinu,“ segir Helgi. Þá bætir hann við að það geti stytt útkallstíma lögreglu séu bílastæðin ekki langt í burtu. „Og að lögreglumenn þurfi ekki að byrja á því að leita að lögreglubílum í bílastæðum í nágrenninu, þegar útkall kemur. Ég tel því að rök um öryggissjónarmið eigi við um þessa beiðni mína.“ Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti ekki tímabundin afnot lögreglu á bílastæðunum til að stytta útkallstíma. Nefndin sagði götulokun fyrir gangandi vegfarendur og forgangsakstur fara illa saman. Þar vísar nefndin til þess að Hafnarstrætinu er að stórum hluta lokað þegar fjölmennt er í bænum sem gerist reglulega yfir sumarið þegar stór skemmtiferðaskip eru í höfn. Fréttastofa ræddi við ferðamenn í bænum sumarið 2023. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna betri lausn að tímabundnum stæðum með lögreglustjóra. Ísafjarðarbær Lögreglan Bílastæði Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, sendi nefndinni tölvupóst þann 11. júní síðastliðinn með ósk um tímabundin afnot af fimm bílastæðum við Hafnarstræti sem liggur í gegnum miðbæ Ísafjarðar. Stæðin eru fyrir utan Stjórnsýsluhúsið svokallaða við Hafnarstræti 1. Helgi vísar til þess í bréfi sínu að mygla hafi komið upp á lögreglustöðinni í næsta nágrenni og lögreglan þurft að flytja alla starfsemi sína yfir í Stjórnsýsluhúsið. Þeim flutningum sé að mestu lokið. Inngangurinn á lögreglustöðinni áður en flytja þurfti hana vegna myglu.Vísir/Anton Brink Vegna flutninganna verði inngangur á lögreglustöðina nú Hafnarstrætismegin en þar séu fimm skammtímastæði sem sem virðist notuð sem langtímastæði fyrir fólk sem starfi í nágrenninu og virði alls ekki tilmæli um skammtímalagningu. Lögregla óski eftir því að fá þessi stæði sem einkastæði lögreglu og verði merkt sem slík. Lögregla lætur þess getið að hún geti ekki sektað fyrir brot gegn umræddri skammtímalagningu. Auk þess séu stæðin svo illa merkt að ökumenn komist upp með að leggja tveimur bílum á svæði sem virðist ekki ætlað til að lagt sé á. Helgi segir nauðsynlegt að merkja stæðin betur en sjötta stæði, ætlað fólki sem glímir við fötlun, geti haldið sér. Helgi segir að næstu misserin verði tuttugu til þrjátíu manns starfandi í Stjórnsýsluhúsinu en til frambúðar um tíu manns. Hafnarstrætið verði eftir breytingarnar aðalinngangur á lögreglustöðina og móttaka. Skemmtiferðaskip í höfn á Ísafirði.Vísir/ArnarHalldórs „Ég sé fyrir mér að þetta yrði tímabundið, þar til aðstæður breytast hjá okkur, en í framhaldi af bráðabirgðalagfæringum á „nýju“ löggustöðinni, mun verða farið í umfangsmiklar breytingar á „gamla“ hlutanum og á meðan á þeim lagfæringum stendur, þ.m.t. byggingu á tengibyggingu á milli gamla og nýja hlutans, mun portið fyrir framan bílskúrinn okkar ekki nýtast okkur vegna umferðar iðnaðarmanna og búnaðar þeirra. Meðan á þessu stendur munum við alfarið þurfa að nota aðalinnganginn í Hafnarstrætinu,“ segir Helgi. Þá bætir hann við að það geti stytt útkallstíma lögreglu séu bílastæðin ekki langt í burtu. „Og að lögreglumenn þurfi ekki að byrja á því að leita að lögreglubílum í bílastæðum í nágrenninu, þegar útkall kemur. Ég tel því að rök um öryggissjónarmið eigi við um þessa beiðni mína.“ Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti ekki tímabundin afnot lögreglu á bílastæðunum til að stytta útkallstíma. Nefndin sagði götulokun fyrir gangandi vegfarendur og forgangsakstur fara illa saman. Þar vísar nefndin til þess að Hafnarstrætinu er að stórum hluta lokað þegar fjölmennt er í bænum sem gerist reglulega yfir sumarið þegar stór skemmtiferðaskip eru í höfn. Fréttastofa ræddi við ferðamenn í bænum sumarið 2023. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna betri lausn að tímabundnum stæðum með lögreglustjóra.
Ísafjarðarbær Lögreglan Bílastæði Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira