Styrmir leiðir kaup á Aðalskoðun og verður framkvæmdastjóri félagsins

Styrmir Þór Bragason, fjárfestir og meðal annars fyrrverandi forstjóri Arctic Adventures, hefur ásamt meðfjárfesti fest kaup á Aðalskoðun og tekið við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Aðalskoðun er eitt af umsvifameiri félögum á markaði á sviði skoðana og prófana á bifreiðum og velti um átta hundruð milljónum í fyrra.
Tengdar fréttir

Krefur ríkið um 225 milljónir króna
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur í Exeter-málinu svokallaða en dómnum var snúið við í Hæstarétti Íslands árið 2013. Hann krefst nú að ríkið greiði honum 225 milljónir króna í fjártjóns- og miskabætur fyrir að hafa misst hæfi til að gegna forstjórastöðu sinni ásamt því að sæta eins árs fangelsisvist.

Georg keypti íbúðir metnar á þrjá milljarða
Georg Gíslason hefur keypt leigufélagið Velli 15 sem á um 180 íbúðir sem metnar eru á um þrjá milljarða í bókum félagsins. Seljendur voru ODT Ráðgjöf, sem er í eigu Ólafs D. Torfasonar, stofnanda Íslandshótela, með 58 prósenta hlut og Íslandshótel með 42 prósenta hlut, samkvæmt heimildum Markaðarins.