Tíska og hönnun

„Núna þori ég miklu meira“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Friðþóra Sigurjónsdóttir er viðmælandi í Tískutali.
Friðþóra Sigurjónsdóttir er viðmælandi í Tískutali. Elísabet Blöndal

Tískuskvísan og pílates pæjan Friðþóra vinnur sem þjálfari hjá World Class og er nær undantekningarlaust óaðfinnanleg til fara, enda alltaf haft áhuga á klæðaburði. Friðþóra er í sambúð með tónlistarmanninum Patrik Atlasyni og eru þau bæði óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali en Friðþóra ræddi við blaðamann um tískuna og hennar persónulega stíl.

Friðþóra er 24 ára gömul en samhliða pílates kennslu starfar hún einnig hjá Heilindum, sem er búsetu- og skólaúrræði fyrir börn, ungmenni og fullorðna með fjölþættan vanda.

Friðþóra og Patrik eru tískupar!Aðsend

Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna?

Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er hvernig hún leyfir manni að vera skapandi og tjá sig á ótrúlega fjölbreyttan hátt. Ég elska hvernig tískan breytist en á sama tíma eru alltaf einhverjar klassískar tískustefnur sem halda áfram að skína í gegn.

Persónulega er ég mikið fyrir alla smáa aukahluti á borð við skart, flott belti, flotta skó eða veski. Þetta eru hlutir sem skapa outfittið og búa til persónuleika.

Hin stórglæsilega Friðþóra elskar skemmtilega fylgihluti.Aðsend

Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju?

Vá þær eru nokkrar en klæðnaður sem mér dettur strax í hug sem mér leið mjög vel í og ég var rosalega mikið að fíla mig í er brúnt pils og toppur frá Nebraska. Ég elska þegar pils eða buxur ná vel niður þar sem ég er 180 cm á hæð.

Friðþóra var að fíla sig í þessu lúkki. Aðsend

Svo er annað dress sem ég elska sem kemur upp í hugann en það er kjóll frá breska tískumerkinu Jaded London. Kjóllinn er svo skemmtilegur í sniði og lit. Þessi tvö fitt eru allavega á topp fimm listanum.

Grúví kjóll frá Jaded.Aðsend

Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni?

Omægod, það er mjög misjafnt. Ef það er eitthvað ákveðið tilefni sem ég veit af þá er ég í marga daga finna út úr því. En svona dags daglega þá fer það eiginlega eftir því í hvernig stuði ég er og hvort ég viti hvernig víbrur ég leitast eftir hverju sinni. 

Oft næ ég mér í smá innblástur á samfélagsmiðlunum Pinterest og TikTok og fæ hugmyndir en ég myndi segja að það taki mig oftast frá fjörutíu mínútum til klukkustundar að velja.

Friðþóra gefur sér oft góðan tíma til að setja saman föt.Aðsend

Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?

Stíllinn minn er blanda af grófum og kvenlegum elementum. Ég elska að bæta við smá edge-i eins og stóru belti, fallegum hælum eða örlítið skrítnum fötum sem bæta persónuleika við outfittið

Ég vil að klæðnaðurinn minn sé bæði einfaldur og spennandi, með áherslu á að blanda saman „basic“ hlutum og ýktari aukahlutum.

Friðþóra blandar saman grófum og kvenlegum eiginleikum tískunnar.Aðsend

Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá?

Stíllinn minn hefur klárlega þróast með tímanum. Ég var miklu einfaldari áður fyrr og hélt mig meira við það sem allir voru í en núna þori ég miklu meira. Ég elska að blanda saman ólíkri áferð, litum og skarti. 

Ég leyfi mér að vera aðeins extra og klæðast því sem mér finnst skemmtilegt og fallegt. Einnig eru samfélagsmiðlar að veita manni innblástur til þess að fara meira út fyrir ramman og ég held það spili klárlega inn í það hve mikið stíllinn minn hefur breyst með árunum.

Friðþóra segist í dag þora meira að ögra sér og fara út fyrir kassann í klæðaburði.Aðsend

Nýturðu þess að klæða þig upp?

Já, ég elska það! Það er svo skemmtilegt að klæða sig upp. Það gefur mér alltaf svo mikla orku og gerir mig spennta fyrir deginum. Það er eins og að breyta um skap eða finna eitthvað sem passar við það hvernig mér líður. 

Mér finnst einmitt það að líða vel í því sem maður klæðist gefa mér enn meira sjálfstraust.

Fyrst og fremst snýst þetta um að líða vel í fötunum sem maður rokkar.Aðsend

Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði?

Fyrir mér snýst klæðaburður fyrst og fremst um það hvernig mér líður í fötunum. Mér finnst mikilvægt að finna fyrir sjálfstrausti og þægindum samtímis.

Þægindi og sjálfstraust er góð blanda í tískunni.Aðsend

Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?

Ég fer mikið á Pinterest eða TikTok, jafnvel stundum Instagram. Það er ein stelpa á TikTok sem ég fer mjög oft inn á sem heitir Luisa Piou sem ég dýrka!

Patrik og Friðþóra smart á skíðum.Aðsend

Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði?

Nei ekki eins og er, ég opin fyrir öllu nema kannski stuttum buxum, er alveg með ofnæmi fyrir því.

Friðþóra er hrifin af sólgleraugum og skarti.Aðsend

Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju?

Það er einn racer jakki sem ég á sem er mjög skemmtilegur. Hann er frekar mikið stór og mikill en er sjúklega nettur og fær mikla athygli þegar ég er í honum.

Friðþóra er aðdáandi racer tískunnar.Aðsend

Hvað finnst þér heitast fyrir sumarið?

Að mínu mati eru það fallegir litir, skart, veski og skór. Mér finnst aukahlutir svo fallegir við einfalt og fallegt dress. 

Að sama skapi finnst mér svo sætt að breyta sumar outfittinu í smá racer víbrur, hvort það sé með racer sólgleraugum eða grófu og stóru belti við sætt pils.

Töskur, belti og glingur er vinsælt hjá Friðþóru í sumar.Aðsend

Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku?

Mitt ráð er að klæðast því sem þú hefur sjálfstraust í og fylgja því sem hentar þér best.

Hér má fylgjast með Friðþóru á samfélagsmiðlinum Instagram. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.