Steini frá Straumnesi látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2025 16:19 Steini í Straumnesi með flottan lax. Laxá í Aðaldal Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði. „Með sorg í hjarta kveðjum við kæran vin og félaga, Steingrím Stefánsson – Steina frá Straumnesi,“ segir í færslu Laxár í Aðaldal á Facebook. Auk laxveiðinnar var Steini virkur og stoltur félagi í björgunarsveitinni í Aðaldal. „Fregnin hefur skilið eftir sig djúpt tóm í hópi fjölskyldu, vina, samstarfsfólks og veiðimanna sem þekktu hann og nutu samfylgdar hans við Laxá í Aðaldal.“ Steini hafi í 38 ár verið ómissandi hluti af lífi og starfi við Laxá í Aðaldal sem er ein frægasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. „Með hlýju, rósemd og einstökum húmor tók hann á móti gestum árinnar og leiddi þá um sín uppáhalds veiðisvæði – staði sem hann þekkti eins og lófann á sér. Fáir þekktu ána betur og unnu störf sín af jafn mikilli ánægju og Steini,“ segir í færslunni. „Hann elskaði ána sína og leið aldrei betur en þegar hann var úti í henni miðri eða á bökkum hennar að liðsinna veiðimönnum. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Steina og hafa hann í lífi okkar munum sakna hans sárt. Lífið við ána verður ekki samt án hans. Við erum þakklát fyrir öll árin, samfylgdina, hlýjuna og gleðina.“ Meðal þeirra sem minnasta Steina er Gunnar Helgason leikari. „Hann Steini (Steingrímur S Stefansson) var leiðsögumaður okkar bræðra í Aðaldalnum í nokkur ár og hann var svo sérstakur, svo einstakur að það myndaðist djúp vinátta okkar í millum,“ segir Gunnar í færslu á Facebook. „Þegar ég var við tökur á Allra síðasta veiðiferðin eyddum við nokkrum dögum saman við að keyra með ánni, ræða veiðistaði og bera saman bækur okkar. Hans bók var vitaskuld miklu þykkari en mín en hann hlustaði af sinni einstöku þolinmæði þegar ég talaði af mis mikilli visku. Og vináttan dýpkaði.“ Þeir hafi síðustu sumur veitt saman sem makkerar. „Tveir vinir að gera það sem þeim fannst skemmtilegast á uppáhaldsstaðnum okkar. Og hver einustu jól hringdi hann og pantaði bók sem hann vildi gefa í jólagjöf. Dalurinn hefur misst mikið!!!“ Andlát Lax Norðurþing Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
„Með sorg í hjarta kveðjum við kæran vin og félaga, Steingrím Stefánsson – Steina frá Straumnesi,“ segir í færslu Laxár í Aðaldal á Facebook. Auk laxveiðinnar var Steini virkur og stoltur félagi í björgunarsveitinni í Aðaldal. „Fregnin hefur skilið eftir sig djúpt tóm í hópi fjölskyldu, vina, samstarfsfólks og veiðimanna sem þekktu hann og nutu samfylgdar hans við Laxá í Aðaldal.“ Steini hafi í 38 ár verið ómissandi hluti af lífi og starfi við Laxá í Aðaldal sem er ein frægasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. „Með hlýju, rósemd og einstökum húmor tók hann á móti gestum árinnar og leiddi þá um sín uppáhalds veiðisvæði – staði sem hann þekkti eins og lófann á sér. Fáir þekktu ána betur og unnu störf sín af jafn mikilli ánægju og Steini,“ segir í færslunni. „Hann elskaði ána sína og leið aldrei betur en þegar hann var úti í henni miðri eða á bökkum hennar að liðsinna veiðimönnum. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Steina og hafa hann í lífi okkar munum sakna hans sárt. Lífið við ána verður ekki samt án hans. Við erum þakklát fyrir öll árin, samfylgdina, hlýjuna og gleðina.“ Meðal þeirra sem minnasta Steina er Gunnar Helgason leikari. „Hann Steini (Steingrímur S Stefansson) var leiðsögumaður okkar bræðra í Aðaldalnum í nokkur ár og hann var svo sérstakur, svo einstakur að það myndaðist djúp vinátta okkar í millum,“ segir Gunnar í færslu á Facebook. „Þegar ég var við tökur á Allra síðasta veiðiferðin eyddum við nokkrum dögum saman við að keyra með ánni, ræða veiðistaði og bera saman bækur okkar. Hans bók var vitaskuld miklu þykkari en mín en hann hlustaði af sinni einstöku þolinmæði þegar ég talaði af mis mikilli visku. Og vináttan dýpkaði.“ Þeir hafi síðustu sumur veitt saman sem makkerar. „Tveir vinir að gera það sem þeim fannst skemmtilegast á uppáhaldsstaðnum okkar. Og hver einustu jól hringdi hann og pantaði bók sem hann vildi gefa í jólagjöf. Dalurinn hefur misst mikið!!!“
Andlát Lax Norðurþing Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira