Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. júní 2025 10:03 Hrefna Thoroddsen, framkvæmdastjóri Attentus, er háð Garmin heilsuúrinu sínu sem er það fyrsta sem hún skoðar þegar hún vaknar á morgnana. Hrefna segir úrið hafa alltof mikil áhrif á sig og því sé hún örugglega skemmtilegri þegar hún tekur það af sér. Vísir/Anton Brink Hrefna Thoroddsen, framkvæmdastjóri Attentus – mannauður og ráðgjöf, hefur sótt nokkur námskeið í Improv og segist því hafa menntað sig í að segja brandara. Lofar þó engu um gæði. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt uppúr klukkan sjö,fer aðeins eftir því hvenær ég fór að sofa kvöldinu áður, en ég reyni að ná allavega 7.5 tíma svefni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég byrja á að kíkja á Garmin úrið mitt til sjá hvernig ég svaf. Læt þetta heilsuúr hafa allt of mikil áhrif á mig. Ég held ég sé skemmtilegri þegar ég tek það af mér. En svo fæ ég mér kaffi, drekk fyrsta bollann frekar hratt á meðan ég skoða þessa helstu miðla og tölvupósta og svo annan bolla sem ég drekk á meðan ég hef mig til fyrir daginn.“ Ef þú fengir 10 sekúndna fyrirvara til að segja brandara, myndir þú ná því? „Já ég held ég gæti það. Ég gæti þó engu lofað um gæðin en þar sem ég er voða mikið að vinna með brandara og hrekki þá er ég í góðri æfingu. Það má líka segja að ég sé með menntun á þessu sviði því ég hef tekið nokkur námskeið í Improv.“ Hrefna er dugleg að skrifa hjá sér verkefnalista fyrir vikuna og upphaf dags til að halda fókus. Hrefna notar líka Outlook og Onenote fyrir skipulagið.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? ,,Þar sem ég tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra hjá Attentus þá er mitt aðalverkefni þessa dagana að kynnast fólkinu og starfseminni betur, ná yfirsýn. Við hjá Attentus erum að fást við fjölbreytt verkefni á sviði mannauðsmála og innan fyrirtækisins er starfsfólk með fjölbreytta og djúpa þekkingu og reynslu á þeim málaflokki. Þannig geta til dæmis fyrirtæki sem þurfa ekki mannauðsstjóra í fullt starf samt haft ráðgjafa frá okkur inni í fyrirtækinu einn dag til dæmis í viku eða hluta úr degi og sjá til þess að mannauðsmálin séu í lagi. Ég þekkti fyrirtækið vel áður en ég byrjaði því ég hef í fyrri störfum nýtt mér þjónustu Attentus og hef því reynsluna af því að vera ánægður viðskiptavinur sem er líka gott sjónarhorn að hafa, komandi inn í starf framkvæmdastjóra.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota Outlook og Onenote að mestu til þess, endurskoða að vísu „kerfið“ mitt reglulega en enda oftast á þessari lausn. Ég skrifa hjá mér í upphafi viku hvað ég er mikilvægt að gera í vikunni og líka í upphafi hvers dags, finnst það gott til að halda fókus.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Markmiðið að vera komin upp í rúm klukkan 23 en það tekst ekki alltaf.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings, væri alveg til í að geta spilað á gítar undir laginu Fram á nótt með Nýdönsk og horfir öfundaraugum til þeirra sem kunna að draga fram hljóðfæri í útilegum. Haukur smitast fljótt í söng og stemningu. 21. júní 2025 10:01 Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, viðurkennir að eiga erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli. En almennt telur hún sig tapsára í meðallagi. Sigþrúður stillir ekki vekjaraklukku heldur vaknar bara þegar hún vaknar. 14. júní 2025 10:00 „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Tíu mánaða dóttirin sér um að vekja foreldrana heima hjá dellukallinum Elmari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra félaganna Vettvangur og Apparatus. Eins og margir þekkja, reyna foreldrarnir þá að skipta á milli sín fyrstu vaktinni svo hitt geti kúrað aðeins lengur. 7. júní 2025 10:01 „Það fyrsta sem ég segi er „Góða morgun““ Það er engin lognmolla á morgnana heima hjá Elísu Dögg Moraitis Björnsdóttur, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen. Enda mikið um að vera að koma öllum í skóla og leikskóla. Elísa gerir þó oft grín að sjálfri sér því hún er svo skipulögð að nánast allt fer í excel. 31. maí 2025 10:02 Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, fer alltof seint að sofa og er sannfærð um að besti svefninn sinn séu þær níu mínútur sem hún nær á milli snúsa. Rósa segir það visst áhyggjuefni hvernig þriggja ára sonurinn er hættur að vekja foreldrana á skikkanlegum tíma. 24. maí 2025 10:02 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt uppúr klukkan sjö,fer aðeins eftir því hvenær ég fór að sofa kvöldinu áður, en ég reyni að ná allavega 7.5 tíma svefni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Ég byrja á að kíkja á Garmin úrið mitt til sjá hvernig ég svaf. Læt þetta heilsuúr hafa allt of mikil áhrif á mig. Ég held ég sé skemmtilegri þegar ég tek það af mér. En svo fæ ég mér kaffi, drekk fyrsta bollann frekar hratt á meðan ég skoða þessa helstu miðla og tölvupósta og svo annan bolla sem ég drekk á meðan ég hef mig til fyrir daginn.“ Ef þú fengir 10 sekúndna fyrirvara til að segja brandara, myndir þú ná því? „Já ég held ég gæti það. Ég gæti þó engu lofað um gæðin en þar sem ég er voða mikið að vinna með brandara og hrekki þá er ég í góðri æfingu. Það má líka segja að ég sé með menntun á þessu sviði því ég hef tekið nokkur námskeið í Improv.“ Hrefna er dugleg að skrifa hjá sér verkefnalista fyrir vikuna og upphaf dags til að halda fókus. Hrefna notar líka Outlook og Onenote fyrir skipulagið.Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? ,,Þar sem ég tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra hjá Attentus þá er mitt aðalverkefni þessa dagana að kynnast fólkinu og starfseminni betur, ná yfirsýn. Við hjá Attentus erum að fást við fjölbreytt verkefni á sviði mannauðsmála og innan fyrirtækisins er starfsfólk með fjölbreytta og djúpa þekkingu og reynslu á þeim málaflokki. Þannig geta til dæmis fyrirtæki sem þurfa ekki mannauðsstjóra í fullt starf samt haft ráðgjafa frá okkur inni í fyrirtækinu einn dag til dæmis í viku eða hluta úr degi og sjá til þess að mannauðsmálin séu í lagi. Ég þekkti fyrirtækið vel áður en ég byrjaði því ég hef í fyrri störfum nýtt mér þjónustu Attentus og hef því reynsluna af því að vera ánægður viðskiptavinur sem er líka gott sjónarhorn að hafa, komandi inn í starf framkvæmdastjóra.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota Outlook og Onenote að mestu til þess, endurskoða að vísu „kerfið“ mitt reglulega en enda oftast á þessari lausn. Ég skrifa hjá mér í upphafi viku hvað ég er mikilvægt að gera í vikunni og líka í upphafi hvers dags, finnst það gott til að halda fókus.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Markmiðið að vera komin upp í rúm klukkan 23 en það tekst ekki alltaf.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings, væri alveg til í að geta spilað á gítar undir laginu Fram á nótt með Nýdönsk og horfir öfundaraugum til þeirra sem kunna að draga fram hljóðfæri í útilegum. Haukur smitast fljótt í söng og stemningu. 21. júní 2025 10:01 Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, viðurkennir að eiga erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli. En almennt telur hún sig tapsára í meðallagi. Sigþrúður stillir ekki vekjaraklukku heldur vaknar bara þegar hún vaknar. 14. júní 2025 10:00 „Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Tíu mánaða dóttirin sér um að vekja foreldrana heima hjá dellukallinum Elmari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra félaganna Vettvangur og Apparatus. Eins og margir þekkja, reyna foreldrarnir þá að skipta á milli sín fyrstu vaktinni svo hitt geti kúrað aðeins lengur. 7. júní 2025 10:01 „Það fyrsta sem ég segi er „Góða morgun““ Það er engin lognmolla á morgnana heima hjá Elísu Dögg Moraitis Björnsdóttur, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen. Enda mikið um að vera að koma öllum í skóla og leikskóla. Elísa gerir þó oft grín að sjálfri sér því hún er svo skipulögð að nánast allt fer í excel. 31. maí 2025 10:02 Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, fer alltof seint að sofa og er sannfærð um að besti svefninn sinn séu þær níu mínútur sem hún nær á milli snúsa. Rósa segir það visst áhyggjuefni hvernig þriggja ára sonurinn er hættur að vekja foreldrana á skikkanlegum tíma. 24. maí 2025 10:02 Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
„Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víkings, væri alveg til í að geta spilað á gítar undir laginu Fram á nótt með Nýdönsk og horfir öfundaraugum til þeirra sem kunna að draga fram hljóðfæri í útilegum. Haukur smitast fljótt í söng og stemningu. 21. júní 2025 10:01
Á erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Forlagsins, viðurkennir að eiga erfitt með að tapa fyrir eiginmanninum í skrafli. En almennt telur hún sig tapsára í meðallagi. Sigþrúður stillir ekki vekjaraklukku heldur vaknar bara þegar hún vaknar. 14. júní 2025 10:00
„Ég hef þó aldrei kunnað vel við titilinn framkvæmdastjóri“ Tíu mánaða dóttirin sér um að vekja foreldrana heima hjá dellukallinum Elmari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra félaganna Vettvangur og Apparatus. Eins og margir þekkja, reyna foreldrarnir þá að skipta á milli sín fyrstu vaktinni svo hitt geti kúrað aðeins lengur. 7. júní 2025 10:01
„Það fyrsta sem ég segi er „Góða morgun““ Það er engin lognmolla á morgnana heima hjá Elísu Dögg Moraitis Björnsdóttur, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen. Enda mikið um að vera að koma öllum í skóla og leikskóla. Elísa gerir þó oft grín að sjálfri sér því hún er svo skipulögð að nánast allt fer í excel. 31. maí 2025 10:02
Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, fer alltof seint að sofa og er sannfærð um að besti svefninn sinn séu þær níu mínútur sem hún nær á milli snúsa. Rósa segir það visst áhyggjuefni hvernig þriggja ára sonurinn er hættur að vekja foreldrana á skikkanlegum tíma. 24. maí 2025 10:02