Hélt fætinum, stöðvaði gjaldþrot félagsins og kom því fertugur í La Liga Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 12:26 Ef gærdagurinn var ekki tilefni fyrir koss þá er aldrei tilefni. Santi Cazorla og frú fögnuðu því vel að Real Oviedo fengi sæti í efstu deild Spánar eftir langa bið. Getty/Juan Manuel Serrano Hinn fertugi Santi Cazorla, fyrrverandi miðjumaður Arsenal, átti sinn þátt í því að koma uppeldisfélagi sínu Real Oviedo upp í efstu deild Spánar í gær, eftir 24 ára bið. Óttast var að ferli Cazorla, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Spáni, væri lokið og að hann væri hreinlega heppinn að geta gengið eftir afar langvinn meiðsli fyrir átta árum. Hann meiddist í hásin og endaði á að fara í ellefu aðgerðir vegna meiðslanna, og einni aðgerðinni fylgdi sýking sem gerði að verkum að hætta var á að Cazorla myndi missa annan fótinn. Hann náði hins vegar með mikilli þrautseigju að halda ferlinum áfram, lék tvær leiktíðir með Villarreal á Spáni og svo þrjár með Al Sadd í Sádi-Arabíu áður en hann ákvað að ljúka ferlinum með Real Oviedo, félaginu sem hann kvaddi árið 2003 eftir að hafa alist þar upp. Santi Cazorla could have retired comfortably but instead chose to return to his boyhood club Real Oviedo at 38 on a minimum wage contract. Now 40, he's just helped guide them back to La Liga for the first time in 24 years, scoring in both the playoff semi-final and final 💙 pic.twitter.com/g0VVMMsgSG— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 22, 2025 Oviedo endaði í 4. sæti næstefstu deildar Spánar í vetur en komst þar með í fjögurra liða umspil. Eftir að hafa slegið út Racing Santander mætti liðið Mirandés í úrslitaeinvígi og vann Mirandés fyrri leikinn 1-0. Í seinni leiknum í gær skoraði Cazorla úr vítaspyrnu og jafnaði metin í 1-1 í þeim leik. Oviedo komst svo í 2-1 snemma í seinni hálfleik og einvígið þar með jafnt. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar skoraði Oviedo undir lok fyrri hálfleiks það sem reyndist sigurmark einvígisins. Cazorla hefur ekki aðeins hjálpað Oviedo innan vallar því hann var í hópi stuðningsmanna sem keyptu hlut í félaginu fyrir rúmum áratug, til að bjarga því úr fjárhagsvandræðum. Spænski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Óttast var að ferli Cazorla, sem varð tvisvar Evrópumeistari með Spáni, væri lokið og að hann væri hreinlega heppinn að geta gengið eftir afar langvinn meiðsli fyrir átta árum. Hann meiddist í hásin og endaði á að fara í ellefu aðgerðir vegna meiðslanna, og einni aðgerðinni fylgdi sýking sem gerði að verkum að hætta var á að Cazorla myndi missa annan fótinn. Hann náði hins vegar með mikilli þrautseigju að halda ferlinum áfram, lék tvær leiktíðir með Villarreal á Spáni og svo þrjár með Al Sadd í Sádi-Arabíu áður en hann ákvað að ljúka ferlinum með Real Oviedo, félaginu sem hann kvaddi árið 2003 eftir að hafa alist þar upp. Santi Cazorla could have retired comfortably but instead chose to return to his boyhood club Real Oviedo at 38 on a minimum wage contract. Now 40, he's just helped guide them back to La Liga for the first time in 24 years, scoring in both the playoff semi-final and final 💙 pic.twitter.com/g0VVMMsgSG— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 22, 2025 Oviedo endaði í 4. sæti næstefstu deildar Spánar í vetur en komst þar með í fjögurra liða umspil. Eftir að hafa slegið út Racing Santander mætti liðið Mirandés í úrslitaeinvígi og vann Mirandés fyrri leikinn 1-0. Í seinni leiknum í gær skoraði Cazorla úr vítaspyrnu og jafnaði metin í 1-1 í þeim leik. Oviedo komst svo í 2-1 snemma í seinni hálfleik og einvígið þar með jafnt. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og þar skoraði Oviedo undir lok fyrri hálfleiks það sem reyndist sigurmark einvígisins. Cazorla hefur ekki aðeins hjálpað Oviedo innan vallar því hann var í hópi stuðningsmanna sem keyptu hlut í félaginu fyrir rúmum áratug, til að bjarga því úr fjárhagsvandræðum.
Spænski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira