Leverkusen að kaupa leikmann Liverpool fyrir metverð Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 10:32 Jarrell Quansah virðist vera á leið til Bayer Leverkusen. Mike Hewitt/Getty Images Liverpool er við það að ganga frá kaupum á dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen, og nú virðist sem þýska félagið ætli að endurgjalda hluta af upphæðinni með því að gera miðvörðinn Jarrell Quansah að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Viðræður eru langt komnar en formlegt tilboð hefur ekki verið lagt fram enn, Quansah verður keyptur á rúmlega fjörutíu milljónir evra og fer ekki fram á há laun, samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic. 🚨 Bayer Leverkusen close to agreement with Liverpool to sign Jarell Quansah. No formal bid from #Bayer04 to #LFC yet but talks progressing towards deal being done for just north of €40m. Personal terms for 22yo defender no issue. W/ @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/lDM3223JfM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2025 Ef fjörutíu milljóna kaup gengu í gegn yrði Quansah dýrasti leikmaður í sögu Leverkusen, á undan Kerem Demirbay sem var keyptur frá Hoffenheim fyrir 32 milljónir evra árið 2019. Vitað er að Leverkusen er í leit að nýjum miðverði eftir að Jonathan Tah fór frá félaginu til þýsku meistaranna í Munchen. Þá er einnig reiknað með því að Odilon Kossounou snúi ekki aftur til félagsins, eftir að hafa verið að láni hjá Atalanta. Miðvörðurinn er upptekinn á EM eins og er. Image Photo Agency/Getty Images Liverpool hefur þegar keypt bakvörðinn Jeremie Frimpong frá Leverkusen og er nánast búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Florian Wirtz, sem verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef allt gengur eftir. Samtals mun Liverpool þá hafa eytt um 160 milljónum evra í leikmenn Leverkusen, en fengi rúmar fjörutíu milljónir til baka ef Leverkusen kaupir Quansah. Kaupin eru þó algjörlega aðskilin og ekki hugsuð sem skiptisamningur. Quansah er einn af uppöldu leikmönnunum sem varð Englandsmeistari með Liverpool í vor. Liverpool FC via Getty Images Quansah er uppalinn hjá Liverpool og steig sín fyrstu skref í fullorðinsfótbolta með félaginu en fór síðan á lán til Bristol Rovers árið 2023. Síðan hann sneri aftur til Liverpool hefur hann verið í hlutverki varamanns og unnið tvo titla, deildarbikarinn 2024 og ensku úrvalsdeildina 2025. Hann er núna staddur á Evrópumóti undir 21 árs landsliða með Englandi. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
Viðræður eru langt komnar en formlegt tilboð hefur ekki verið lagt fram enn, Quansah verður keyptur á rúmlega fjörutíu milljónir evra og fer ekki fram á há laun, samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic. 🚨 Bayer Leverkusen close to agreement with Liverpool to sign Jarell Quansah. No formal bid from #Bayer04 to #LFC yet but talks progressing towards deal being done for just north of €40m. Personal terms for 22yo defender no issue. W/ @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/lDM3223JfM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2025 Ef fjörutíu milljóna kaup gengu í gegn yrði Quansah dýrasti leikmaður í sögu Leverkusen, á undan Kerem Demirbay sem var keyptur frá Hoffenheim fyrir 32 milljónir evra árið 2019. Vitað er að Leverkusen er í leit að nýjum miðverði eftir að Jonathan Tah fór frá félaginu til þýsku meistaranna í Munchen. Þá er einnig reiknað með því að Odilon Kossounou snúi ekki aftur til félagsins, eftir að hafa verið að láni hjá Atalanta. Miðvörðurinn er upptekinn á EM eins og er. Image Photo Agency/Getty Images Liverpool hefur þegar keypt bakvörðinn Jeremie Frimpong frá Leverkusen og er nánast búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Florian Wirtz, sem verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef allt gengur eftir. Samtals mun Liverpool þá hafa eytt um 160 milljónum evra í leikmenn Leverkusen, en fengi rúmar fjörutíu milljónir til baka ef Leverkusen kaupir Quansah. Kaupin eru þó algjörlega aðskilin og ekki hugsuð sem skiptisamningur. Quansah er einn af uppöldu leikmönnunum sem varð Englandsmeistari með Liverpool í vor. Liverpool FC via Getty Images Quansah er uppalinn hjá Liverpool og steig sín fyrstu skref í fullorðinsfótbolta með félaginu en fór síðan á lán til Bristol Rovers árið 2023. Síðan hann sneri aftur til Liverpool hefur hann verið í hlutverki varamanns og unnið tvo titla, deildarbikarinn 2024 og ensku úrvalsdeildina 2025. Hann er núna staddur á Evrópumóti undir 21 árs landsliða með Englandi.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn