Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 15:06 APTOPIX India Plane Crash Parts of an Air India plane that crashed on Thursday are seen on top of a building in Ahmedabad, India, Friday, June 13, 2025. (AP Photo/Rafiq Maqbool) AP/Rafiq Maqbool Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. Mohan Naidu Kinjarapu, flugmálaráðherra Indlands, segir við breska ríkisútvarpið BBC að starfsmenn rannsóknarnefndar flugslysa hafi fundið flugritann innan 28 klukkustunda eftir slysið. Það muni hjálpa rannsókn á tildrögum slyssins verulega. AP-fréttastofan segir að flugritinn hafi fundist á húsþaki nærri staðnum þar sem vélin brotlenti. Rannsóknarnefndin sé byrjuð að rannsaka hann af fullum krafti. Tveir flugritar eru vanalega í flugvélum. Annar þeirra varðveitir upplýsingar um flugið sjálft eins og flughæð og hraða en hinn upptökur í stjórnklefa. AP segir að flugritinn sem fannst geymi gögn um flug vélarinnar og vísar í yfirlýsingu breskrar vélaverkfræðistofnunar. Auka eftirlit með þessari gerð Boeing-véla Óljóst er hvað olli því að vélin hrapaði. Veðuraðstæður voru hagfelldar. Tilgátur eru um að bilun hafi mögulega orðið í báðum hreyflum vélarinnar eða að hún hafi flogið inn í fuglager. Brak úr flugvélinni dreifðist yfir um tvö hundruð metra langt svæði. Hluti hennar lenti á gistiheimili fyrir lækna. Hluti af stéli hennar stóð út úr byggingunni eftir slysið. Indversk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað viðbótarathuganir á Boeing 787-8 og 787-9 vélum Air India í varúðarskyni í kjölfar slyssins. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél af þessari gerð brotlendir með þessum hætti. Bandaríski flugvélaframleiðandinn átti hins vegar í verulegum vandræðum með Max-vélar sínar. Aðeins einn af þeim 242 sem voru um borð í Boeing 787-farþegaþotu Air India komst lífs af þegar hún hrapaði fimm mínútum eftir flugtak í gær. Þotan lenti á byggingum rétt frá flugvellinum en yfirvöld hafa ekki getað staðfest enn hversu margir fórust þar. Aðeins hefur verið staðfest að átta manns hafi farist utan vélarinnar. Mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti á læknagarðinum. Beita hefur þurft erfðatækni til þess að bera kennsl á illa farin lík farþega og þeirra sem voru í byggingunni. Fastlega er búist við að líkamsleifar fleiri læknanema á næstu dögum. Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07 Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Mohan Naidu Kinjarapu, flugmálaráðherra Indlands, segir við breska ríkisútvarpið BBC að starfsmenn rannsóknarnefndar flugslysa hafi fundið flugritann innan 28 klukkustunda eftir slysið. Það muni hjálpa rannsókn á tildrögum slyssins verulega. AP-fréttastofan segir að flugritinn hafi fundist á húsþaki nærri staðnum þar sem vélin brotlenti. Rannsóknarnefndin sé byrjuð að rannsaka hann af fullum krafti. Tveir flugritar eru vanalega í flugvélum. Annar þeirra varðveitir upplýsingar um flugið sjálft eins og flughæð og hraða en hinn upptökur í stjórnklefa. AP segir að flugritinn sem fannst geymi gögn um flug vélarinnar og vísar í yfirlýsingu breskrar vélaverkfræðistofnunar. Auka eftirlit með þessari gerð Boeing-véla Óljóst er hvað olli því að vélin hrapaði. Veðuraðstæður voru hagfelldar. Tilgátur eru um að bilun hafi mögulega orðið í báðum hreyflum vélarinnar eða að hún hafi flogið inn í fuglager. Brak úr flugvélinni dreifðist yfir um tvö hundruð metra langt svæði. Hluti hennar lenti á gistiheimili fyrir lækna. Hluti af stéli hennar stóð út úr byggingunni eftir slysið. Indversk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað viðbótarathuganir á Boeing 787-8 og 787-9 vélum Air India í varúðarskyni í kjölfar slyssins. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél af þessari gerð brotlendir með þessum hætti. Bandaríski flugvélaframleiðandinn átti hins vegar í verulegum vandræðum með Max-vélar sínar. Aðeins einn af þeim 242 sem voru um borð í Boeing 787-farþegaþotu Air India komst lífs af þegar hún hrapaði fimm mínútum eftir flugtak í gær. Þotan lenti á byggingum rétt frá flugvellinum en yfirvöld hafa ekki getað staðfest enn hversu margir fórust þar. Aðeins hefur verið staðfest að átta manns hafi farist utan vélarinnar. Mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti á læknagarðinum. Beita hefur þurft erfðatækni til þess að bera kennsl á illa farin lík farþega og þeirra sem voru í byggingunni. Fastlega er búist við að líkamsleifar fleiri læknanema á næstu dögum.
Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07 Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35