Orri berst við fyrirliðann um stöðu: „Góðir vinir og reynum að hjálpast að“ Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 12:01 Mikel Oyarzabal og Orri Óskarsson á Old Trafford í mars þegar Real Sociedad mætti Manchester United í Evrópudeildinni. Getty/Nick Potts „Það hefur verið mjög holl samkeppni,“ segir framherjinn Orri Óskarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, um samkeppnina við spænska landsliðsmanninn Mikel Oyarzabal um stöðu í liði Real Sociedad í vetur. Oyarzabal er 28 ára gamall með 45 landsleiki fyrir Evrópumeistara Spánar, og hefur allan sinn feril spilað með Real Sociedad þar sem hann hefur gert 85 mörk í 315 deildarleikjum. Hann hefur því verið í aðalhlutverki hjá liðinu og er fyrirliði á meðan að Orri, sem er tvítugur, spilaði minna í vetur á meðan að hann var að aðlagast boltanum í einni allra bestu deild heims. Orri segist hins vegar njóta góðs af því að vera liðsfélagi Oyarzabal, þó að hann vilji auðvitað sjálfur spila meira: „Við erum mjög góðir vinir og reynum að hjálpast að eins mikið og við getum. Hann spilaði flesta leiki á síðasta tímabili, hefur verið að skora og gera fullt af góðum hlutum. Auðvitað hefði ég viljað spila meira en svona er þetta bara. Þjálfarinn leitaði til hans í staðinn. Þetta er auðvitað bara flottur leikmaður sem spilar með spænska landsliðinu og er að standa sig vel. Sem liðsfélagi er ég mjög stoltur af honum og vona að það haldi áfram að ganga vel hjá honum,“ segir Orri í viðtali við Aron Guðmundsson. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en umræða um samkeppnina Oyarzabal hefst eftir 3:54 mínútur. Orri missti af lokum nýafstaðins tímabils vegna meiðsla og er því ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Skotlandi síðasta föstudag og gegn Norður-Írlandi í kvöld. „Ég er bara í endurhæfingu hér heima á Íslandi og fæ góðan tíma til að slaka á með fjölskyldunni og vera að æfa á sama tíma. Ég er að jafna mig og verð betri með hverjum deginum. Það er jákvætt. Það er gott að vera kominn heim til Íslands, geta andað að sér íslenska loftinu. Þetta var tognun í ljótari kantinum, frekar vond þriðja stigs tognun. Nokkrir mánuðir sem að fara í að pússla þessu aftur saman. Ekki beint það sem að maður vildi en svona er fótboltinn, það koma meiðsli inn á milli og við gerum það besta úr þessu,“ segir Orri. „Vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni“ Real Sociedad keypti Orra fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn í fyrra og hann skrifaði þá undir samning til sex ára. Eftir vel heppnað aðlögunartímabil í vetur er Orri staðráðinn í að láta enn frekar til sín taka á komandi misserum. „Auðvitað langar mann að gera sig gildandi í liðinu, vera stór prófíll og einn af stærstu leikmönnum spænsku deildarinnar. Komast á toppinn í fótboltanum. Það er eitthvað sem ég hef stefnt af síðan að ég var lítill. Mér leið alltaf eins og markmiðið væri bara að komast í topp fimm deild í Evrópu en nú þegar að maður er búinn að ná því langar mann bara í enn þá meira. Það er eitthvað við mig. Ég er aldrei sáttur og það er eitthvað sem ég hef fundið. Það er ekki nóg að vera bara í topp fimm deild og vera bara eins og hver annar leikmaður þar. Ég vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni. Það eru stór skref sem fylgja því, mikil samkeppni, heimsklassa leikmenn. Ég þarf bara að æfa eins og vitleysingur og sýna að ég get verið það,“ segir Orri. „Mjög krefjandi ár fyrir mig“ Hann lék 23 deildarleiki í vetur, þar af níu í byrjunarliði, og einnig níu leiki í Evrópudeildinni þar sem hann var fjórum sinnum í byrjunarliði. Real Sociedad endaði í 11. sæti spænsku deildarinnar með 46 stig, sex stigum frá Evrópusæti. „Ef ég horfi til baka á tímabilið get ég séð mikið af hæðum og lægðum. Mikið af ekki góðum leikjum en svo mikið af góðum leikjum sem maður getur verið stoltur af. Liðinu gekk ekki eins vel og til stóð, við lentum í erfiðum köflum og svo er það bara undir okkur komið á næsta tímabili að við séum betri en við sýndum á nýafstöðnu tímabili. Við verðum ekki í Evrópukeppni þá og deildin verður því aðal stefnan hjá okkur. Mjög krefjandi ár fyrir mig fótboltalega séð, breytingin að fara úr dönsku deildinni yfir í þá spænsku var mikil og ég þurfti að aðlagast hratt. Kom náttúrulega á síðasta degi félagsskiptagluggans. Það var mjög krefjandi en að öðru leiti hefur árið verið mjög fínt bæði hjá lands- og félagsliði.“ Það var kannski viðbúið að fyrsta árið færi í svolítinn lærdóm? „Við lögðum upp með það bæði ég og félagið. Ég þurfti að vera meðvitaður um að fyrsta árið færi í aðlögun. Það er náttúrulega bara frábært að vera tvítugur og fá að taka þessa aðlögun á þessum aldri í stað þess að koma þrjátíu ára til félagsins og hafa bara fimm ár til að gera sitt besta. Það er náttúrulega bara frábært að geta notað þetta ár, núna er þetta ár búið og þá getur maður farið að einbeita sér að því að leggja 100% af mörkum í leikjum og vera stór prófíll í þessu liði vonandi. Sýna hvað ég get.“ Eins og Orri nefndi sjálfur var áskorunin mikil sem fylgdi því að fara úr danska boltanum beint í þann spænska, á síðasta degi félagaskiptagluggans, en í hverju felst munurinn helst: „Það er mjög mikill gæðamunur á leikmönnum auðvitað. Það segir sig sjálft. Hraðinn, styrkurinn á leikmönnum, gæðin á æfingum. Maður þarf bara að vera klár á hverjum einasta degi og það var eitthvað sem ég komst að frekar fljótt, kom kannski smá aftan að mér en auðvitað vissi maður að það væri fullt af góðum leikmönnum þarna og líkamlegi styrkurinn mikill. Maður heldur kannski oftast að spænska deildin sé bara fallegur fótbolti hægri-vinstri en styrkurinn, sér í lagi sá líkamlegi, kom mér verulega á óvart. Það eru fullt af hlutum sem að spila inn í jöfnuna í þessari deild.“ Spænski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Oyarzabal er 28 ára gamall með 45 landsleiki fyrir Evrópumeistara Spánar, og hefur allan sinn feril spilað með Real Sociedad þar sem hann hefur gert 85 mörk í 315 deildarleikjum. Hann hefur því verið í aðalhlutverki hjá liðinu og er fyrirliði á meðan að Orri, sem er tvítugur, spilaði minna í vetur á meðan að hann var að aðlagast boltanum í einni allra bestu deild heims. Orri segist hins vegar njóta góðs af því að vera liðsfélagi Oyarzabal, þó að hann vilji auðvitað sjálfur spila meira: „Við erum mjög góðir vinir og reynum að hjálpast að eins mikið og við getum. Hann spilaði flesta leiki á síðasta tímabili, hefur verið að skora og gera fullt af góðum hlutum. Auðvitað hefði ég viljað spila meira en svona er þetta bara. Þjálfarinn leitaði til hans í staðinn. Þetta er auðvitað bara flottur leikmaður sem spilar með spænska landsliðinu og er að standa sig vel. Sem liðsfélagi er ég mjög stoltur af honum og vona að það haldi áfram að ganga vel hjá honum,“ segir Orri í viðtali við Aron Guðmundsson. Viðtalið má sjá í heild hér að neðan en umræða um samkeppnina Oyarzabal hefst eftir 3:54 mínútur. Orri missti af lokum nýafstaðins tímabils vegna meiðsla og er því ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Skotlandi síðasta föstudag og gegn Norður-Írlandi í kvöld. „Ég er bara í endurhæfingu hér heima á Íslandi og fæ góðan tíma til að slaka á með fjölskyldunni og vera að æfa á sama tíma. Ég er að jafna mig og verð betri með hverjum deginum. Það er jákvætt. Það er gott að vera kominn heim til Íslands, geta andað að sér íslenska loftinu. Þetta var tognun í ljótari kantinum, frekar vond þriðja stigs tognun. Nokkrir mánuðir sem að fara í að pússla þessu aftur saman. Ekki beint það sem að maður vildi en svona er fótboltinn, það koma meiðsli inn á milli og við gerum það besta úr þessu,“ segir Orri. „Vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni“ Real Sociedad keypti Orra fyrir metfé frá FC Kaupmannahöfn í fyrra og hann skrifaði þá undir samning til sex ára. Eftir vel heppnað aðlögunartímabil í vetur er Orri staðráðinn í að láta enn frekar til sín taka á komandi misserum. „Auðvitað langar mann að gera sig gildandi í liðinu, vera stór prófíll og einn af stærstu leikmönnum spænsku deildarinnar. Komast á toppinn í fótboltanum. Það er eitthvað sem ég hef stefnt af síðan að ég var lítill. Mér leið alltaf eins og markmiðið væri bara að komast í topp fimm deild í Evrópu en nú þegar að maður er búinn að ná því langar mann bara í enn þá meira. Það er eitthvað við mig. Ég er aldrei sáttur og það er eitthvað sem ég hef fundið. Það er ekki nóg að vera bara í topp fimm deild og vera bara eins og hver annar leikmaður þar. Ég vil vera besti leikmaðurinn í liðinu og deildinni. Það eru stór skref sem fylgja því, mikil samkeppni, heimsklassa leikmenn. Ég þarf bara að æfa eins og vitleysingur og sýna að ég get verið það,“ segir Orri. „Mjög krefjandi ár fyrir mig“ Hann lék 23 deildarleiki í vetur, þar af níu í byrjunarliði, og einnig níu leiki í Evrópudeildinni þar sem hann var fjórum sinnum í byrjunarliði. Real Sociedad endaði í 11. sæti spænsku deildarinnar með 46 stig, sex stigum frá Evrópusæti. „Ef ég horfi til baka á tímabilið get ég séð mikið af hæðum og lægðum. Mikið af ekki góðum leikjum en svo mikið af góðum leikjum sem maður getur verið stoltur af. Liðinu gekk ekki eins vel og til stóð, við lentum í erfiðum köflum og svo er það bara undir okkur komið á næsta tímabili að við séum betri en við sýndum á nýafstöðnu tímabili. Við verðum ekki í Evrópukeppni þá og deildin verður því aðal stefnan hjá okkur. Mjög krefjandi ár fyrir mig fótboltalega séð, breytingin að fara úr dönsku deildinni yfir í þá spænsku var mikil og ég þurfti að aðlagast hratt. Kom náttúrulega á síðasta degi félagsskiptagluggans. Það var mjög krefjandi en að öðru leiti hefur árið verið mjög fínt bæði hjá lands- og félagsliði.“ Það var kannski viðbúið að fyrsta árið færi í svolítinn lærdóm? „Við lögðum upp með það bæði ég og félagið. Ég þurfti að vera meðvitaður um að fyrsta árið færi í aðlögun. Það er náttúrulega bara frábært að vera tvítugur og fá að taka þessa aðlögun á þessum aldri í stað þess að koma þrjátíu ára til félagsins og hafa bara fimm ár til að gera sitt besta. Það er náttúrulega bara frábært að geta notað þetta ár, núna er þetta ár búið og þá getur maður farið að einbeita sér að því að leggja 100% af mörkum í leikjum og vera stór prófíll í þessu liði vonandi. Sýna hvað ég get.“ Eins og Orri nefndi sjálfur var áskorunin mikil sem fylgdi því að fara úr danska boltanum beint í þann spænska, á síðasta degi félagaskiptagluggans, en í hverju felst munurinn helst: „Það er mjög mikill gæðamunur á leikmönnum auðvitað. Það segir sig sjálft. Hraðinn, styrkurinn á leikmönnum, gæðin á æfingum. Maður þarf bara að vera klár á hverjum einasta degi og það var eitthvað sem ég komst að frekar fljótt, kom kannski smá aftan að mér en auðvitað vissi maður að það væri fullt af góðum leikmönnum þarna og líkamlegi styrkurinn mikill. Maður heldur kannski oftast að spænska deildin sé bara fallegur fótbolti hægri-vinstri en styrkurinn, sér í lagi sá líkamlegi, kom mér verulega á óvart. Það eru fullt af hlutum sem að spila inn í jöfnuna í þessari deild.“
Spænski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira