Gerðu vúdúdúkku vegna reiði í garð Ísaks Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 09:32 Ísak Bergmann Jóhannesson tók stóra og umdeilda ákvörðun þegar hann ákvað að fara til Kölnar frá Fortuna Düsseldorf. Reiðir stuðningsmenn Fortuna hafa meðal annars gert vúdúbrúðu af Skagamanninum. Samsett/Getty/Twitter Ísak Bergmann Jóhannesson vissi að margir stuðningsmanna Fortuna Düsseldorf yrðu reiðir þegar hann samþykkti að fara til erkifjendanna í FC Köln. Reiðin er hins vegar það mikil hjá sumum að útbúin hefur verið vúdúdúkka í tilraun til að hrekkja Skagamanninn. Þýski miðillinn Express segir frá þessu og að ljóst sé að stuðningsmenn Fortuna eigi sumir afar erfitt með að jafna sig á því að einn hæfileikaríkasti maður liðsins sé farinn til aðalóvinarins. Klásúla var í samningi Ísaks við Fortuna sem gerði hann falan fyrir um 5,5 milljónir evra og þetta nýttu forráðamenn Kölnar sér. Ísak var sjálfur að sjálfsögðu spenntur fyrir möguleikanum á að spila í fyrsta sinn í efstu deild Þýskalands, einni bestu landsdeild heims, og skrifaði undir samning við Köln sem gildir til ársins 2030. Hann var undir það búinn að þessi ákvörðun myndi kalla á sterk viðbrögð en þau hafa þó verið svo mikil og ósmekkleg að Ísak slökkti á athugasemdum á Instagram. „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi í síðustu viku. Express segir að fyrrverandi stuðningsmenn Ísaks saki hann margir um mikil svik og kalli ákvörðun hans „viðbjóðslega“. „Allt sem þú sagðir við okkur var algjörlega marklaust. Enginn stuðningsmaður mun nokkurn tímann geta fyrirgefið þér,“ mun einn hafa skrifað auk þess sem fyrrnefnd vúdúdúkka var birt sem búið var að stinga nálum í, sem samkvæmt vúdútrú mun vera gert til að valda bölvun. Taka til varna fyrir Ísak Fjöldi stuðningsmanna mun þó einnig hafa komið Ísaki til varnar, samkvæmt Express, og bent á að með því að spúa út hatri á netinu sé verið að leggja þungar byrðar á 22 ára leikmann. Þá nefnir einn stuðningsmaður að Klaus Allofs hafi nú tekist að verða goðsögn hjá bæði Fortuna og Köln á sínum tíma, eftir að hafa farið til Kölnar árið 1981. Ísak er hins vegar með hugann við annað núna því hann er upptekinn í landsliðsferð og á fyrir höndum leik við Norður-Írland í Belfast í kvöld, klukkan 18:45. Hann var í byrjunarliði Íslands í 3-1 sigrinum gegn Skotum á föstudaginn og hefur byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hingað til. Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Þýski miðillinn Express segir frá þessu og að ljóst sé að stuðningsmenn Fortuna eigi sumir afar erfitt með að jafna sig á því að einn hæfileikaríkasti maður liðsins sé farinn til aðalóvinarins. Klásúla var í samningi Ísaks við Fortuna sem gerði hann falan fyrir um 5,5 milljónir evra og þetta nýttu forráðamenn Kölnar sér. Ísak var sjálfur að sjálfsögðu spenntur fyrir möguleikanum á að spila í fyrsta sinn í efstu deild Þýskalands, einni bestu landsdeild heims, og skrifaði undir samning við Köln sem gildir til ársins 2030. Hann var undir það búinn að þessi ákvörðun myndi kalla á sterk viðbrögð en þau hafa þó verið svo mikil og ósmekkleg að Ísak slökkti á athugasemdum á Instagram. „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi í síðustu viku. Express segir að fyrrverandi stuðningsmenn Ísaks saki hann margir um mikil svik og kalli ákvörðun hans „viðbjóðslega“. „Allt sem þú sagðir við okkur var algjörlega marklaust. Enginn stuðningsmaður mun nokkurn tímann geta fyrirgefið þér,“ mun einn hafa skrifað auk þess sem fyrrnefnd vúdúdúkka var birt sem búið var að stinga nálum í, sem samkvæmt vúdútrú mun vera gert til að valda bölvun. Taka til varna fyrir Ísak Fjöldi stuðningsmanna mun þó einnig hafa komið Ísaki til varnar, samkvæmt Express, og bent á að með því að spúa út hatri á netinu sé verið að leggja þungar byrðar á 22 ára leikmann. Þá nefnir einn stuðningsmaður að Klaus Allofs hafi nú tekist að verða goðsögn hjá bæði Fortuna og Köln á sínum tíma, eftir að hafa farið til Kölnar árið 1981. Ísak er hins vegar með hugann við annað núna því hann er upptekinn í landsliðsferð og á fyrir höndum leik við Norður-Írland í Belfast í kvöld, klukkan 18:45. Hann var í byrjunarliði Íslands í 3-1 sigrinum gegn Skotum á föstudaginn og hefur byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hingað til.
Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira