Thomas Frank að taka við Tottenham Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 13:10 Thomas Frank hefur verið aðalbýfluga Brentford síðan 2018. Andrew Kearns - CameraSport via Getty Images Thomas Frank, þjálfari Brenford síðustu sjö ár, virðist verða maðurinn sem tekur við Tottenham eftir að Ange Postecoglou var rekinn frá félaginu. Viðræður eru sagðar komnar langt á leið. Frank er sagður falur fyrir tíu milljónir punda, kaupverð þjálfarans samkvæmt klásúlu í samningnum við Brentford og Tottenham er talið tilbúið að greiða þá upphæð. Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir svo frá því að viðræður þjálfarans og félagsins séu „á lokastigi.“ Thomas Frank tók við Brentford haustið 2018 þegar liðið sat um miðja næstefstu deild. Undir hans stjórn fór liðið tvisvar í úrslitaleik upp á sæti í ensku úrvalsdeildinni og vann í seinna skiptið árið 2021. Síðan þá hefur liðið verið laust við fallbaráttu og þrátt fyrir að selja stórstjörnuna Ivan Toney náði liðið sínum besta árangri á nýliðnu tímabili, endaði í tíunda sæti og var lengi vel að daðra við Evrópubaráttu. Undir stjórn Frank hefur Brentford gert mörg góð kaup, hann er maðurinn sem fékk meðal annars Ivan Toney, Bryan Mbuemo, Frank Onyeka, Yoane Wissa og Mikkel Damsgaard til félagsins. Að ógleymdum landsliðsmarkmanni Íslands, Hákoni Rafni Valdimarssyni. Dapur árangur en leikmenn öskuillir Tottenham er í þjálfaraleit eftir að hafa rekið Ange Postecoglou, fáeinum dögum eftir að hann stýrði liðinu að fyrsta titlinum í sautján ár. Í yfirlýsingu Tottenham segir að ákvörðunin sé tekin með hag félagsins að leiðarljósi. Ekki sé hægt að líta fram hjá döprum árangri í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Leikmenn liðsins eru sagðir margir mjög ósáttir, öskuillir jafnvel og í uppreisnarhug. „Leikmennirnir eru mjög reiðir yfir því sem hefur gerst og hvernig félagið hagaði sínum málum. Það verður mjög erfitt fyrir næsta knattspyrnustjóra,“ sagði heimildarmaður við Telegraph. Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Frank er sagður falur fyrir tíu milljónir punda, kaupverð þjálfarans samkvæmt klásúlu í samningnum við Brentford og Tottenham er talið tilbúið að greiða þá upphæð. Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir svo frá því að viðræður þjálfarans og félagsins séu „á lokastigi.“ Thomas Frank tók við Brentford haustið 2018 þegar liðið sat um miðja næstefstu deild. Undir hans stjórn fór liðið tvisvar í úrslitaleik upp á sæti í ensku úrvalsdeildinni og vann í seinna skiptið árið 2021. Síðan þá hefur liðið verið laust við fallbaráttu og þrátt fyrir að selja stórstjörnuna Ivan Toney náði liðið sínum besta árangri á nýliðnu tímabili, endaði í tíunda sæti og var lengi vel að daðra við Evrópubaráttu. Undir stjórn Frank hefur Brentford gert mörg góð kaup, hann er maðurinn sem fékk meðal annars Ivan Toney, Bryan Mbuemo, Frank Onyeka, Yoane Wissa og Mikkel Damsgaard til félagsins. Að ógleymdum landsliðsmarkmanni Íslands, Hákoni Rafni Valdimarssyni. Dapur árangur en leikmenn öskuillir Tottenham er í þjálfaraleit eftir að hafa rekið Ange Postecoglou, fáeinum dögum eftir að hann stýrði liðinu að fyrsta titlinum í sautján ár. Í yfirlýsingu Tottenham segir að ákvörðunin sé tekin með hag félagsins að leiðarljósi. Ekki sé hægt að líta fram hjá döprum árangri í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Leikmenn liðsins eru sagðir margir mjög ósáttir, öskuillir jafnvel og í uppreisnarhug. „Leikmennirnir eru mjög reiðir yfir því sem hefur gerst og hvernig félagið hagaði sínum málum. Það verður mjög erfitt fyrir næsta knattspyrnustjóra,“ sagði heimildarmaður við Telegraph.
Enski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira