Nefndirnar sem smíða orðin: Lýðnetið víkur fyrir internetinu og þjarki fyrir bóta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 12:07 Orðanefndir fagfélaga hafa áhrif á orðanotkun Íslendinga þó lítið fyrir þeim fari. Vísir/Samsett Lýðnetið víkur fyrir internetinu og þjarki og yrki víkja fyrir bóta og botta. Tæplega 500 orðum var á dögunum bætt við tölvuorðasafnið sem er hluti af íðorðabanka Árnastofnunar. Fólkið sem situr í orðanefndum fagorðasafna sinnir vanmetnu starfi í þágu viðnámsþróttar íslenskunnar en sannkölluð breiðfylking tekur þátt í þessu framlínustarfi. Öll tæknifélög bera ábyrgð á því að sinna þýðingum á hugtökum í sínum geira. Arnheiður Guðmundsdóttir er formaður Skýs, félags fólks sem starfar við eða hefur áhuga á upplýsingatækni, og fer jafnframt fyrir orðanefnd félagsins. Nefndin ber ábyrgð á tölvuorðasafni íðorðabankans í samstarfi við Árnastofnun og er því áhrifavaldur í íslensku samfélagi þó lítið fari fyrir henni. Fjöldi orða sem eru nú hluti af daglegu orðfæri Íslendinga voru listilega smíðuð á reglulegum fundum nefndarinnar sem fræðifólk, fagfólk, embættis- og áhugafólk sækir í jöfnum mæli. Dularfullir máláhrifavaldar Arnheiður Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Skýs.Aðsend Arnheiður segir að orðanefndir líkt og hennar eigin vera útbreiddari en fólk gerir sér grein fyrir. Hver fagstétt beri ábyrgð á að þýða hugtök innan fagsins sem eru svo hýst í stórum og gagnlegum íðorðabanka Árnastofnunar. Í bankanum má finna sérstök orðasöfn tileinkuð stjörnufræði, stangveiðum, risaeðlum og sjávarútvegi meðal fjölda annarra. Í tilkynningu á vef Skýs var greint frá því að orðanefnd tölvuorðasafnsins væri að falla frá orðum eins og þjarki, yfir vélmenni, og yrki yfir hugbúnaðarmenni, og mælti frekar með orðunum bóti og botti í þeirri röð. Þessi eru meðal þeirra tæplega 500 orða sem nýverið var bætt við tölvuorðasafnið en tækni- og tölvugeirinn er á fleygiferð um þessar mundir og nauðsynlegt að brydda upp á góðum íslenskum orðum áður en þau ensku ná að festa rætur. Það vakti þó athygli blaðamanns hve enskuleg nýju orðin voru, ef þannig má að orði komast, og í kjölfarið hver stefna þessara dulúðlegu máláhrifavalda er í nýyrðasmíðum. Aðföngum sankað víða að Arnheiður segir jafnvægislist að samræma orðasafnið við raunverulega notkun fagfólks á hugtökum. „Fyrir þrjátíu árum var ákveðið að internetið væri lýðnetið. Það hefur ekki náð fótfestu. Nú erum við bara að leggja til að það sé bara netið,“ segir hún. „Við erum ekki alltaf að búa til orð. Við fáum inn, söfnum saman og skráum í safnið. Svo aðlögum við og samræmum,“ segir Arnheiður. Hún segir að fólk héðan og þaðan sitji í nefndinni. Fræðifólk, embættismenn og áhugamenn komi að orðasmíðinni. Þá safni nefndin einnig orðasöfnum sem fólk innan geirans hefur tekið saman. „Við erum alltaf að leita að orðalistum frá fólki. Við erum til dæmis nýbúin að fá orðalista frá netöryggissveitinni CERTIS. Við erum alltaf líka að vinna með þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins sem er að þýða reglugerðir. Þau eru alltaf í vandræðum þannig við erum með aðila frá þeim í nefndinni,“ segir hún. Fjölbreytt sjónarmið sótt Íðorðabanki Árnastofnunar er aðgengilegur á netinu og fer að nálgast fertugsaldurinn.Árnastofnun Arnheiður segir það stefnu nefndarinnar að smíða ný og lýsandi orð út frá íslenskum grunni. Hún tekur til dæmis íslenska orðið tölva sem smíðað var úr orðunum tala og völva. Það séu ekki margar þjóðir sem geti státað sig af eigin orði yfir þetta fyrirbæri sem gengur yfirleitt undir nafninu kompjúter erlendis. „Það er oft tenging í eitthvað gamalt. Við erum með fólk úr háskólanum. Við erum með sérfræðinga í gervigreind og svona og við erum með málfræðing. Við setjum alveg í einn og hálfan tíma aðra hverja viku. Við hættum ekki fyrr en allir eru sammála um orð. Við erum að reyna að fá svolítið fjölbreyttar skoðanir í þetta, leggjum oft til hliðar og skoðum aftur eftir mánuð og þá er maður aðeins búinn að melta þetta og bera þetta undir fólk. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni,“ segir hún. Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Öll tæknifélög bera ábyrgð á því að sinna þýðingum á hugtökum í sínum geira. Arnheiður Guðmundsdóttir er formaður Skýs, félags fólks sem starfar við eða hefur áhuga á upplýsingatækni, og fer jafnframt fyrir orðanefnd félagsins. Nefndin ber ábyrgð á tölvuorðasafni íðorðabankans í samstarfi við Árnastofnun og er því áhrifavaldur í íslensku samfélagi þó lítið fari fyrir henni. Fjöldi orða sem eru nú hluti af daglegu orðfæri Íslendinga voru listilega smíðuð á reglulegum fundum nefndarinnar sem fræðifólk, fagfólk, embættis- og áhugafólk sækir í jöfnum mæli. Dularfullir máláhrifavaldar Arnheiður Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Skýs.Aðsend Arnheiður segir að orðanefndir líkt og hennar eigin vera útbreiddari en fólk gerir sér grein fyrir. Hver fagstétt beri ábyrgð á að þýða hugtök innan fagsins sem eru svo hýst í stórum og gagnlegum íðorðabanka Árnastofnunar. Í bankanum má finna sérstök orðasöfn tileinkuð stjörnufræði, stangveiðum, risaeðlum og sjávarútvegi meðal fjölda annarra. Í tilkynningu á vef Skýs var greint frá því að orðanefnd tölvuorðasafnsins væri að falla frá orðum eins og þjarki, yfir vélmenni, og yrki yfir hugbúnaðarmenni, og mælti frekar með orðunum bóti og botti í þeirri röð. Þessi eru meðal þeirra tæplega 500 orða sem nýverið var bætt við tölvuorðasafnið en tækni- og tölvugeirinn er á fleygiferð um þessar mundir og nauðsynlegt að brydda upp á góðum íslenskum orðum áður en þau ensku ná að festa rætur. Það vakti þó athygli blaðamanns hve enskuleg nýju orðin voru, ef þannig má að orði komast, og í kjölfarið hver stefna þessara dulúðlegu máláhrifavalda er í nýyrðasmíðum. Aðföngum sankað víða að Arnheiður segir jafnvægislist að samræma orðasafnið við raunverulega notkun fagfólks á hugtökum. „Fyrir þrjátíu árum var ákveðið að internetið væri lýðnetið. Það hefur ekki náð fótfestu. Nú erum við bara að leggja til að það sé bara netið,“ segir hún. „Við erum ekki alltaf að búa til orð. Við fáum inn, söfnum saman og skráum í safnið. Svo aðlögum við og samræmum,“ segir Arnheiður. Hún segir að fólk héðan og þaðan sitji í nefndinni. Fræðifólk, embættismenn og áhugamenn komi að orðasmíðinni. Þá safni nefndin einnig orðasöfnum sem fólk innan geirans hefur tekið saman. „Við erum alltaf að leita að orðalistum frá fólki. Við erum til dæmis nýbúin að fá orðalista frá netöryggissveitinni CERTIS. Við erum alltaf líka að vinna með þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins sem er að þýða reglugerðir. Þau eru alltaf í vandræðum þannig við erum með aðila frá þeim í nefndinni,“ segir hún. Fjölbreytt sjónarmið sótt Íðorðabanki Árnastofnunar er aðgengilegur á netinu og fer að nálgast fertugsaldurinn.Árnastofnun Arnheiður segir það stefnu nefndarinnar að smíða ný og lýsandi orð út frá íslenskum grunni. Hún tekur til dæmis íslenska orðið tölva sem smíðað var úr orðunum tala og völva. Það séu ekki margar þjóðir sem geti státað sig af eigin orði yfir þetta fyrirbæri sem gengur yfirleitt undir nafninu kompjúter erlendis. „Það er oft tenging í eitthvað gamalt. Við erum með fólk úr háskólanum. Við erum með sérfræðinga í gervigreind og svona og við erum með málfræðing. Við setjum alveg í einn og hálfan tíma aðra hverja viku. Við hættum ekki fyrr en allir eru sammála um orð. Við erum að reyna að fá svolítið fjölbreyttar skoðanir í þetta, leggjum oft til hliðar og skoðum aftur eftir mánuð og þá er maður aðeins búinn að melta þetta og bera þetta undir fólk. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni,“ segir hún.
Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Lífið Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira