Fer frá City eftir aðeins tvo leiki en tólf titla á sex árum Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 12:45 Scott Carson á margfalt fleiri titla með Manchester City heldur en leiki spilaða. Ryan Crockett/DeFodi Images via Getty Images Einn þekktasti þriðji markmaður ensku úrvalsdeildarinnar og sannarlega sá sigursælasti, Scott Carson, er á förum frá Manchester City. Hann spilaði aðeins tvo leiki fyrir félagið en vann tólf titla síðustu sex árin. Carson gekk fyrst til liðs við Manchester City að láni árið 2019, samdi síðan formlega við félagið árið 2021 og hefur verið þriðji markmaður liðsins síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hann aðeins spilað tvo leiki, hann stóð í rammanum í 4-3 sigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og kom inn á sem varamaður seinustu 17 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn Sporting í Meistaradeildinni árið 2022. Þrátt fyrir lítinn sem engan leiktíma hefur Carson ávallt verið gríðarlega vel metinn í herbúðum City og þjálfarinn Pep Guardiola hefur hrósað honum í hástert fyrir fagmennsku. Scott Carson vann Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn árið 2023. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Til merkis um það má nefna að þrátt fyrir að Carson hafi aldrei uppfyllt leikjafjöldann sem þarf til að vera verðlaunaður með medalíu hefur City alltaf tekið frá eina af aukamedalíunum og gefið honum. Alls hefur Carson því unnið tólf titla með Manchester City síðustu sex árin, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn í tvígang, FA bikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Félagið tilkynnti hins vegar í morgun að hann væri á förum. Talið er að City muni sækjast eftir Marcus Bettinelli frá Chelsea til að taka stöðu þriðja markmanns á eftir Ederson og Stefan Ortega. After six seasons with the Club, Scott Carson will leave Manchester City when his contract expires this summer.We would like to thank Scott for his hard work and dedication and wish him the very best of luck for the future 🩵— Manchester City (@ManCity) June 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Carson gekk fyrst til liðs við Manchester City að láni árið 2019, samdi síðan formlega við félagið árið 2021 og hefur verið þriðji markmaður liðsins síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hann aðeins spilað tvo leiki, hann stóð í rammanum í 4-3 sigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og kom inn á sem varamaður seinustu 17 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn Sporting í Meistaradeildinni árið 2022. Þrátt fyrir lítinn sem engan leiktíma hefur Carson ávallt verið gríðarlega vel metinn í herbúðum City og þjálfarinn Pep Guardiola hefur hrósað honum í hástert fyrir fagmennsku. Scott Carson vann Meistaradeildina, ensku úrvalsdeildina og FA bikarinn árið 2023. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Til merkis um það má nefna að þrátt fyrir að Carson hafi aldrei uppfyllt leikjafjöldann sem þarf til að vera verðlaunaður með medalíu hefur City alltaf tekið frá eina af aukamedalíunum og gefið honum. Alls hefur Carson því unnið tólf titla með Manchester City síðustu sex árin, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn í tvígang, FA bikarinn, Meistaradeildina, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða. Félagið tilkynnti hins vegar í morgun að hann væri á förum. Talið er að City muni sækjast eftir Marcus Bettinelli frá Chelsea til að taka stöðu þriðja markmanns á eftir Ederson og Stefan Ortega. After six seasons with the Club, Scott Carson will leave Manchester City when his contract expires this summer.We would like to thank Scott for his hard work and dedication and wish him the very best of luck for the future 🩵— Manchester City (@ManCity) June 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira