Sviptur fyrirliðabandinu og mun aldrei spila fyrir þjálfara Póllands Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 11:01 Robert Lewandowski mun ekki spila aftur fyrir Pólland meðan Michal Probierz er landsliðsþjálfari. Christof Koepsel - UEFA/UEFA via Getty Images Eftir að hafa verið sviptur fyrirliðabandinu hefur Robert Lewandowski tilkynnt að hann muni aldrei spila fyrir núverandi landsliðsþjálfara Póllands, Michal Probierz. Lewandowski er leikja- og markahæsti maður Póllands frá upphafi með 85 mörk í 158 landsleikjum og hafði verið fyrirliði síðan 2014. Hann gaf ekki kost á sér í núverandi landsliðsverkefni, vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu eftir langt tímabil með Barcelona. Í fjarveru hans var Kamil Grosicki gerður að fyrirliða í einn leik, síðasta landsleiknum á hans ferli, gegn Moldóvu síðasta föstudag. Þjálfari Póllands, Michal Probierz, ákvað svo að gera Piotr Zielinski að formlegum fyrirliða í gær og svipta Lewandowski bandinu sem hann hefur borið í meira en áratug. Ákvörðun hans var tilkynnt í gær og síðan sett á samfélagsmiðla til staðfestingar. Decyzją selekcjonera Michała Probierza nowym kapitanem reprezentacji Polski został Piotr Zieliński. Selekcjoner osobiście poinformował o swojej decyzji Roberta Lewandowskiego, całą drużynę oraz sztab szkoleniowy. 🇵🇱 pic.twitter.com/ekcSvkRBSK— Łączy nas piłka (@LaczyNasPilka) June 8, 2025 Lewandowski var ekki lengi að bregðast við og setti inn sögufærslu á Instagram þar sem hann sagðist ekki ætla að spila með landsliðinu svo lengi sem Probierz væri við störf. Lewandowski tjáði óánægju sína á Instagram.@_rl9 „Í ljósi aðstæðna og tapaðs trausts frá landsliðsþjálfara Póllands hef ég ákveðið að taka skref til baka og hætta að spila fyrir landsliðið svo lengi sem hann er þjálfari. Ég vona að ég fái tækifæri til að spila aftur fyrir framan bestu aðdáendur veraldar“ skrifaði Lewandowski. Pólland á leik framundan gegn Finnlandi á morgun í undankeppni HM. Leikurinn verður sá fyrsti hjá Zielinski sem fyrirliða og hann fær það erfiða verkefni að mæta á blaðamannafund síðar í dag, sem mun að mestu snúast um Lewandowski miðað við tilkynningu pólska knattspyrnusambandsins í morgun. Þar segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist frá fjölmiðlum vegna málsins og þeim verði svarað á blaðamannafundinum síðdegis. W nawiązaniu do dzisiejszych wydarzeń i wielu zapytań ze strony mediów, informujemy, że selekcjoner Michał Probierz odpowie na pytania dziennikarzy na jutrzejszej konferencji prasowej przed meczem z Finlandią (godz. 15:15 czasu polskiego, 16:15 czasu lokalnego, Stadion Olimpijski… pic.twitter.com/boTOcjTHvM— PZPN (@pzpn_pl) June 8, 2025 Þjóðadeild karla í fótbolta Pólland Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Lewandowski er leikja- og markahæsti maður Póllands frá upphafi með 85 mörk í 158 landsleikjum og hafði verið fyrirliði síðan 2014. Hann gaf ekki kost á sér í núverandi landsliðsverkefni, vegna líkamlegrar og andlegrar þreytu eftir langt tímabil með Barcelona. Í fjarveru hans var Kamil Grosicki gerður að fyrirliða í einn leik, síðasta landsleiknum á hans ferli, gegn Moldóvu síðasta föstudag. Þjálfari Póllands, Michal Probierz, ákvað svo að gera Piotr Zielinski að formlegum fyrirliða í gær og svipta Lewandowski bandinu sem hann hefur borið í meira en áratug. Ákvörðun hans var tilkynnt í gær og síðan sett á samfélagsmiðla til staðfestingar. Decyzją selekcjonera Michała Probierza nowym kapitanem reprezentacji Polski został Piotr Zieliński. Selekcjoner osobiście poinformował o swojej decyzji Roberta Lewandowskiego, całą drużynę oraz sztab szkoleniowy. 🇵🇱 pic.twitter.com/ekcSvkRBSK— Łączy nas piłka (@LaczyNasPilka) June 8, 2025 Lewandowski var ekki lengi að bregðast við og setti inn sögufærslu á Instagram þar sem hann sagðist ekki ætla að spila með landsliðinu svo lengi sem Probierz væri við störf. Lewandowski tjáði óánægju sína á Instagram.@_rl9 „Í ljósi aðstæðna og tapaðs trausts frá landsliðsþjálfara Póllands hef ég ákveðið að taka skref til baka og hætta að spila fyrir landsliðið svo lengi sem hann er þjálfari. Ég vona að ég fái tækifæri til að spila aftur fyrir framan bestu aðdáendur veraldar“ skrifaði Lewandowski. Pólland á leik framundan gegn Finnlandi á morgun í undankeppni HM. Leikurinn verður sá fyrsti hjá Zielinski sem fyrirliða og hann fær það erfiða verkefni að mæta á blaðamannafund síðar í dag, sem mun að mestu snúast um Lewandowski miðað við tilkynningu pólska knattspyrnusambandsins í morgun. Þar segir að fjölmargar fyrirspurnir hafi borist frá fjölmiðlum vegna málsins og þeim verði svarað á blaðamannafundinum síðdegis. W nawiązaniu do dzisiejszych wydarzeń i wielu zapytań ze strony mediów, informujemy, że selekcjoner Michał Probierz odpowie na pytania dziennikarzy na jutrzejszej konferencji prasowej przed meczem z Finlandią (godz. 15:15 czasu polskiego, 16:15 czasu lokalnego, Stadion Olimpijski… pic.twitter.com/boTOcjTHvM— PZPN (@pzpn_pl) June 8, 2025
Þjóðadeild karla í fótbolta Pólland Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira