Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 11:32 Harry Kane reddaði málunum fyrir Thomas Tuchel og lærisveina hans en þýski þjálfarinn var ekki sáttur þrátt fyrir sigur. Getty/Alex Caparros/Judit Cartiel Enska landsliðið er á toppi síns riðils í undankeppni HM með fullt hús og hreint mark en frammistaðan hefur þó ekki verið að heilla marga. Einn af þeim sem er ósáttur er sjálfur landsliðsþjálfarinn. Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að stýra liðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en liðið vann nauman 1-0 sigur á smáliði Andorra í gær. Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það í viðtali eftir leikinn. „Ég var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna undir lok leiksins. Ég var ánægður með menn í byrjun en ég var alls ekki sáttur við síðasta hálftímann,“ sagði Thomas Tuchel við The Guardian. Tuchel nefndi sérstaklega líkamstjáningu leikmanna sinna. Hann lýsti leiknum eins og bikarleik þar sem sigurstranglegra liðið áttar sig ekki á hættunni. „Það vantaði upp á ákefð og að menn gerðu sér betur grein fyrir alvarleika þess að vera að spila í undankeppni HM. Þetta var ekki sú líkamstjáning sem ég vil sjá frá mínum leikmönnum í leik eins og þessum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham, Harry Kane og Cole Palmer voru allir með í leiknum en samt marði enska liðið bara 1-0 sigur á móti 173. besta landsliði heims. „Við getum og við verðum að gera betur. Við vorum orkulausir. Við verðum bara að viðurkenna það og passa upp á að það gerist ekki aftur ,“ sagði Tuchel og vildi ekki afsaka leikmennina vegna þess að þeir væru þreyttir eftir langt tímabil. „Landsleikjagluggi er landsleikjagluggi. Engar afsakanir. Félögin eru ekki hrifin af þessum gluggum og leikmennirnir eru að klára langt tímabil. XG (áætluð mörk) hjá okkur var þrír en við skoruðum bara eitt mark. Vanalega eru mörkin hærri tala en Xg í leikjum sem þessum vegna þess að gæðin eru svo mikið meiri hjá öðru liðinu. Það var ekki þannig hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum ekki að tala eitthvað í kringum það,“ sagði Tuchel. Enska liðið er með níu stig af níu mögulegum og hefur ekki enn ekki fengið á sig mark. Auk þess að vinna þennan 1-0 sigur á Andorra hefur liðið unnið 2-0 sigur á Albaníu og 3-0 sigur á Lettlandi. Enska liðið er nú með fimm stiga forskot á liðið í öðru sæti sem er Albanía. Harry kane skoraði eina markið á móti Andorra og hefur skorað í öllum þremur leikjunum. Hann er nú kominn með 72 mörk fyrir enska landsliðið. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, er búinn að stýra liðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum undankeppninnar en liðið vann nauman 1-0 sigur á smáliði Andorra í gær. Tuchel lét ensku landsliðsmennina heyra það í viðtali eftir leikinn. „Ég var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna undir lok leiksins. Ég var ánægður með menn í byrjun en ég var alls ekki sáttur við síðasta hálftímann,“ sagði Thomas Tuchel við The Guardian. Tuchel nefndi sérstaklega líkamstjáningu leikmanna sinna. Hann lýsti leiknum eins og bikarleik þar sem sigurstranglegra liðið áttar sig ekki á hættunni. „Það vantaði upp á ákefð og að menn gerðu sér betur grein fyrir alvarleika þess að vera að spila í undankeppni HM. Þetta var ekki sú líkamstjáning sem ég vil sjá frá mínum leikmönnum í leik eins og þessum,“ sagði Tuchel. Jude Bellingham, Harry Kane og Cole Palmer voru allir með í leiknum en samt marði enska liðið bara 1-0 sigur á móti 173. besta landsliði heims. „Við getum og við verðum að gera betur. Við vorum orkulausir. Við verðum bara að viðurkenna það og passa upp á að það gerist ekki aftur ,“ sagði Tuchel og vildi ekki afsaka leikmennina vegna þess að þeir væru þreyttir eftir langt tímabil. „Landsleikjagluggi er landsleikjagluggi. Engar afsakanir. Félögin eru ekki hrifin af þessum gluggum og leikmennirnir eru að klára langt tímabil. XG (áætluð mörk) hjá okkur var þrír en við skoruðum bara eitt mark. Vanalega eru mörkin hærri tala en Xg í leikjum sem þessum vegna þess að gæðin eru svo mikið meiri hjá öðru liðinu. Það var ekki þannig hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott og við þurfum ekki að tala eitthvað í kringum það,“ sagði Tuchel. Enska liðið er með níu stig af níu mögulegum og hefur ekki enn ekki fengið á sig mark. Auk þess að vinna þennan 1-0 sigur á Andorra hefur liðið unnið 2-0 sigur á Albaníu og 3-0 sigur á Lettlandi. Enska liðið er nú með fimm stiga forskot á liðið í öðru sæti sem er Albanía. Harry kane skoraði eina markið á móti Andorra og hefur skorað í öllum þremur leikjunum. Hann er nú kominn með 72 mörk fyrir enska landsliðið.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira