Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2025 09:00 Heimir Hallgrímsson hefur fengið sinn skammt af gagnrýni frá írskum knattspyrnuspekingum en er nú farinn að vinna þá á sitt band. Getty/Stephen McCarthy Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. Dunphy, sem nú er þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, fór ekki í felur með það að hann væri ekki hrifinn af ráðningu Heimis síðasta sumar. Í pistli sem birtist í september á síðasta ári spyr Dunphy hvort írska knattspyrnusambandið hafi virkilega beðið í sjö mánuði eftir náunga eins og Heimi og segist vera forviða, sár og svekktur og að honum hafi boðið við ráðningunni. Í umræddum pistli segist hann, á sinni 79 ára löngu ævi, aldrei hafa séð hlutina jafn slæma og þá. Þá bætti hann einnig við: „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn,“ og vitnaði þar með í spurningu úr The Star, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. „Það besta sem ég hef séð í mjög langan tíma“ Nú er hljóðið hins vegar annað í Dunphy. Í stuttum pistli sem birtist á Irish Mirror á föstudaginn eys þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands lofi yfir Heimi. „Írar voru frábærir í kvöld,“ ritaði Dunphy eftir jafntefli Íra gegn Senegal í vináttuleik á föstudaginn. „Nú þegar ég horfi á undankeppnisleikina fyrir HM skelf ég ekki af ótta. Ungverjar voru einu sinni frábær knattspyrnuþjóð, en það var árið 1954. Þeir eru ömurlegir núna, en við erum að verða betri,“ bætti Dunphy við, en Írar mæta Ungverjum í undankeppni HM í september. „Þetta var frábær frammistaða hjá Írum - sú besta sem ég hef séð í mjög langan tíma.“ „Ástríðufullir, orkumiklir og öflugir. Þetta var frammistaða sem lét mig horfa á Heimi Hallgrímssom í nýju ljósi, mann sem ég hef áður verið óhræddur við að gagnrýna.“ Írar eru taplausir í síðustu þremur leikjum undir stjórn Heimis.David Fitzgerald/Sportsfile via Getty Images „Þegar hann mætti til starfa á síðasta ári talaði hann um að gera Írland að liði sem er erfitt að vinna. Í þessum leik mátti sjá sönnun þess að hugmyndir þjálfarans voru farnar að skila sér inn á völlinn.“ „Við skulum hrósa mönnum þegar þeir eiga það skilið. Það var erfitt að spila á móti Írlandi í kvöld. Það var líka auðvelt að horfa á liðið og auðvelt að líka við þá. Liðið sýndi frammistöðu sem minnti okkur á allt það sem við erum stolt af sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Dunphy að lokum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Dunphy, sem nú er þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, fór ekki í felur með það að hann væri ekki hrifinn af ráðningu Heimis síðasta sumar. Í pistli sem birtist í september á síðasta ári spyr Dunphy hvort írska knattspyrnusambandið hafi virkilega beðið í sjö mánuði eftir náunga eins og Heimi og segist vera forviða, sár og svekktur og að honum hafi boðið við ráðningunni. Í umræddum pistli segist hann, á sinni 79 ára löngu ævi, aldrei hafa séð hlutina jafn slæma og þá. Þá bætti hann einnig við: „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn,“ og vitnaði þar með í spurningu úr The Star, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. „Það besta sem ég hef séð í mjög langan tíma“ Nú er hljóðið hins vegar annað í Dunphy. Í stuttum pistli sem birtist á Irish Mirror á föstudaginn eys þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands lofi yfir Heimi. „Írar voru frábærir í kvöld,“ ritaði Dunphy eftir jafntefli Íra gegn Senegal í vináttuleik á föstudaginn. „Nú þegar ég horfi á undankeppnisleikina fyrir HM skelf ég ekki af ótta. Ungverjar voru einu sinni frábær knattspyrnuþjóð, en það var árið 1954. Þeir eru ömurlegir núna, en við erum að verða betri,“ bætti Dunphy við, en Írar mæta Ungverjum í undankeppni HM í september. „Þetta var frábær frammistaða hjá Írum - sú besta sem ég hef séð í mjög langan tíma.“ „Ástríðufullir, orkumiklir og öflugir. Þetta var frammistaða sem lét mig horfa á Heimi Hallgrímssom í nýju ljósi, mann sem ég hef áður verið óhræddur við að gagnrýna.“ Írar eru taplausir í síðustu þremur leikjum undir stjórn Heimis.David Fitzgerald/Sportsfile via Getty Images „Þegar hann mætti til starfa á síðasta ári talaði hann um að gera Írland að liði sem er erfitt að vinna. Í þessum leik mátti sjá sönnun þess að hugmyndir þjálfarans voru farnar að skila sér inn á völlinn.“ „Við skulum hrósa mönnum þegar þeir eiga það skilið. Það var erfitt að spila á móti Írlandi í kvöld. Það var líka auðvelt að horfa á liðið og auðvelt að líka við þá. Liðið sýndi frammistöðu sem minnti okkur á allt það sem við erum stolt af sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Dunphy að lokum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira