Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 10:01 Gunnlaugur Árni Sveinsson er aðeins tvítugur en þegar farinn að skapa sér nafn á alþjóðlegum vettvangi. Golfsamband Íslands Íslenski kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson er að gera góða hluti með alþjóðalega liðinu á Arnold Palmer Cup sem er sterkasta áhugamannamót heims. Gunnlaugur fagnaði sigri í báðum leikjum sínum í fjórmenningi á degi tvö. Á öðrum keppnisdegi voru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Þann fyrri vann hann með hinum norska Michael Alexander Mjaaset. Þeir mættu þar sterkasta pari Bandaríkjanna í Jackson Koivun og Carson Bacha. Koivun er annar á heimslistanum og Bacha situr í því nítjánda. Gunnlaugur og Michael sigruðu bandaríska teymið eftir ótrúlegar seinni níu holur. Í seinni umferð dagsins spilaði Gunnlaugur með hinni öflugu Maria José Marin frá Kólumbíu en hún situr í fimmta sæti á heimslista kvenna. Þau mættu þar Bandaríkjamönnunum Austin Duncan og Kendall Todd. Gunnaugur og Maria voru yfir allan tímann og kláruðu leikinn á sautjándu holunni þegar þau voru komin þremur holum yfir. Gunnaugur hjálpaði því alþjóðlega liðinu að ná í tvö mikilvæg stig í baráttunni. Það má lesa meira um þetta á heimasíðu golfsambandsins. Staðan fyrir lokadaginn er 20-16 fyrir alþjóðlega liðið. Á síðasta keppnisdegi er leikinn tvímenningur. Gunnlaugur, sem er fæddur 2005, stundar nám við LSU í Louisiana og hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu. Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Gunnlaugur fagnaði sigri í báðum leikjum sínum í fjórmenningi á degi tvö. Á öðrum keppnisdegi voru leiknar 36 holur. Báðir hringirnir eru leiknir í fjórmenning, þar sem kylfingar leika einum bolta og skiptast á að slá. Þann fyrri vann hann með hinum norska Michael Alexander Mjaaset. Þeir mættu þar sterkasta pari Bandaríkjanna í Jackson Koivun og Carson Bacha. Koivun er annar á heimslistanum og Bacha situr í því nítjánda. Gunnlaugur og Michael sigruðu bandaríska teymið eftir ótrúlegar seinni níu holur. Í seinni umferð dagsins spilaði Gunnlaugur með hinni öflugu Maria José Marin frá Kólumbíu en hún situr í fimmta sæti á heimslista kvenna. Þau mættu þar Bandaríkjamönnunum Austin Duncan og Kendall Todd. Gunnaugur og Maria voru yfir allan tímann og kláruðu leikinn á sautjándu holunni þegar þau voru komin þremur holum yfir. Gunnaugur hjálpaði því alþjóðlega liðinu að ná í tvö mikilvæg stig í baráttunni. Það má lesa meira um þetta á heimasíðu golfsambandsins. Staðan fyrir lokadaginn er 20-16 fyrir alþjóðlega liðið. Á síðasta keppnisdegi er leikinn tvímenningur. Gunnlaugur, sem er fæddur 2005, stundar nám við LSU í Louisiana og hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta ári í háskólagolfinu.
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira