Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. júní 2025 16:03 Finneas O'Connell sem notast við listamannsnafnið FINNEAS er að byrja með hljómsveit. Jakubaszek/Redferns Tónlistarmaðurinn Finneas, sem er hvað þekktastur fyrir að vera samstarfsmaður og bróðir súperstjörnunnar Billie Eilish, var að stofna hljómsveitina The Favor. Með honum í sveitinni er söngkonan Ashe og þykir tvíeykið minna gríðarlega á goðsagnakenndu hljómsveitina Fleetwood Mac. Finneas, sem er 27 ára gamall, hefur unnið tónlist með systur sinni frá því hún var unglingur. Lögin eru mörg hver með hundruði milljóna spilanna á streymisveitunni Spotify en samhliða þessu stóra verkefni hefur Finneas unnið að eigin efni. „Við stofnuðum hljómsveit sem heitir The Favors. Fyrsta breiðskífan okkar The Dream kemur út 19. september næstkomandi,“ skrifar Finneas á Instagram og bætir við að fyrsta lagið komi út núna á föstudaginn 6. júní. „Það fór gríðarlega mikil ástríða í það að gera þessa tónlist í leyni og við getum ekki beðið eftir að koma henni til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by The Favors (@wearethefavors) Finneas tók sömuleiðis fram að hann gæti ekki verið stoltari af verkefninu. Við Ashe höfum verið að vinna að þessu af fullum krafti síðastliðna átján mánuði og ég meina það innilega þegar ég segi að ég gæti ekki fundið fyrir meira stolti. David Marinelli er á trommum og Ricky Gourmet á gítar. Ég elska að vera í hljómsveit.“ Í athugasemdum við færsluna bæði á Instagram og Facebook leynir það sér ekki að aðdáendum þykir hljómsveitin minna skuggalega mikið á Fleetwood Mac en Finneas og Ashe sækja innblástur í sjöunda áratugs stílinn. „Velkomin til baka Fleetwood Mac,“ skrifar einn notandi og annar skrifar: „Ég veit ekki hver þarf að heyra þetta en nei, þú ert ekki fyrsta manneskjan til að taka eftir innblæstrinum frá Fleetwood Mac.“ Tónlist Hollywood Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Finneas, sem er 27 ára gamall, hefur unnið tónlist með systur sinni frá því hún var unglingur. Lögin eru mörg hver með hundruði milljóna spilanna á streymisveitunni Spotify en samhliða þessu stóra verkefni hefur Finneas unnið að eigin efni. „Við stofnuðum hljómsveit sem heitir The Favors. Fyrsta breiðskífan okkar The Dream kemur út 19. september næstkomandi,“ skrifar Finneas á Instagram og bætir við að fyrsta lagið komi út núna á föstudaginn 6. júní. „Það fór gríðarlega mikil ástríða í það að gera þessa tónlist í leyni og við getum ekki beðið eftir að koma henni til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by The Favors (@wearethefavors) Finneas tók sömuleiðis fram að hann gæti ekki verið stoltari af verkefninu. Við Ashe höfum verið að vinna að þessu af fullum krafti síðastliðna átján mánuði og ég meina það innilega þegar ég segi að ég gæti ekki fundið fyrir meira stolti. David Marinelli er á trommum og Ricky Gourmet á gítar. Ég elska að vera í hljómsveit.“ Í athugasemdum við færsluna bæði á Instagram og Facebook leynir það sér ekki að aðdáendum þykir hljómsveitin minna skuggalega mikið á Fleetwood Mac en Finneas og Ashe sækja innblástur í sjöunda áratugs stílinn. „Velkomin til baka Fleetwood Mac,“ skrifar einn notandi og annar skrifar: „Ég veit ekki hver þarf að heyra þetta en nei, þú ert ekki fyrsta manneskjan til að taka eftir innblæstrinum frá Fleetwood Mac.“
Tónlist Hollywood Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“