Skráði óvart 51 árs gamla konu í landsliðið og nýliðinn mátti ekki spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2025 22:45 Nanne Ruuskanen sést hér bregða á leik í myndatöku fyrir þatttöku Brann í Meistaradeildinni. Getty/Jan Kruger Nanne Ruuskanen var valin í finnska kvennalandsliðið í fótbolta í fyrsta skiptið á dögunum en hún má ekki taka þátt í leik liðsins í kvöld. Ástæðan eru klaufaleg mistök finnska liðstjórans. Hin 23 ára gamla Ruuskanen átti að vera í hópnum á móti Serbíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Í stað þess að skrá Ruuskanen inn í kerfið hjá UEFA þá fór liðsstjórinn Outi Saarinen mannavillt. Finnska blaðið ltalehti segir frá. Hann skráði óvart Stina Ruuskanen í hópinn í staðinn fyrir Nönnu Ruuskanen. Stina Ruuskanen er 51 árs gömul og spilaði nokkra landsleiki fyrir Finna á síðustu öld. Saarinen baðst afsökunar á mistökum sínum á miðum finnska knattspyrnusambandsins. „Nanna var auðvitað mjög vonsvikin en tók fréttunum ótrúlega vel miðað við aðstæður. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ sagði Saarinen. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en á leikdegi en þá má ekki lengur breyta leikmannahópnum. Það eru ekki aðeins Finnar sem gera svona mistök. Þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir misstu báðar af landsleik á móti Austurríki í undankeppni EM í maí í fyrra vegna sams konar mistaka. Ólíkt finnska sambandinu þá tók enginn starfsmaður íslenska sambandsins þó ábyrgð á þeim mistökum. „Vegna tæknilegra örðugleika við skráningu í mótakerfa UEFA og afleiddra mannlegra mistaka verða þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir ekki í leikmannahópi A kvenna gegn Austurríki í dag. Fulltrúar KSÍ hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið með fulltrúum UEFA, en án árangurs,“ sagði í yfirlýsingu KSÍ. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Hin 23 ára gamla Ruuskanen átti að vera í hópnum á móti Serbíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Í stað þess að skrá Ruuskanen inn í kerfið hjá UEFA þá fór liðsstjórinn Outi Saarinen mannavillt. Finnska blaðið ltalehti segir frá. Hann skráði óvart Stina Ruuskanen í hópinn í staðinn fyrir Nönnu Ruuskanen. Stina Ruuskanen er 51 árs gömul og spilaði nokkra landsleiki fyrir Finna á síðustu öld. Saarinen baðst afsökunar á mistökum sínum á miðum finnska knattspyrnusambandsins. „Nanna var auðvitað mjög vonsvikin en tók fréttunum ótrúlega vel miðað við aðstæður. Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ sagði Saarinen. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en á leikdegi en þá má ekki lengur breyta leikmannahópnum. Það eru ekki aðeins Finnar sem gera svona mistök. Þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir misstu báðar af landsleik á móti Austurríki í undankeppni EM í maí í fyrra vegna sams konar mistaka. Ólíkt finnska sambandinu þá tók enginn starfsmaður íslenska sambandsins þó ábyrgð á þeim mistökum. „Vegna tæknilegra örðugleika við skráningu í mótakerfa UEFA og afleiddra mannlegra mistaka verða þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir ekki í leikmannahópi A kvenna gegn Austurríki í dag. Fulltrúar KSÍ hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið með fulltrúum UEFA, en án árangurs,“ sagði í yfirlýsingu KSÍ.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira