Ísak áreittur af stuðningsmönnum: „Hef aldrei séð svona áður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. júní 2025 08:02 Ísak Bergmann í leik með Fortuna Düsseldorf. Stefan Brauer/DeFodi Images via Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson varð að loka fyrir athugasemdir á samfélagsmiðlum þegar hann samdi við Köln. Hann yfirgefur erkifjendurna í Düsseldorf og fær að upplifa drauminn, að spila í Bundesligunni. Landsliðsmaðurinn gerir samning við Köln til ársins 2030 en liðið tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hafði verið á mála hjá Fortuna Düsseldorf síðan 2023. Köln greiðir 800 milljónir íslenskar fyrir leikmanninn. Hann lék alls 61 leik fyrir Fortuna Dusseldorf í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Ísak er nú staddur í Skotlandi að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Skotum á föstudagskvöldið. „Mér líður mjög vel að fá að upplifa að spila í Bundesligunni. Auðvitað eru þetta smá blendnar tilfinningar því það er búið að vera mjög mikið í gangi því að Köln og Düsseldorf eru erkifjendur og ég er búinn að fá mikið af skilaboðum og ég þurfti að slökkva á athugasemdum á Instagram. En ég er ótrúlega ánægður og stoltur að fá að spila í efstu deild sem hefur verið draumur frá því ég var lítill strákur,“ segir Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Vissi að þetta kæmi „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun.“ Ísak fór frá Íslandi með einkaflugvél til að ganga frá samningi sínum við Köln. „Köln fær bara hrós fyrir þetta. Þeir sendu vélina til Íslands þar sem ég var að fara út með landsliðinu. Þetta var mjög pro og ég hef aldrei prufað að fara í svona vél og er kannski ekki mikil týpa til að fara í svona vél. En þetta var mjög gaman en ég og kærastan eru samt smá flughrædd en þetta gekk vel.“ Hann segir að forsvarsmenn Köln hafi mikla trúa sér. „Þeir hafa trú á mér á miðjusvæðinu og hafa verið að fylgjast með mér lengi. Það er stutt fyrir þá að fara frá Köln yfir til Düsseldorf.“ Þýski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Landsliðsmaðurinn gerir samning við Köln til ársins 2030 en liðið tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hafði verið á mála hjá Fortuna Düsseldorf síðan 2023. Köln greiðir 800 milljónir íslenskar fyrir leikmanninn. Hann lék alls 61 leik fyrir Fortuna Dusseldorf í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Ísak er nú staddur í Skotlandi að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Skotum á föstudagskvöldið. „Mér líður mjög vel að fá að upplifa að spila í Bundesligunni. Auðvitað eru þetta smá blendnar tilfinningar því það er búið að vera mjög mikið í gangi því að Köln og Düsseldorf eru erkifjendur og ég er búinn að fá mikið af skilaboðum og ég þurfti að slökkva á athugasemdum á Instagram. En ég er ótrúlega ánægður og stoltur að fá að spila í efstu deild sem hefur verið draumur frá því ég var lítill strákur,“ segir Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Vissi að þetta kæmi „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun.“ Ísak fór frá Íslandi með einkaflugvél til að ganga frá samningi sínum við Köln. „Köln fær bara hrós fyrir þetta. Þeir sendu vélina til Íslands þar sem ég var að fara út með landsliðinu. Þetta var mjög pro og ég hef aldrei prufað að fara í svona vél og er kannski ekki mikil týpa til að fara í svona vél. En þetta var mjög gaman en ég og kærastan eru samt smá flughrædd en þetta gekk vel.“ Hann segir að forsvarsmenn Köln hafi mikla trúa sér. „Þeir hafa trú á mér á miðjusvæðinu og hafa verið að fylgjast með mér lengi. Það er stutt fyrir þá að fara frá Köln yfir til Düsseldorf.“
Þýski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira