Ísak áreittur af stuðningsmönnum: „Hef aldrei séð svona áður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. júní 2025 08:02 Ísak Bergmann í leik með Fortuna Düsseldorf. Stefan Brauer/DeFodi Images via Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson varð að loka fyrir athugasemdir á samfélagsmiðlum þegar hann samdi við Köln. Hann yfirgefur erkifjendurna í Düsseldorf og fær að upplifa drauminn, að spila í Bundesligunni. Landsliðsmaðurinn gerir samning við Köln til ársins 2030 en liðið tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hafði verið á mála hjá Fortuna Düsseldorf síðan 2023. Köln greiðir 800 milljónir íslenskar fyrir leikmanninn. Hann lék alls 61 leik fyrir Fortuna Dusseldorf í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Ísak er nú staddur í Skotlandi að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Skotum á föstudagskvöldið. „Mér líður mjög vel að fá að upplifa að spila í Bundesligunni. Auðvitað eru þetta smá blendnar tilfinningar því það er búið að vera mjög mikið í gangi því að Köln og Düsseldorf eru erkifjendur og ég er búinn að fá mikið af skilaboðum og ég þurfti að slökkva á athugasemdum á Instagram. En ég er ótrúlega ánægður og stoltur að fá að spila í efstu deild sem hefur verið draumur frá því ég var lítill strákur,“ segir Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Vissi að þetta kæmi „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun.“ Ísak fór frá Íslandi með einkaflugvél til að ganga frá samningi sínum við Köln. „Köln fær bara hrós fyrir þetta. Þeir sendu vélina til Íslands þar sem ég var að fara út með landsliðinu. Þetta var mjög pro og ég hef aldrei prufað að fara í svona vél og er kannski ekki mikil týpa til að fara í svona vél. En þetta var mjög gaman en ég og kærastan eru samt smá flughrædd en þetta gekk vel.“ Hann segir að forsvarsmenn Köln hafi mikla trúa sér. „Þeir hafa trú á mér á miðjusvæðinu og hafa verið að fylgjast með mér lengi. Það er stutt fyrir þá að fara frá Köln yfir til Düsseldorf.“ Þýski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn gerir samning við Köln til ársins 2030 en liðið tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hafði verið á mála hjá Fortuna Düsseldorf síðan 2023. Köln greiðir 800 milljónir íslenskar fyrir leikmanninn. Hann lék alls 61 leik fyrir Fortuna Dusseldorf í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Ísak er nú staddur í Skotlandi að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Skotum á föstudagskvöldið. „Mér líður mjög vel að fá að upplifa að spila í Bundesligunni. Auðvitað eru þetta smá blendnar tilfinningar því það er búið að vera mjög mikið í gangi því að Köln og Düsseldorf eru erkifjendur og ég er búinn að fá mikið af skilaboðum og ég þurfti að slökkva á athugasemdum á Instagram. En ég er ótrúlega ánægður og stoltur að fá að spila í efstu deild sem hefur verið draumur frá því ég var lítill strákur,“ segir Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Vissi að þetta kæmi „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun.“ Ísak fór frá Íslandi með einkaflugvél til að ganga frá samningi sínum við Köln. „Köln fær bara hrós fyrir þetta. Þeir sendu vélina til Íslands þar sem ég var að fara út með landsliðinu. Þetta var mjög pro og ég hef aldrei prufað að fara í svona vél og er kannski ekki mikil týpa til að fara í svona vél. En þetta var mjög gaman en ég og kærastan eru samt smá flughrædd en þetta gekk vel.“ Hann segir að forsvarsmenn Köln hafi mikla trúa sér. „Þeir hafa trú á mér á miðjusvæðinu og hafa verið að fylgjast með mér lengi. Það er stutt fyrir þá að fara frá Köln yfir til Düsseldorf.“
Þýski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira