Blessaði Ancelotti við styttuna af Jesú Kristi í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2025 23:32 Carlo Ancelotti og styttan heimsfræga af Jesús Kristi í Ríó. Getty/ Diego Souto/Fernando Souza Brasilíumenn hafa mikla trú á nýráðnum landsliðsþjálfara sínum Carlo Ancelotti og gera líka allt til þess að ítalski þjálfarinn hefji störf í sátt við Guð almáttugan. Ancelotti hætti með Real Madrid eftir tímabilið og stýrir því liðinu ekki í heimsmeistarakeppni félagsliða seinna í þessum mánuði. Þess í stað dreif hann sig yfir Atlantshafið til Brasilíu og skrifaði undir samning sem nýr þjálfari brasilíska landsliðsins. Brasilíska landsliðið hefur verið í miklu basli og er óvenju neðarlega í undankeppni HM þótt að mikið þurfi að gerast til að þeir missi af HM 2026. Ancelotti var kynntur um helgina og í framhaldinu var farið með hann upp að styttunni frægu af Jesú Kristi sem stendur á fjalli fyrir ofan borgina Ríó. Þar var mættur presturinn Ómar, sem er hefur yfirumsjón með þessum mikla helgistað í huga brasilísku þjóðarinnar. Ómar blessaði Ancelotti við fætur styttunnar sem var táknræn stund fyrir þann mikla vilja til þess að ítalski þjálfarinn komi brasilíska landsliðinu aftur á rétta braut. Brasilíumenn vilja fá brasilísku þjóðina með sér og þetta var skref í því að fá hina trúuðu Brasilíumenn með á Ancelotti vagninn. Ancelotti talaði sjálfur um að hann væri að taka við besta landsliði heims og að hann ætlaði að ná í sjötta heimsmeistaratitilinn á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Ancelotti var ánægður með allt saman og lofaði líka að hann ætlaði sér að koma aftur upp að styttunni af Jesú Kristi og þá með alla fjölskyldu sína. View this post on Instagram A post shared by Santuário Cristo Redentor (@cristoredentoroficial) Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira
Ancelotti hætti með Real Madrid eftir tímabilið og stýrir því liðinu ekki í heimsmeistarakeppni félagsliða seinna í þessum mánuði. Þess í stað dreif hann sig yfir Atlantshafið til Brasilíu og skrifaði undir samning sem nýr þjálfari brasilíska landsliðsins. Brasilíska landsliðið hefur verið í miklu basli og er óvenju neðarlega í undankeppni HM þótt að mikið þurfi að gerast til að þeir missi af HM 2026. Ancelotti var kynntur um helgina og í framhaldinu var farið með hann upp að styttunni frægu af Jesú Kristi sem stendur á fjalli fyrir ofan borgina Ríó. Þar var mættur presturinn Ómar, sem er hefur yfirumsjón með þessum mikla helgistað í huga brasilísku þjóðarinnar. Ómar blessaði Ancelotti við fætur styttunnar sem var táknræn stund fyrir þann mikla vilja til þess að ítalski þjálfarinn komi brasilíska landsliðinu aftur á rétta braut. Brasilíumenn vilja fá brasilísku þjóðina með sér og þetta var skref í því að fá hina trúuðu Brasilíumenn með á Ancelotti vagninn. Ancelotti talaði sjálfur um að hann væri að taka við besta landsliði heims og að hann ætlaði að ná í sjötta heimsmeistaratitilinn á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Ancelotti var ánægður með allt saman og lofaði líka að hann ætlaði sér að koma aftur upp að styttunni af Jesú Kristi og þá með alla fjölskyldu sína. View this post on Instagram A post shared by Santuário Cristo Redentor (@cristoredentoroficial)
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira