Heitustu rapparar landsins í eina sæng Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. júní 2025 14:01 Rappararnir Birnir og Aron Can voru að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Dyrnar. Skjáskot Tónlistarmaðurinn Birnir hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og á að baki sér marga smelli. Birnir, sem er 29 ára gamall, gaf á dögunum út plötuna Dyrnar og hafa mörg lög hennar skotist upp á vinsældarlista landsins. Þar sameinar hann meðal annars krafta sína við rapparann Aron Can og voru þeir að gefa út tónlistarmyndband. Lagið sem um ræðir heitir Vopn. Strákarnir unnu myndbandið með leikstjóranum Erlendi Sveinssyni sem segir það einhvers konar óð til sjávarútvegsins. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Birnir & Aron Can - Vopn Myndbandið var gefið út í gær á Sjómannadaginn og var tekið upp á Snæfellsnesi. Í þessum töluðu orðum er lagið sjötta vinsælasta lag landsins samkvæmt streymisveitunni Spotify en platan inniheldur í heild sinni 21 lag og 19 þeirra sitja á lista Spotify yfir vinsælustu lögin. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify og hér má nálgast myndbandið af Youtube. Birnir var viðmælandi í Einkalífinu á Vísi í mars þar sem hann ræddi meðal annars stór framtíðarplön í tónlistinni. Sömuleiðis fór hann yfir fortíðina og sagðist óhræddur við berskjöldun í gegnum tónlistina. „Bestu lög sem ég hef nokkurn tíma gert eru lög þar sem ég er virkilega opna á eitthvað og leyfi mér að fara á stað þar sem ég get verið opinskár og einlægur,“ sagði Birnir. Birnir hefur sannarlega ekki setið auðum höndum og gaf út plötu og tónlistarmynd með poppstjörnunni Bríeti í haust. Myndin ber heitið 1000 orð og er sömuleiðis unnin í samvinnu við Erlend Sveinsson. Hana má sjá hér í spilaranum fyrir neðan: Tónlist Menning Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Lagið sem um ræðir heitir Vopn. Strákarnir unnu myndbandið með leikstjóranum Erlendi Sveinssyni sem segir það einhvers konar óð til sjávarútvegsins. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Birnir & Aron Can - Vopn Myndbandið var gefið út í gær á Sjómannadaginn og var tekið upp á Snæfellsnesi. Í þessum töluðu orðum er lagið sjötta vinsælasta lag landsins samkvæmt streymisveitunni Spotify en platan inniheldur í heild sinni 21 lag og 19 þeirra sitja á lista Spotify yfir vinsælustu lögin. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify og hér má nálgast myndbandið af Youtube. Birnir var viðmælandi í Einkalífinu á Vísi í mars þar sem hann ræddi meðal annars stór framtíðarplön í tónlistinni. Sömuleiðis fór hann yfir fortíðina og sagðist óhræddur við berskjöldun í gegnum tónlistina. „Bestu lög sem ég hef nokkurn tíma gert eru lög þar sem ég er virkilega opna á eitthvað og leyfi mér að fara á stað þar sem ég get verið opinskár og einlægur,“ sagði Birnir. Birnir hefur sannarlega ekki setið auðum höndum og gaf út plötu og tónlistarmynd með poppstjörnunni Bríeti í haust. Myndin ber heitið 1000 orð og er sömuleiðis unnin í samvinnu við Erlend Sveinsson. Hana má sjá hér í spilaranum fyrir neðan:
Tónlist Menning Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“