Gamlir Fóstbræður sungu fyrir Njál og hans fólk á Bergþórshvoli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2025 20:04 Gamlir Fóstbræður tóku sig vel út á Bergþórshvoli þegar þeir sungu fyrir Njál og hans fólk. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var líf og fjör á Bergþórshvoli í Vestur Landeyjum á slóðum Brennu Njálssögu þegar hópur karla, sem eru í Gömlu Fóstbræðrum mættu á staðinn til að syngja fyrir Njál og hans fólk á bænum. Fóstbræður er elsti karlakór landsins stofnaður 1916. Karlarnir í kórnum voru í vorferð sinni á Suðurlandi á uppstigningardag með konum sínum og stoppuðu hér og þar, meðal annars á Bergþórshvoli þar, sem Njáll Þorgeirsson og Bergþóra Skarphéðinsdóttir og synir þeirra bjuggu en þau koma oft og iðulega við í Njálssögu. „Þetta lag, sem við vorum að syngja heitir „Skarphéðinn í brennunni“ eftir Helga Helgason og við lag Jóhannesar Hafstein og þetta var rétti staðurinn til að syngja lagið,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, fyrsti bassi í Gömlum Fóstbræðrum Þetta er hressilegt og skemmtilegt lag? „Já, það tengist sögu þessa félags líka með þeim hætti að þegar að Fóstbræður voru stofnaðir 1916, hétu þá reyndar Karlakór KFUM, en á fyrstu tónleikum kórsins þá var þetta fyrsta lagið á efnisskránni,“ segir Páll Ásgeir. „Gamlir Fóstbræður, þeir eru náttúrulega í sérstakri stöðu og syngja náttúrulega gömlu lögin og gera það best allra,“ segir Árni Harðarson stjórnandi, Gamalla Fóstbræðra og stjórnandi Karlakórs Fóstbræðra í dag. Bergþórshvoll er í Vestur Landeyjum í Rangárþingi eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er svona skemmtilegt við að syngja í karlakór? „Sá sem hefur alist upp í söng hann getur ekki hætt að syngja. Þess vegna syngjum við bara eða tröllum á meðan við tórum, við syngjum þangað til að við getum ekki sungið lengur,“ segir Páll Ásgeir hlæjandi. Árni Harðarson, stjórnandi og Páll Ásgeir Ásgeirsson, sem syngur í fyrsta bassa með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Kórar Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Karlarnir í kórnum voru í vorferð sinni á Suðurlandi á uppstigningardag með konum sínum og stoppuðu hér og þar, meðal annars á Bergþórshvoli þar, sem Njáll Þorgeirsson og Bergþóra Skarphéðinsdóttir og synir þeirra bjuggu en þau koma oft og iðulega við í Njálssögu. „Þetta lag, sem við vorum að syngja heitir „Skarphéðinn í brennunni“ eftir Helga Helgason og við lag Jóhannesar Hafstein og þetta var rétti staðurinn til að syngja lagið,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, fyrsti bassi í Gömlum Fóstbræðrum Þetta er hressilegt og skemmtilegt lag? „Já, það tengist sögu þessa félags líka með þeim hætti að þegar að Fóstbræður voru stofnaðir 1916, hétu þá reyndar Karlakór KFUM, en á fyrstu tónleikum kórsins þá var þetta fyrsta lagið á efnisskránni,“ segir Páll Ásgeir. „Gamlir Fóstbræður, þeir eru náttúrulega í sérstakri stöðu og syngja náttúrulega gömlu lögin og gera það best allra,“ segir Árni Harðarson stjórnandi, Gamalla Fóstbræðra og stjórnandi Karlakórs Fóstbræðra í dag. Bergþórshvoll er í Vestur Landeyjum í Rangárþingi eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er svona skemmtilegt við að syngja í karlakór? „Sá sem hefur alist upp í söng hann getur ekki hætt að syngja. Þess vegna syngjum við bara eða tröllum á meðan við tórum, við syngjum þangað til að við getum ekki sungið lengur,“ segir Páll Ásgeir hlæjandi. Árni Harðarson, stjórnandi og Páll Ásgeir Ásgeirsson, sem syngur í fyrsta bassa með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Kórar Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira