Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Aron Guðmundsson skrifar 29. maí 2025 08:02 Kolbeinn Kristinsson er ríkjandi Baltic Boxing Union meistari. Hann er á meðal hundrað bestu þungavigtar boxara á heimsvísu og hefur ekki tapað bardaga á sínum atvinnumannaferli Mynd: Kristinn Gauti Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum stígur aftur inn í hringinn um komandi helgi. Það að vera ósigraður finnst honum ekki vera íþyngjandi og hann stefnir á að stöðva komandi andstæðing sinn snemma. Heimsmeistaratitill er undir. Kolbeinn mætir Þjóðverjanum ósigraða, Mike Lehnis í hnefaleikahringnum í Nurnberg á laugardaginn kemur og undir er GBU heimsmeistaratitillinn en fyrir er Kolbeinn Baltic Union meistari. „Ég er búinn að æfa rosa vel, er í rauninni búinn að vera æfa í fjóra mánuði fyrir þetta þannig að ég er bara til í þetta,“ segir Kolbeinn. Mike Lehnis ætlar að reyna stöðva Kolbein í hnefaleikahringnum um helgina. Er þetta hættulegur andstæðingur? „Já hann er mjög sprækur, sterkur og er örvhentur sem er viss áskorun fyrir mig. Ég þurfti að aðlaga allt hjá mér miðað við þá stöðu. Fá örvhenta æfingafélaga og æfa allt öðruvísi. Það er öðruvísi að berjast við örvhenta. Ef þeir eru rétthentir er svona nokkurn veginn sama hvernig þú berst nema að þeir séu með einhvern sér stíl. Örvhentir boxarar er bara allt annað dæmi. Það er allt speglað og þú þarft að berjast við þá á vissan hátt. Við þurftum að breyta öllu, breyttum því um leið og við fengum að vita að þessi bardagi myndi fara fram.“ Öflugir örvhentir æfingafélagar hafa komið hingað til lands til þess að hjálpa Kolbeini í undirbúningi hans. „Hann fór heim á laugardaginn síðasta, Finni sem er atvinnumaður og hefur unnið 21 bardaga, tapað þremur. Hann er örvhentur og var að æfa með mér í þrjár vikur, svo eru báðir þjálfararnir mínir örvhentir og það er mér því ekki í óhag að berjast við örvhentan boxara.“ Nokkrir bardagar í boði Kolbeinn hefur verið á miklu skriði og verður þetta fjórði bardaginn hans á innan við ári. „Ég held að ég hafi síðast náð fjórum bardögum á einu ári fyrst þegar að ég var að byrja. Það eru mörg ár síðan að ég náði svona bardögum á einu ári. Við vorum með nokkra bardaga í boði en sumir þeirra hefðu komið aðeins of snemma eða aðeins of seint. Þetta var andstæðingur sem við vorum búnir að horfa á og tímasetningin hentaði nokkuð vel. Við kýldum því bara á þetta.“ Getur enginn verið ósigraður að eilífu Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu, einn af hundrað bestu þungavigtar boxurum á heimsvísu og er líkt og andstæðingurinn á laugardaginn enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli. Aðspurður hvort það verði meira íþyngjandi að hafa ekki tapað bardaga eftir því sem líður á ferilinn segist Kolbeinn ekki hugsa út í það. „Það getur enginn verið ósigraður að eilífu. Maður telur á einni hönd boxara sem hafa farið í gegnum ferilinn án þess að tapa. Ef það kemur þá kemur það bara en maður verður bara að halda áfram.“ Hvernig sérðu fyrir þér að bardaginn fari? „Ég sé fyrir mér að ég roti hann. Örugglega snemma.“ Box Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Kolbeinn mætir Þjóðverjanum ósigraða, Mike Lehnis í hnefaleikahringnum í Nurnberg á laugardaginn kemur og undir er GBU heimsmeistaratitillinn en fyrir er Kolbeinn Baltic Union meistari. „Ég er búinn að æfa rosa vel, er í rauninni búinn að vera æfa í fjóra mánuði fyrir þetta þannig að ég er bara til í þetta,“ segir Kolbeinn. Mike Lehnis ætlar að reyna stöðva Kolbein í hnefaleikahringnum um helgina. Er þetta hættulegur andstæðingur? „Já hann er mjög sprækur, sterkur og er örvhentur sem er viss áskorun fyrir mig. Ég þurfti að aðlaga allt hjá mér miðað við þá stöðu. Fá örvhenta æfingafélaga og æfa allt öðruvísi. Það er öðruvísi að berjast við örvhenta. Ef þeir eru rétthentir er svona nokkurn veginn sama hvernig þú berst nema að þeir séu með einhvern sér stíl. Örvhentir boxarar er bara allt annað dæmi. Það er allt speglað og þú þarft að berjast við þá á vissan hátt. Við þurftum að breyta öllu, breyttum því um leið og við fengum að vita að þessi bardagi myndi fara fram.“ Öflugir örvhentir æfingafélagar hafa komið hingað til lands til þess að hjálpa Kolbeini í undirbúningi hans. „Hann fór heim á laugardaginn síðasta, Finni sem er atvinnumaður og hefur unnið 21 bardaga, tapað þremur. Hann er örvhentur og var að æfa með mér í þrjár vikur, svo eru báðir þjálfararnir mínir örvhentir og það er mér því ekki í óhag að berjast við örvhentan boxara.“ Nokkrir bardagar í boði Kolbeinn hefur verið á miklu skriði og verður þetta fjórði bardaginn hans á innan við ári. „Ég held að ég hafi síðast náð fjórum bardögum á einu ári fyrst þegar að ég var að byrja. Það eru mörg ár síðan að ég náði svona bardögum á einu ári. Við vorum með nokkra bardaga í boði en sumir þeirra hefðu komið aðeins of snemma eða aðeins of seint. Þetta var andstæðingur sem við vorum búnir að horfa á og tímasetningin hentaði nokkuð vel. Við kýldum því bara á þetta.“ Getur enginn verið ósigraður að eilífu Kolbeinn er á sautján bardaga sigurgöngu, einn af hundrað bestu þungavigtar boxurum á heimsvísu og er líkt og andstæðingurinn á laugardaginn enn ósigraður á sínum atvinnumannaferli. Aðspurður hvort það verði meira íþyngjandi að hafa ekki tapað bardaga eftir því sem líður á ferilinn segist Kolbeinn ekki hugsa út í það. „Það getur enginn verið ósigraður að eilífu. Maður telur á einni hönd boxara sem hafa farið í gegnum ferilinn án þess að tapa. Ef það kemur þá kemur það bara en maður verður bara að halda áfram.“ Hvernig sérðu fyrir þér að bardaginn fari? „Ég sé fyrir mér að ég roti hann. Örugglega snemma.“
Box Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira