Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2025 11:02 Lögmaðurinn Julieta Makintach segist ekki hafa gert neitt rangt. getty/Luciano Gonzalez Argentínskur dómari í réttarhöldunum yfir heilbrigðisstarfsfólkinu sem annaðist Diego Maradona síðustu ævidaga hans hefur sagt sig frá málinu eftir að hafa verið gagnrýnd fyrir þátttöku sína í heimildamynd um það. Sjö læknar og hjúkrunarfræðingar eru ákærðir fyrir að bera ábyrgð á dauða Maradona vegna vanrækslu í starfi. Argentínska fótboltagoðið lést af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, skömmu eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna blóðtappa í heila. Maradona var sextugur þegar hann lést. Julieta Makintach var einn þriggja dómara í málinu en hefur nú sagt sig frá því eftir að saksóknarinn Patricio Ferrari sakaði hana um að haga sér eins og leikkona. Réttarhöldin yfir heilbrigðisstarfsfólkinu hófust 11. mars en hlé hefur verið á þeim og óvissa ríkir um framhaldið eftir að Makintach sagði sig frá málinu í kjölfar gagnrýni á þátttöku hennar í heimildaþáttaröð um málið. Hún hafnar því að hafa leyft myndatökur frá réttarhöldunum en þær eru óheimilaðar. Þegar stikla fyrir heimildaþáttaröðina var sýnd í réttarsal öskraði verjandi heilbrigðisstarfsfólksins á Makinatch og dóttir Maradonas, Gianinna, og fyrrverandi kærasta hans, Veronica Ojeda, felldu tár. Lögmaður Odejas sagði að eftir þessa uppákomu væri heppilegast að byrja aftur frá grunni. Fljótlega verður tekin ákvörðun hvort réttarhöldin haldi áfram með nýjum dómara eða hvort ný réttarhöld fari fram. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Sjö læknar og hjúkrunarfræðingar eru ákærðir fyrir að bera ábyrgð á dauða Maradona vegna vanrækslu í starfi. Argentínska fótboltagoðið lést af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, skömmu eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna blóðtappa í heila. Maradona var sextugur þegar hann lést. Julieta Makintach var einn þriggja dómara í málinu en hefur nú sagt sig frá því eftir að saksóknarinn Patricio Ferrari sakaði hana um að haga sér eins og leikkona. Réttarhöldin yfir heilbrigðisstarfsfólkinu hófust 11. mars en hlé hefur verið á þeim og óvissa ríkir um framhaldið eftir að Makintach sagði sig frá málinu í kjölfar gagnrýni á þátttöku hennar í heimildaþáttaröð um málið. Hún hafnar því að hafa leyft myndatökur frá réttarhöldunum en þær eru óheimilaðar. Þegar stikla fyrir heimildaþáttaröðina var sýnd í réttarsal öskraði verjandi heilbrigðisstarfsfólksins á Makinatch og dóttir Maradonas, Gianinna, og fyrrverandi kærasta hans, Veronica Ojeda, felldu tár. Lögmaður Odejas sagði að eftir þessa uppákomu væri heppilegast að byrja aftur frá grunni. Fljótlega verður tekin ákvörðun hvort réttarhöldin haldi áfram með nýjum dómara eða hvort ný réttarhöld fari fram.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira