Innlent

Utan­ríkis­ráð­herra Bret­lands á leið til Ís­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
David Lammy utanríkisráðherra Bretlands kemur til Íslands á fimmtudag til að funda með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.
David Lammy utanríkisráðherra Bretlands kemur til Íslands á fimmtudag til að funda með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Getty/Carlos Jasso

David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, kemur til Íslands á fimmtudag í stutta vinnuheimsókn ásamt sendinefnd. Hann mun funda með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir að ráðherrarnir muni sérstaklega ræða öryggis- og varnarmál og náið samstarf ríkjanna í þeim efnum. Auk þess muni gefast tækifæri til að ræða tvíhliða samskipti ríkjanna, málefni Atlantshafsbandalagsins og Úkraínu, norðurslóðir og stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs. 

„Þá er fyrirhugað að breski utanríkisráðherrann kynni sér starfsemina á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, en hann heldur af landi brott síðar sama dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×