Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 27. maí 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Nýverið barst þessi spurning: „Mig dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en maka mínum. Er mjög hamingjusöm í 16 ára löngu sambandi og kynlífið gott. Er undirmeðvitundin að segja mér eitthvað? Er stundum með þvílíkt samviskubit þegar ég vakna,“ - 34 ára gömul kona. Flest erum við kynverur, líka í svefni. Það flókna við draumana okkar er að við höfum enga stjórn á þeim. Þar fær ímyndunaraflið að flæða frjálst hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar okkur dreymir kynferðislega drauma um aðra upplifum við stundum spennu, þrá eða löngun en það getur líka borið á skömm og sektarkennd. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Það að þig dreymi um að stunda kynlíf með einhverjum öðrum þýðir ekki endilega að þú sért á leiðinni út úr sambandinu eða leynir einhverju. Þú í raun hefur ekki stjórn á þessu og því ekki hægt að líta á það sem svik. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka! Köfum samt aðeins dýpra í það. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka.Getty Eru kynferðislegir draumar að segja þér eitthvað? Kannski, kannski ekki. Það þarf í raun ekki að lesa í þá, ég tel drauma ekki endilega þurfa að tákna eitthvað. Stundum kynnumst við nýju fólki sem við löðumst að og í kjölfarið eykst kynlöngun. Þessi aukna kynlöngun getur vissulega komið fram í draumum eins og annars staðar. Stundum erum við að kynnast okkur betur sem kynveru og það getur einnig ýtt undir kynlöngun, sem getur flætt yfir í draumana okkar. Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma og sum fá fullnægingu í svefni. En kannski er gott að staldra aðeins við og skoða þessa drauma fyrst þú veltir því fyrir þér hvort þeir tákni eitthvað. Hefur þú tekið eftir: Aukinni löngun í spennu, nýjunga eða meiri leikgleði? Hugsunum sem snúast um líkamsímynd eða það að upplifa kynlíf með öðrum : „Er ég enn æsandi?“, „Hvernig væri ég með einhverjum öðrum?“ Breytingu hjá þér varðandi það að rækta þig sem kynveru og leyfa þér að finna fyrir kynlöngun? Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma.Getty En af hverju vöknum við með samviskubit? Flest berum við mikla virðingu fyrir maka og viljum koma fram af heilindum. Við viljum ekki særa eða fara á bak við maka okkar. Sum ganga svo langt að þau fá samviskubit yfir því að hugsa um aðra manneskju eða taka eftir öðrum sem eru aðlaðandi. Það er mikilvægur partur af kynverund okkar allra að fá að fantasera. Þó svo að við séum í kærleiksríku og góðu sambandi þar sem kynlífið er gott er eðlilegt að stunda áfram sjálfsfróun og dreyma kynferðislega drauma. Að lokum er gott að minna sig á að kynferðislegir draumar þýða ekki endilega að eitthvað vanti í sambandið eða að þú sért ósátt við makann. Oft spegla þeir bara aukna kynlöngun, forvitni eða tengingu við eigin líkama. Það er vel hægt að bera virðingu fyrir maka og samt leyfa sér að vera áfram kynvera. Njóttu þess að dreyma kynferðislegra drauma, það má. Gangi þér vel <3 Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Flest erum við kynverur, líka í svefni. Það flókna við draumana okkar er að við höfum enga stjórn á þeim. Þar fær ímyndunaraflið að flæða frjálst hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þegar okkur dreymir kynferðislega drauma um aðra upplifum við stundum spennu, þrá eða löngun en það getur líka borið á skömm og sektarkennd. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Það að þig dreymi um að stunda kynlíf með einhverjum öðrum þýðir ekki endilega að þú sért á leiðinni út úr sambandinu eða leynir einhverju. Þú í raun hefur ekki stjórn á þessu og því ekki hægt að líta á það sem svik. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka! Köfum samt aðeins dýpra í það. Það er bæði eðlilegt og algengt að dreyma um annað fólk en maka.Getty Eru kynferðislegir draumar að segja þér eitthvað? Kannski, kannski ekki. Það þarf í raun ekki að lesa í þá, ég tel drauma ekki endilega þurfa að tákna eitthvað. Stundum kynnumst við nýju fólki sem við löðumst að og í kjölfarið eykst kynlöngun. Þessi aukna kynlöngun getur vissulega komið fram í draumum eins og annars staðar. Stundum erum við að kynnast okkur betur sem kynveru og það getur einnig ýtt undir kynlöngun, sem getur flætt yfir í draumana okkar. Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma og sum fá fullnægingu í svefni. En kannski er gott að staldra aðeins við og skoða þessa drauma fyrst þú veltir því fyrir þér hvort þeir tákni eitthvað. Hefur þú tekið eftir: Aukinni löngun í spennu, nýjunga eða meiri leikgleði? Hugsunum sem snúast um líkamsímynd eða það að upplifa kynlíf með öðrum : „Er ég enn æsandi?“, „Hvernig væri ég með einhverjum öðrum?“ Breytingu hjá þér varðandi það að rækta þig sem kynveru og leyfa þér að finna fyrir kynlöngun? Í kringum egglos er algengara að dreyma kynferðislega drauma.Getty En af hverju vöknum við með samviskubit? Flest berum við mikla virðingu fyrir maka og viljum koma fram af heilindum. Við viljum ekki særa eða fara á bak við maka okkar. Sum ganga svo langt að þau fá samviskubit yfir því að hugsa um aðra manneskju eða taka eftir öðrum sem eru aðlaðandi. Það er mikilvægur partur af kynverund okkar allra að fá að fantasera. Þó svo að við séum í kærleiksríku og góðu sambandi þar sem kynlífið er gott er eðlilegt að stunda áfram sjálfsfróun og dreyma kynferðislega drauma. Að lokum er gott að minna sig á að kynferðislegir draumar þýða ekki endilega að eitthvað vanti í sambandið eða að þú sért ósátt við makann. Oft spegla þeir bara aukna kynlöngun, forvitni eða tengingu við eigin líkama. Það er vel hægt að bera virðingu fyrir maka og samt leyfa sér að vera áfram kynvera. Njóttu þess að dreyma kynferðislegra drauma, það má. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp