Ronaldo segir þessum kafla lokið Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 08:00 Cristiano Ronaldo lánaðist ekki að landa stórum titli í búningi Al Nassr. Getty/Mohammed Saad Cristiano Ronaldo virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir sádiarabíska félagið Al Nassr í gær, þegar hann skoraði sitt 800. mark fyrir félagslið á ferlinum. Ronaldo og Sadio Mané skoruðu mörk Al Nassr sem mætti Al Fateh í lokaumferð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar en urðu að sætta sig við 3-2 tap. Al Nassr endaði í 3. sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir meisturum Al Ittihad. Innan við klukkutíma eftir að leiknum lauk hafði birst færsla á samfélagsmiðlum Ronaldos þar sem sagði: „Þessum kafla er lokið. Sagan? Enn verið að skrifa hana. Þakklátur öllum.“ View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Fleira kom ekki fram en erfitt að skilja þessi orð öðruvísi en að kaflanum hjá Al Nassr sé lokið. Á tveimur og hálfu ári Ronaldo með liðinu lánaðist þessum sigursæla Portúgala ekki að vinna stóran titil sem verður að teljast óvenjulegt á hans ferli. Ronaldo tjáði sig ekki frekar um framhaldið en samkvæmt Goal er hann einna helst orðaður við bandarísku MLS-deildina og sitt gamla félag Sporting Lissabon í Portúgal. Það er að minnsta kosti ljóst að þessi fertugi leikmaður ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta. Ronaldo er á sínum stað í landsliðshópi Portúgals sem Roberto Martinez valdi fyrir úrslit Þjóðadeildarinnar. Portúgalar mæta þar Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudaginn í næstu viku en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Spánn og Frakkland. Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sæti fara svo fram 8. júní en allir leikirnir verða í Þýskalandi. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Ronaldo og Sadio Mané skoruðu mörk Al Nassr sem mætti Al Fateh í lokaumferð sádiarabísku úrvalsdeildarinnar en urðu að sætta sig við 3-2 tap. Al Nassr endaði í 3. sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir meisturum Al Ittihad. Innan við klukkutíma eftir að leiknum lauk hafði birst færsla á samfélagsmiðlum Ronaldos þar sem sagði: „Þessum kafla er lokið. Sagan? Enn verið að skrifa hana. Þakklátur öllum.“ View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Fleira kom ekki fram en erfitt að skilja þessi orð öðruvísi en að kaflanum hjá Al Nassr sé lokið. Á tveimur og hálfu ári Ronaldo með liðinu lánaðist þessum sigursæla Portúgala ekki að vinna stóran titil sem verður að teljast óvenjulegt á hans ferli. Ronaldo tjáði sig ekki frekar um framhaldið en samkvæmt Goal er hann einna helst orðaður við bandarísku MLS-deildina og sitt gamla félag Sporting Lissabon í Portúgal. Það er að minnsta kosti ljóst að þessi fertugi leikmaður ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta. Ronaldo er á sínum stað í landsliðshópi Portúgals sem Roberto Martinez valdi fyrir úrslit Þjóðadeildarinnar. Portúgalar mæta þar Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudaginn í næstu viku en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Spánn og Frakkland. Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sæti fara svo fram 8. júní en allir leikirnir verða í Þýskalandi.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira