United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Siggeir Ævarsson skrifar 25. maí 2025 17:34 Christian Eriksen kvaddi Manchester United með marki úr vítaspyrnu vísir/Getty Manchester United endaði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni á sjaldséðum sigri þegar liðið lagði Aston Villa 2-0 en þetta var fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan 16. mars og endar liðið í 15. sæti með 42 stig. United menn höfðu góð tök á leiknum í dag og voru töluvert betra liðið á vellinum en eins og svo oft áður gekk illa að klára færin og markalaust í hálfleik. Gestirnir léku seinni hálfleikinn svo manni færri eftir að Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, fékk að líta beint rautt spjald þegar hann straujaði Rasmus Höjlund niður þegar hann var að sleppa í gegn. Aston Villa hefði dugað jafntefli í þessum leik til að tryggja sér Meistaradeildarsæti þar sem Newcastle tapaði gegn Everton og minnstu munaði að liðið næði að stela sigrinum á 73. mínútu Morgan Rogers stal boltanum úr höndunum á Altay Bayndir sem stóð í marki United í dag. Thomas Bramall, dómari leiksins, flautaði samstundis brot en endursýning sýndi að Bayndir var ekki með hendur á boltanum, bara í kringum hann, eins og hann væri að reyna að handleika sjóðheita kartöflu. Þar sem Bramall flautaði brot var ekki hægt að skoða atvikið í Varsjánni og markið sem Rogers skoraði ranglega dæmt af. Nánast í næstu sókn skallaði Amad Diallo fyrirgjöf frá Bruno Fernandes í markið og hann krækti svo í vítaspyrnu á 87. mínútu. Ruben Amorim kallaði fyrimæli inn á völlinn og Christian Eriksen fór á punktinn og skoraði. Þetta var síðasti leikur hans fyrir United og hann kveður Old Trafford því með marki og sigri. Lokatölur í Manchester 2-0 og Aston Villa þarf að sætta sig við 6. sætið með jafn mörg stig og Newcastle en umtalsvert lakari markatölu. Enski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
United menn höfðu góð tök á leiknum í dag og voru töluvert betra liðið á vellinum en eins og svo oft áður gekk illa að klára færin og markalaust í hálfleik. Gestirnir léku seinni hálfleikinn svo manni færri eftir að Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, fékk að líta beint rautt spjald þegar hann straujaði Rasmus Höjlund niður þegar hann var að sleppa í gegn. Aston Villa hefði dugað jafntefli í þessum leik til að tryggja sér Meistaradeildarsæti þar sem Newcastle tapaði gegn Everton og minnstu munaði að liðið næði að stela sigrinum á 73. mínútu Morgan Rogers stal boltanum úr höndunum á Altay Bayndir sem stóð í marki United í dag. Thomas Bramall, dómari leiksins, flautaði samstundis brot en endursýning sýndi að Bayndir var ekki með hendur á boltanum, bara í kringum hann, eins og hann væri að reyna að handleika sjóðheita kartöflu. Þar sem Bramall flautaði brot var ekki hægt að skoða atvikið í Varsjánni og markið sem Rogers skoraði ranglega dæmt af. Nánast í næstu sókn skallaði Amad Diallo fyrirgjöf frá Bruno Fernandes í markið og hann krækti svo í vítaspyrnu á 87. mínútu. Ruben Amorim kallaði fyrimæli inn á völlinn og Christian Eriksen fór á punktinn og skoraði. Þetta var síðasti leikur hans fyrir United og hann kveður Old Trafford því með marki og sigri. Lokatölur í Manchester 2-0 og Aston Villa þarf að sætta sig við 6. sætið með jafn mörg stig og Newcastle en umtalsvert lakari markatölu.
Enski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira