Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. maí 2025 12:12 Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í viðtali á föstudag vegna þess sem miður hefur farið í landamæraeftirliti. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir embættismönnum ekki um að kenna. Vísir Dómsmálaráðherra sakar Úlfar Lúðvíksson um að hengja bakara fyrir smið með því að saka ríkislögreglustjóra og ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um að hafa brugðist skyldum sínum og með því kalla eftir afsögn þeirra. Ráðherra segir stjórnmálamenn bera alla ábyrgð á stöðunni á landamærum Íslands. Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Hauk Guðmundsson ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í Spursmálum Morgunblaðsins á föstudag. Hann sagði þau hafa brugðist skyldum sínum í tengslum við landamæraeftirlit og kallaði eftir afsögn þeirra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ræddi ummælin á Sprengisandi í dag. Hún segir Úlfar skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að líta til stjórnmálamanna. „Þar finnst mér hann vera að skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að horfa á pólitíkina. Hann hefur sjálfur gætt landamæra sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í fimm ár. Mér heyrist hann vera að vísa til þess, um ábyrgð ríkislögreglustjóra að hún eigi að víkja sæti eða segja af sér vegna þess að hún hafi gætt landamæranna og ekki náð tilhlýðilegum árangri. Ég hef ákveðinn skilning á því að lögreglustjórinn fyrrverandi á Suðurnesjum líti svo á að staða landamæranna er ekki nægilega góð. Á því bera stjórnmálamenn alla ábyrgð,“ sagði Þorbjörg. Hún segir stóru tíðindin í málinu að ríkisstjórnin sé að efla og stækka embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem feli í sér breytt verkefni. Að því tilefni hafi hún boðað Úlfar á fund sinn, kynnt honum stöðuna og boðið honum flutning í annað embætti hugnist honum ekki að sækja um stöðuna. „Ég get ekki séð að í því felist ofboðsleg vantraustsyfirlýsing, þegar ráðherrann segir frá því, þér stendur annað embætti til boða viljirðu ekki halda áfram.“ Stjórnsýsla Lögreglan Landamæri Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum skaut föstum skotum á Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Hauk Guðmundsson ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins í Spursmálum Morgunblaðsins á föstudag. Hann sagði þau hafa brugðist skyldum sínum í tengslum við landamæraeftirlit og kallaði eftir afsögn þeirra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra ræddi ummælin á Sprengisandi í dag. Hún segir Úlfar skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að líta til stjórnmálamanna. „Þar finnst mér hann vera að skella skuldinni á embættismenn þegar hann ætti að vera að horfa á pólitíkina. Hann hefur sjálfur gætt landamæra sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í fimm ár. Mér heyrist hann vera að vísa til þess, um ábyrgð ríkislögreglustjóra að hún eigi að víkja sæti eða segja af sér vegna þess að hún hafi gætt landamæranna og ekki náð tilhlýðilegum árangri. Ég hef ákveðinn skilning á því að lögreglustjórinn fyrrverandi á Suðurnesjum líti svo á að staða landamæranna er ekki nægilega góð. Á því bera stjórnmálamenn alla ábyrgð,“ sagði Þorbjörg. Hún segir stóru tíðindin í málinu að ríkisstjórnin sé að efla og stækka embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum sem feli í sér breytt verkefni. Að því tilefni hafi hún boðað Úlfar á fund sinn, kynnt honum stöðuna og boðið honum flutning í annað embætti hugnist honum ekki að sækja um stöðuna. „Ég get ekki séð að í því felist ofboðsleg vantraustsyfirlýsing, þegar ráðherrann segir frá því, þér stendur annað embætti til boða viljirðu ekki halda áfram.“
Stjórnsýsla Lögreglan Landamæri Sprengisandur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37 Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. 14. maí 2025 16:37
Úlfar hættir sem lögreglustjóri Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun láta af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum á miðnætti. Hann segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hafi tjáð sér að staða lögreglustjórans á Suðurnesjum yrði auglýst í haust og að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. 13. maí 2025 13:20