Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. maí 2025 10:02 Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, rennir yfir dagatalið á morgnana til að vita hvernig hún getur verið klædd. Því ef það eru engir formlegir vinnufundir elskar hún það mest að vera ómáluð í gallabuxum og hettupeysu. Vísir/Anton Brink Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, fer alltof seint að sofa og er sannfærð um að besti svefninn sinn séu þær níu mínútur sem hún nær á milli snúsa. Rósa segir það visst áhyggjuefni hvernig þriggja ára sonurinn er hættur að vekja foreldrana á skikkanlegum tíma. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er alltaf með „vara” vekjaraklukku stillta klukkan 7:50, ef minn þriggja ára vekur mig ekki fyrr, sem er orðið allt í einu voða oft. Ég er að njóta þess í botn að hann sé loksins farinn að sofa aðeins lengur. B-týpan ég elskar að fá að “snúsa” og ég á minn besta svefn í þessar níu mínútur á milli snúsa. Svo ég ligg oft hættulega lengi upp í rúmi þar til hann vaknar. Ég gæti alveg þurft að endurskoða vekjaraklukkuna ef sá litli ætlar að hætta að vekja okkur á skikkanlegum tíma, þetta er alveg klárlega í seinna falli núna og smá hlaup út þó það gangi oftast vel.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Strákurinn minn vill alltaf fara beint fram í sófa í smá knús og ræðum um daginn framundan og ég hjálpa honum að klæða sig. Svo opna ég Nocco og fer að gera mig til fyrir daginn. Ég renni alltaf aðeins yfir dagatalið til að vita hvernig ég vil vera klædd og athuga hvert og hvenær ég er að mæta. Ég gríp hvert tækifæri til að vera ómáluð í gallabuxum og hettupeysu þegar ég er ekki með neina “bisniss" fundi eða koma fram. Ef þú værir fræg kvikmyndastjarna, hver værir þú þá? „Úff, þetta er erfið spurning. Ég hugsa að ef ég þyrfti að velja einhvern þá væri það Natalie Portman. Hún er bæði hugsjónakona og raunsæ og sameinar gáfur og sköpun. Hún þorir að fara ótroðnar slóðir, hvort sem það er í vinnu eða í lífinu, trúir á tilgang og tekur ábyrgð sem eru eiginleikar sem ég tengi við. Svo hefur hún líka talað opinskátt um óöryggi og „imposter syndrome”, en líka um það að læra að treysta sjálfri sér og standa með sínu sem er eitthvað sem ég held að margir tengi við — sérstaklega konur í stjórnunarhlutverkum.“ Uppáhalds app Rósu er Todoist sem hún segir eiginlega ómissandi: Fyrir vinnuna og einkalífið. Nýlega ákvað hún samt líka að hverfa aðeins til fortíðar og fara að nota Munum dagbókina til að forgangsraða verkefnum vikunnar og ákveða þrjú mikilvægustu atriðin til að vinna að daglega. Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana vinn ég hörðum höndum með okkar fólki hjá Reon að koma þremur nýjum stafrænum lausnum á markað sem Reon er annað hvort eigandi að eða samstarfsaðili og svo erum við á leiðinni út með nýja lausn fyrir stóran viðskiptavin. Starfið mitt er skemmtilega fjölbreytt og krefjandi og það er aldrei neinn dagur eins sem ég dýrka. Síðustu misseri hef ég sett áherslu á að byggja upp öflugt teymi til að taka vörurnar okkar og verkefni á flug eftir mikið vöruþróunar-tímabil. Þegar við bætum fólki við teymið okkar legg ég áherslu á að valdefla meðlimi til að taka ákvarðanir og keyra á hlutina. Það tekur tíma og fókus að “synca” fólk saman og fá alla til að sigla í sömu átt og tryggja að starfsfólkið hafi allt sem þau þurfa til að ná árangri.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mér finnst mikilvægast að hafa skýran fókus og ásetning og þegar ég hef það finnst mér ekkert mál að skipuleggja mig. Með stjórnendateyminu setjum við skýrt „Roadmap” á hverjum ársfjórðungi sem er okkar leiðarvísir og er til þess gerður að færa okkur nær framtíðarsýn Reon. Hver og einn tekur síðan ábyrgð á ákveðnum vörðum og keyrir þær áfram. Svo tökum við regluleg „check-in” til að taka púlsinn. Nýlega fór ég aðeins „back to basics” og varð ástfangin af Munum dagbókinni þar sem ég forgangsraða verkefnum vikunnar. Svo ákveð ég þrjú mikilvægustu atriðin til að tækla þann daginn. Annars held ég utan um hitt og þetta sem ég þarf að gera í uppáhalds appinu mínu „Todoist” sem mér finnst eiginlega ómissandi tól fyrir mína eigin skipulagningu bæði í vinnu og lífinu almennt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Alltof seint.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Karitas Ósk Harðardóttir, viðburðarstjóri Innovation Week og einn eigenda brúðkaupsþjónustunnar Stikkfrí, varð eiginlega sjálf hissa á því þegar hún fékk æði fyrir strangheiðarlegum karamellu bakaríssnúðum. Í dag er hún helst með æði fyrir Pilates með vinkonunum. 17. maí 2025 10:01 Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04 „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Ólafur Karl Sigurðsson, aðstoðarforstjóri KAPP og framkvæmdastjóri KAPP Skagans ehf, hefur aldrei þroskast í að drekka kaffi, en drekkur hins vegar það sem hann kallar unglingakaffi. Ólafur segir eiginkonuna eiga heiðurinn af því hversu vel gengur heima fyrir. 3. maí 2025 10:01 Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Eva Þorsteinsdóttir, partner og Senior Account Manager hjá Sahara auglýsingastofu, sefur eins lengi og hún kemst upp með á morgnana. Þegar hún síðan fer loksins fram úr reynir hún að múltítaska eins og vindurinn, með tilheyrandi alls konar. 26. apríl 2025 10:01 Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri indó, viðurkennir að hann getur uppátækjasamur grallari þegar hann á lausa stund. Ekki síst í vinnunni þar sem honum finnst greinilega gaman að stríða samstarfsfólki sínu. 12. apríl 2025 10:02 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er alltaf með „vara” vekjaraklukku stillta klukkan 7:50, ef minn þriggja ára vekur mig ekki fyrr, sem er orðið allt í einu voða oft. Ég er að njóta þess í botn að hann sé loksins farinn að sofa aðeins lengur. B-týpan ég elskar að fá að “snúsa” og ég á minn besta svefn í þessar níu mínútur á milli snúsa. Svo ég ligg oft hættulega lengi upp í rúmi þar til hann vaknar. Ég gæti alveg þurft að endurskoða vekjaraklukkuna ef sá litli ætlar að hætta að vekja okkur á skikkanlegum tíma, þetta er alveg klárlega í seinna falli núna og smá hlaup út þó það gangi oftast vel.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Strákurinn minn vill alltaf fara beint fram í sófa í smá knús og ræðum um daginn framundan og ég hjálpa honum að klæða sig. Svo opna ég Nocco og fer að gera mig til fyrir daginn. Ég renni alltaf aðeins yfir dagatalið til að vita hvernig ég vil vera klædd og athuga hvert og hvenær ég er að mæta. Ég gríp hvert tækifæri til að vera ómáluð í gallabuxum og hettupeysu þegar ég er ekki með neina “bisniss" fundi eða koma fram. Ef þú værir fræg kvikmyndastjarna, hver værir þú þá? „Úff, þetta er erfið spurning. Ég hugsa að ef ég þyrfti að velja einhvern þá væri það Natalie Portman. Hún er bæði hugsjónakona og raunsæ og sameinar gáfur og sköpun. Hún þorir að fara ótroðnar slóðir, hvort sem það er í vinnu eða í lífinu, trúir á tilgang og tekur ábyrgð sem eru eiginleikar sem ég tengi við. Svo hefur hún líka talað opinskátt um óöryggi og „imposter syndrome”, en líka um það að læra að treysta sjálfri sér og standa með sínu sem er eitthvað sem ég held að margir tengi við — sérstaklega konur í stjórnunarhlutverkum.“ Uppáhalds app Rósu er Todoist sem hún segir eiginlega ómissandi: Fyrir vinnuna og einkalífið. Nýlega ákvað hún samt líka að hverfa aðeins til fortíðar og fara að nota Munum dagbókina til að forgangsraða verkefnum vikunnar og ákveða þrjú mikilvægustu atriðin til að vinna að daglega. Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana vinn ég hörðum höndum með okkar fólki hjá Reon að koma þremur nýjum stafrænum lausnum á markað sem Reon er annað hvort eigandi að eða samstarfsaðili og svo erum við á leiðinni út með nýja lausn fyrir stóran viðskiptavin. Starfið mitt er skemmtilega fjölbreytt og krefjandi og það er aldrei neinn dagur eins sem ég dýrka. Síðustu misseri hef ég sett áherslu á að byggja upp öflugt teymi til að taka vörurnar okkar og verkefni á flug eftir mikið vöruþróunar-tímabil. Þegar við bætum fólki við teymið okkar legg ég áherslu á að valdefla meðlimi til að taka ákvarðanir og keyra á hlutina. Það tekur tíma og fókus að “synca” fólk saman og fá alla til að sigla í sömu átt og tryggja að starfsfólkið hafi allt sem þau þurfa til að ná árangri.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Mér finnst mikilvægast að hafa skýran fókus og ásetning og þegar ég hef það finnst mér ekkert mál að skipuleggja mig. Með stjórnendateyminu setjum við skýrt „Roadmap” á hverjum ársfjórðungi sem er okkar leiðarvísir og er til þess gerður að færa okkur nær framtíðarsýn Reon. Hver og einn tekur síðan ábyrgð á ákveðnum vörðum og keyrir þær áfram. Svo tökum við regluleg „check-in” til að taka púlsinn. Nýlega fór ég aðeins „back to basics” og varð ástfangin af Munum dagbókinni þar sem ég forgangsraða verkefnum vikunnar. Svo ákveð ég þrjú mikilvægustu atriðin til að tækla þann daginn. Annars held ég utan um hitt og þetta sem ég þarf að gera í uppáhalds appinu mínu „Todoist” sem mér finnst eiginlega ómissandi tól fyrir mína eigin skipulagningu bæði í vinnu og lífinu almennt.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Alltof seint.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Karitas Ósk Harðardóttir, viðburðarstjóri Innovation Week og einn eigenda brúðkaupsþjónustunnar Stikkfrí, varð eiginlega sjálf hissa á því þegar hún fékk æði fyrir strangheiðarlegum karamellu bakaríssnúðum. Í dag er hún helst með æði fyrir Pilates með vinkonunum. 17. maí 2025 10:01 Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04 „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Ólafur Karl Sigurðsson, aðstoðarforstjóri KAPP og framkvæmdastjóri KAPP Skagans ehf, hefur aldrei þroskast í að drekka kaffi, en drekkur hins vegar það sem hann kallar unglingakaffi. Ólafur segir eiginkonuna eiga heiðurinn af því hversu vel gengur heima fyrir. 3. maí 2025 10:01 Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Eva Þorsteinsdóttir, partner og Senior Account Manager hjá Sahara auglýsingastofu, sefur eins lengi og hún kemst upp með á morgnana. Þegar hún síðan fer loksins fram úr reynir hún að múltítaska eins og vindurinn, með tilheyrandi alls konar. 26. apríl 2025 10:01 Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri indó, viðurkennir að hann getur uppátækjasamur grallari þegar hann á lausa stund. Ekki síst í vinnunni þar sem honum finnst greinilega gaman að stríða samstarfsfólki sínu. 12. apríl 2025 10:02 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Sjá meira
Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Karitas Ósk Harðardóttir, viðburðarstjóri Innovation Week og einn eigenda brúðkaupsþjónustunnar Stikkfrí, varð eiginlega sjálf hissa á því þegar hún fékk æði fyrir strangheiðarlegum karamellu bakaríssnúðum. Í dag er hún helst með æði fyrir Pilates með vinkonunum. 17. maí 2025 10:01
Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04
„Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Ólafur Karl Sigurðsson, aðstoðarforstjóri KAPP og framkvæmdastjóri KAPP Skagans ehf, hefur aldrei þroskast í að drekka kaffi, en drekkur hins vegar það sem hann kallar unglingakaffi. Ólafur segir eiginkonuna eiga heiðurinn af því hversu vel gengur heima fyrir. 3. maí 2025 10:01
Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Eva Þorsteinsdóttir, partner og Senior Account Manager hjá Sahara auglýsingastofu, sefur eins lengi og hún kemst upp með á morgnana. Þegar hún síðan fer loksins fram úr reynir hún að múltítaska eins og vindurinn, með tilheyrandi alls konar. 26. apríl 2025 10:01
Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri indó, viðurkennir að hann getur uppátækjasamur grallari þegar hann á lausa stund. Ekki síst í vinnunni þar sem honum finnst greinilega gaman að stríða samstarfsfólki sínu. 12. apríl 2025 10:02