Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 11:31 Sara Björk Gunnarsdóttir segir lífið í Sádi-Arabíu í vetur hafa verið ævintýri sem hún naut að upplifa, þrátt fyrir mikinn menningarmun. Vísir Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir segir það hafa gengið vel að aðlagast miklum menningarmun með því að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Sádi-Arabíu í fyrra. Hún lenti þó í ákveðnum hremmingum í verslunarmiðstöð þegar hún var nýflutt til landsins. Sara og Árni Vilhjálmsson maður hennar léku fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur og nutu þess að búa þar ásamt þriggja ára syni sínum, Ragnari Frank. Fjölskyldan er mjög opin fyrir því að fara aftur út eftir sumarfríið en Sara er sem stendur samningslaus. Aðspurð hvort hún ætti einhver dæmi um hvað hefði komið sér á óvart við lífið í Sádi-Arabíu sagði Sara sögu af því þegar fjölskyldan fór í stóra verslunarmiðstöð, til að leyfa Ragnari litla að fara í leikjaland, og var Sara klædd í samræmi við mjög hlýtt veður: „Ég ákvað að fara í stuttbuxum. Svo löbbum við inn um hliðið og það er horft vel á mig. Árni segir: „Ég held að þú hefðir ekki átt að fara í stuttbuxum“ en ég hugsaði að þetta væri í lagi og við ætluðum í eitthvað leikjaland þarna með Ragnar,“ segir Sara sem fékk strax athugasemdir frá öryggisverði þar sem ekki er vel séð að konur séu berleggja á ferð í verslunarmiðstöðvum, í þessu strangtrúaða múslimaríki. Viðtalið við Söru má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. „Bæði konur og karlar horfðu á mig þarna [með vanþóknunarsvip]. Við drifum okkur samt í þetta leikjaland og sátum þar og drukkum kaffi þegar það komu þrír öryggisverðir. Þeir sögðu eitthvað á arabísku við afgreiðslukonuna og hún kom og sagði að ég yrði að fara út úr verslunarmiðstöðinni. Ég gæti ekki verið þarna í stuttbuxum.“ Sara reyndi að leysa málið með því að hlaupa í næstu búð og grípa fyrstu buxur sem hún sá, án þess að geta komist í mátunarklefa, og leitaði svo að stað til að geta klætt sig í, með óhressa öryggisverði á kantinum: „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út og ég reyndi að sýna þeim að ég þyrfti bara að komast í buxurnar. Þeir hristu bara hausinn en ég komst svo inn á salerni og í buxurnar,“ segir Sara létt í bragði. „Þetta var eina svona sem ég hef lent í þarna og maður sýnir auðvitað virðingu fyrir þeim reglum sem eru í landinu,“ bætir hún við. Hún hafi svo fengið þær upplýsingar frá liðsfélögum sínum í Al Qadsiah að víðast hvar mætti vera í stuttbuxum en það væri þó ekki í lagi í verslunarmiðstöðvum. „Verður að virða ákveðinn kúltúr“ Að öðru leyti gekk Söru og fjölskyldu mjög vel að koma sér fyrir. „Þegar maður kom fyrst var sjokk að finna hvað það var sjúkur hiti þarna. Svo áttar maður sig líka á að maður er í nýju landi, með kúltúr og trúarbrögðum sem við erum ekki vön. Á sama tíma er ég að koma þarna til að búa og verð að virða það, alveg eins og þegar ég fer til Þýskalands eða Frakklands. Maður verður að virða ákveðinn kúltúr. Auðvitað er nýtt fyrir okkur að konurnar verði að vera huldar og karlarnir í sínum löngu skyrtum, „thobe“, en svo bara venst maður því. Auðvitað er horft á mig sem útlending, því ég er ekki svona klædd, en stelpurnar í liðinu segja að það séu ótrúlega breyttir tímar fyrir konur og að þær geti ráðið því hvort þær séu með hijab,“ segir Sara en sumar af liðsfélögum hennar bæði æfa og spila leiki með hijab, slæðu yfir höfðinu, á meðan að aðrar sleppa því. Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira
Sara og Árni Vilhjálmsson maður hennar léku fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur og nutu þess að búa þar ásamt þriggja ára syni sínum, Ragnari Frank. Fjölskyldan er mjög opin fyrir því að fara aftur út eftir sumarfríið en Sara er sem stendur samningslaus. Aðspurð hvort hún ætti einhver dæmi um hvað hefði komið sér á óvart við lífið í Sádi-Arabíu sagði Sara sögu af því þegar fjölskyldan fór í stóra verslunarmiðstöð, til að leyfa Ragnari litla að fara í leikjaland, og var Sara klædd í samræmi við mjög hlýtt veður: „Ég ákvað að fara í stuttbuxum. Svo löbbum við inn um hliðið og það er horft vel á mig. Árni segir: „Ég held að þú hefðir ekki átt að fara í stuttbuxum“ en ég hugsaði að þetta væri í lagi og við ætluðum í eitthvað leikjaland þarna með Ragnar,“ segir Sara sem fékk strax athugasemdir frá öryggisverði þar sem ekki er vel séð að konur séu berleggja á ferð í verslunarmiðstöðvum, í þessu strangtrúaða múslimaríki. Viðtalið við Söru má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. „Bæði konur og karlar horfðu á mig þarna [með vanþóknunarsvip]. Við drifum okkur samt í þetta leikjaland og sátum þar og drukkum kaffi þegar það komu þrír öryggisverðir. Þeir sögðu eitthvað á arabísku við afgreiðslukonuna og hún kom og sagði að ég yrði að fara út úr verslunarmiðstöðinni. Ég gæti ekki verið þarna í stuttbuxum.“ Sara reyndi að leysa málið með því að hlaupa í næstu búð og grípa fyrstu buxur sem hún sá, án þess að geta komist í mátunarklefa, og leitaði svo að stað til að geta klætt sig í, með óhressa öryggisverði á kantinum: „Þeir kölluðu bara á mig að koma mér út og ég reyndi að sýna þeim að ég þyrfti bara að komast í buxurnar. Þeir hristu bara hausinn en ég komst svo inn á salerni og í buxurnar,“ segir Sara létt í bragði. „Þetta var eina svona sem ég hef lent í þarna og maður sýnir auðvitað virðingu fyrir þeim reglum sem eru í landinu,“ bætir hún við. Hún hafi svo fengið þær upplýsingar frá liðsfélögum sínum í Al Qadsiah að víðast hvar mætti vera í stuttbuxum en það væri þó ekki í lagi í verslunarmiðstöðvum. „Verður að virða ákveðinn kúltúr“ Að öðru leyti gekk Söru og fjölskyldu mjög vel að koma sér fyrir. „Þegar maður kom fyrst var sjokk að finna hvað það var sjúkur hiti þarna. Svo áttar maður sig líka á að maður er í nýju landi, með kúltúr og trúarbrögðum sem við erum ekki vön. Á sama tíma er ég að koma þarna til að búa og verð að virða það, alveg eins og þegar ég fer til Þýskalands eða Frakklands. Maður verður að virða ákveðinn kúltúr. Auðvitað er nýtt fyrir okkur að konurnar verði að vera huldar og karlarnir í sínum löngu skyrtum, „thobe“, en svo bara venst maður því. Auðvitað er horft á mig sem útlending, því ég er ekki svona klædd, en stelpurnar í liðinu segja að það séu ótrúlega breyttir tímar fyrir konur og að þær geti ráðið því hvort þær séu með hijab,“ segir Sara en sumar af liðsfélögum hennar bæði æfa og spila leiki með hijab, slæðu yfir höfðinu, á meðan að aðrar sleppa því.
Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Sjá meira
Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30