Innlent

Meiri­hlutinn á Ísa­firði fallinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Í-listinn var í meirihluta á Ísafirði.
Í-listinn var í meirihluta á Ísafirði. Vísir/Anton Brink

Meirihluti í Ísafjarðarbæ er fallinn. Í-listinn var með eins manns meirihluta í bænum, og Framsókn og Sjálftæðisflokkur í minni hluta. Þorbjörn H. Jóhannesson, sem var hjá Í-listanum, hefur ákveðið að hætta að styðja við meirihlutann.

Bæjarins besta greinir frá þessu, en Þorbjörn staðfestir tíðindin við miðilinn.

„Eftir mikla yfirsetu og hugsun, og vegna framkomu sumra Í lista samstarfsmanna við mig sem hefur verið þannig , að ég hef ákveðið að hætta frá og með deginum í dag, að styðja þennan meirihluta, Í listann í bæjarstjórn, en kem til með að styðja áfram góð málefni,“ segir hann í tilkynningu sem var send á Bæjarins besta.

Í samtali við Vísi segir Þorbjörn að hann vilji ekki tjá sig frekar um þessa meintu framkomu að svo stöddu. hann segir að það muni allt koma fram síðar.

Þess má geta að Þorbjörn tók sæti sem aðalmaður í bæjarstjórninni þegar Arna Lára Jónsdóttir, þáverandi bæjarstjóri, tók sæti á þingi fyrir Samfylkinguna eftir þingkosningarnar í vetur. Hún sagði af sér sem bæjarfulltrúi í kjölfarið.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×