Agnes Johansen er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. maí 2025 11:15 Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi, er látin. Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi og einn af lykilframleiðendum RVK Studios, lést á líknardeild Landspítalans í Reykjavík sunnudaginn 18. maí, 66 ára að aldri. Aðstandendur Agnesar greindu frá andláti hennar í tilkynningu. Agnes fæddist 27. september 1958 í Reykjavík og ólst þar upp, elst í hópi sex systkina. Foreldrar hennar eru Kristín Ásgeirsdóttir húsmóðir og Rolf Johansen stórkaupmaður, sem lést árið 2007. Agnes stundaði nám í Langholtsskóla, Kvennaskólanum og Verslunarskóla Íslands og lauk síðan kennararéttindum frá Kennaraháskólanum árið 1982. Dans átti stóran þátt í lífi Agnesar alla tíð en hún varð fyrsti Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum árið 1981 ásamt Ásgeiri Ragnari Bragasyni. Ötull framleiðandi barnaefnis, kvikmynda og sjónvarpsþátta Agnes starfaði við kennslu og barnatengt efni í sjónvarpi á níunda áratugnum, stjórnaði Stundinni okkar á RÚV og sá um allt barnasjónvarpsefni Stöðvar 2 um árabil. Eftir fimmtán ára starf við dagskrárgerð og framleiðslu hjá RÚV og Stöð 2, og síðar sem framleiðslustjóri hjá Sagafilm, sneri hún sér alfarið að kvikmyndagerð. Agnes hóf samstarf við Baltasar Kormák hjá Sögn ehf. við framleiðslu Hafsins, annarrar kvikmyndar hans, árið 2001. Hjá Sögn framleiddi hún myndir á borð við A Little Trip to Heaven (2005), Mýrina (2006), Reykjavík-Rotterdam (2008), Brúðgumann (2009) og Djúpið (2012). Agnes varð síðar einn af lykilframleiðendum RVK Studios þegar framleiðslufyrirtækið var stofnað árið 2012. Á meðal mynda sem Agnes framleiddi þar eru Fúsi (2015) og Against the Ice (2022), auk sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu (2021). Þá var hún yfirframleiðandi Eiðsins (2016) og allra þriggja þáttaraða Ófærðar (2015-2021) Agnes kom að gerð fjölda íslenskra og alþjóðlegra kvikmynda og sjónvarpsverkefna og var þekkt fyrir fagmennsku, elju og hlýlegt viðmót. Hennar síðasta kvikmyndaverkefni var Snerting (2024). Hún starfaði við kvikmyndagerð allt til æviloka. Agnes lætur eftir sig tvær dætur og fjögur barnabörn. Andlát Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Aðstandendur Agnesar greindu frá andláti hennar í tilkynningu. Agnes fæddist 27. september 1958 í Reykjavík og ólst þar upp, elst í hópi sex systkina. Foreldrar hennar eru Kristín Ásgeirsdóttir húsmóðir og Rolf Johansen stórkaupmaður, sem lést árið 2007. Agnes stundaði nám í Langholtsskóla, Kvennaskólanum og Verslunarskóla Íslands og lauk síðan kennararéttindum frá Kennaraháskólanum árið 1982. Dans átti stóran þátt í lífi Agnesar alla tíð en hún varð fyrsti Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum árið 1981 ásamt Ásgeiri Ragnari Bragasyni. Ötull framleiðandi barnaefnis, kvikmynda og sjónvarpsþátta Agnes starfaði við kennslu og barnatengt efni í sjónvarpi á níunda áratugnum, stjórnaði Stundinni okkar á RÚV og sá um allt barnasjónvarpsefni Stöðvar 2 um árabil. Eftir fimmtán ára starf við dagskrárgerð og framleiðslu hjá RÚV og Stöð 2, og síðar sem framleiðslustjóri hjá Sagafilm, sneri hún sér alfarið að kvikmyndagerð. Agnes hóf samstarf við Baltasar Kormák hjá Sögn ehf. við framleiðslu Hafsins, annarrar kvikmyndar hans, árið 2001. Hjá Sögn framleiddi hún myndir á borð við A Little Trip to Heaven (2005), Mýrina (2006), Reykjavík-Rotterdam (2008), Brúðgumann (2009) og Djúpið (2012). Agnes varð síðar einn af lykilframleiðendum RVK Studios þegar framleiðslufyrirtækið var stofnað árið 2012. Á meðal mynda sem Agnes framleiddi þar eru Fúsi (2015) og Against the Ice (2022), auk sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu (2021). Þá var hún yfirframleiðandi Eiðsins (2016) og allra þriggja þáttaraða Ófærðar (2015-2021) Agnes kom að gerð fjölda íslenskra og alþjóðlegra kvikmynda og sjónvarpsverkefna og var þekkt fyrir fagmennsku, elju og hlýlegt viðmót. Hennar síðasta kvikmyndaverkefni var Snerting (2024). Hún starfaði við kvikmyndagerð allt til æviloka. Agnes lætur eftir sig tvær dætur og fjögur barnabörn.
Andlát Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira