Fótbolti

Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni

Hjörvar Ólafsson skrifar
Heimir á hliðarlínunni í leik hjá FH. 
Heimir á hliðarlínunni í leik hjá FH.  Vísir/Anton Brink

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat týnt til fjölmargt jákvætt í leik lærisveina sinna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Skagamönnum í botnbaráttuslag liðanna uppi í Skipaskaga í kvöld. Til að mynda skyndisóknir liðsins og markaskorun Kjartans Kára Halldórssonar sem reif fram markaskóna eftir markaþurrð það sem af er sumri. 

„Við spiluðum fínan leik þó að frammistaðan hafi ekki verið fullkominn. Við erum að innbyrða fysti sigurinn á útivilli eftir að hafa spilað fimm útileiki án sigurs það sem af er sumri. Það er mjög jákvætt og við getum tekið fjölmargt með okkur í næstu verkefni,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sáttur að leik loknum.

„Við spiluðum varnarleikinn vel heilt yfir og fyrir utan tvö skipsti þar sem þeir sleppa í gegn þar sem Mathias bjargaði okkur. Við gleymdum okkur svo með Viktor á fjærstönginni sem var ekki nógu gott. Ég held að hálfur fundurinn minn fyrir leikinn hafi verið um Viktor á fjær en það var því miður ekki nóg,“ sagði Heimir enn fremur.

„Við vorum öflugir í skyndisóknum í þessum leik og Kjartan Kári var góður fyrir okkur þar. Það er mikilvægt fyrir okkur að Kjartan Kári sé kominn á blað. Faqa var öflgur í varnarleiknum og það voru fleiri frammistöður sem gefa góð fyriheit fyrir framhaldið,“ sagði hann um sína menn.

„Við höfum náð að spila á nánast sama byrjunarliði í síðustu þremur leikjum okkur og náð í tvö sigra. Nú þurfum við að ná fram stöðugleika í spilamennsku okkar, sérstaklega í varnarleiknum. Mér finnst við hafa verið að bæta okkur þar en það er bara gamla tuggan. Við þurfum að vera duglegir í vikunni á æfingasvæðinu að halda áfram að bæta okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Heimir um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×