Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2025 14:47 Baldur í Leyni er sannfærður um að hnúfubakurinn hafi verið að fagna því að horfið var frá því að setja vítissóta í Hvalfjörðinn. Eyjólfur Matthíasson Þeir félagar, frændur og nágrannar, Baldur Ketilsson kerfisstjóri hjá Vegagerðinni og Eyjólfur Matthíasson ljósmyndari náðu einstöku myndefni af hnúfubak sem var að leika listir sínar rétt við land í Hvalfirðinum. „Þetta hefur verið mikið sjónarspil síðustu daga en ég hef ekki séð þá stökkva svona rosalega. Hann er mikið að berja hafflötinn, sem hljómaði eins og skot úr haglabyssu,“ segir Baldur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir „helvítis læti í þessu“. Þeir Baldur og Eyjólfur segjast aldrei hafa séð önnur eins læti í hnúfubaknum.Eyjólfur Matthíasson Hann segist hafa fengið frænda sinn, sem býr við hliðina á sér á næsta bæ, til að koma og taka myndir af þessu. Baldur Ketilsson er ánægður með dýralífið í Hvalfirði.aðsend „Við erum á því að hann hafi verið að fagna því að það verður ekki settur vítissóti í Hvalfjörðinn. Við erum ekki hrifin af því,“ segir Baldur hlæjandi. En hann býr nánast við fjöruborðið í Hvalfirðinum sem er auðvitað perla í nágrenni Reykjavíkur. „Baldur í Leyni. En hann hefur örugglega verið í æti. Þorskurinn kemur gengur inn í fjörðinn, hann hrygnir þarna.“ Baldur segist hafa alist upp í Hvalfirðinum en þaðan eru afi hans og mamma. „Svo byggðum við okkur hús í fjöruborðinu sem heitir Leynir.“ Baldur segir mikið dýralíf í Hvalfirðinum, hann sér súluna steypa sér í ætið, haförn er með laup í næsta nágrenni og æðarvarp er nokkuð sem hann reynir að vernda. „Það er dýrðlegt að fylgjast með og hjálpa til við að koma á fót æðavarpi. Þar er ég að koma á fót Þingeyingi, sem er fuglahræða sem gerir ekkert annað en snúast í kringum sjálfan sig. Til að halda bjöllunni frá. Hún er skæð. Allt er þetta baráttan um brauðið.“ Þeir frændur segja að það hafi verið ótúleg læti í hnúfbaknum og gera fastlega ráð fyrir því að hann hafi verið að smala æti.Eyjólfur Matthíasson Eyjólfur segist hafa verið að ganga til náða þegar Baldur hringdi og dreif hann út til að taka myndir af hnúfubaknum. „Ég hef aldrei séð þetta áður. Ekki svona stökkvandi. Ég brunaði niður í fjöru til að mynda hann.“ Eyjólfur segist ekki sérfróður um hvalahegðun. „Er hann ekki bara að smala æti? Hann lamdi uggunum trekk í trekk og svo stökk hann. Og svo komu mávarnir þegar hann var horfinn.“ Dýr Hvalfjarðarsveit Hvalir Kjósarhreppur Tengdar fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira
„Þetta hefur verið mikið sjónarspil síðustu daga en ég hef ekki séð þá stökkva svona rosalega. Hann er mikið að berja hafflötinn, sem hljómaði eins og skot úr haglabyssu,“ segir Baldur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir „helvítis læti í þessu“. Þeir Baldur og Eyjólfur segjast aldrei hafa séð önnur eins læti í hnúfubaknum.Eyjólfur Matthíasson Hann segist hafa fengið frænda sinn, sem býr við hliðina á sér á næsta bæ, til að koma og taka myndir af þessu. Baldur Ketilsson er ánægður með dýralífið í Hvalfirði.aðsend „Við erum á því að hann hafi verið að fagna því að það verður ekki settur vítissóti í Hvalfjörðinn. Við erum ekki hrifin af því,“ segir Baldur hlæjandi. En hann býr nánast við fjöruborðið í Hvalfirðinum sem er auðvitað perla í nágrenni Reykjavíkur. „Baldur í Leyni. En hann hefur örugglega verið í æti. Þorskurinn kemur gengur inn í fjörðinn, hann hrygnir þarna.“ Baldur segist hafa alist upp í Hvalfirðinum en þaðan eru afi hans og mamma. „Svo byggðum við okkur hús í fjöruborðinu sem heitir Leynir.“ Baldur segir mikið dýralíf í Hvalfirðinum, hann sér súluna steypa sér í ætið, haförn er með laup í næsta nágrenni og æðarvarp er nokkuð sem hann reynir að vernda. „Það er dýrðlegt að fylgjast með og hjálpa til við að koma á fót æðavarpi. Þar er ég að koma á fót Þingeyingi, sem er fuglahræða sem gerir ekkert annað en snúast í kringum sjálfan sig. Til að halda bjöllunni frá. Hún er skæð. Allt er þetta baráttan um brauðið.“ Þeir frændur segja að það hafi verið ótúleg læti í hnúfbaknum og gera fastlega ráð fyrir því að hann hafi verið að smala æti.Eyjólfur Matthíasson Eyjólfur segist hafa verið að ganga til náða þegar Baldur hringdi og dreif hann út til að taka myndir af hnúfubaknum. „Ég hef aldrei séð þetta áður. Ekki svona stökkvandi. Ég brunaði niður í fjöru til að mynda hann.“ Eyjólfur segist ekki sérfróður um hvalahegðun. „Er hann ekki bara að smala æti? Hann lamdi uggunum trekk í trekk og svo stökk hann. Og svo komu mávarnir þegar hann var horfinn.“
Dýr Hvalfjarðarsveit Hvalir Kjósarhreppur Tengdar fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Sjá meira
Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40