Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2025 14:47 Baldur í Leyni er sannfærður um að hnúfubakurinn hafi verið að fagna því að horfið var frá því að setja vítissóta í Hvalfjörðinn. Eyjólfur Matthíasson Þeir félagar, frændur og nágrannar, Baldur Ketilsson kerfisstjóri hjá Vegagerðinni og Eyjólfur Matthíasson ljósmyndari náðu einstöku myndefni af hnúfubak sem var að leika listir sínar rétt við land í Hvalfirðinum. „Þetta hefur verið mikið sjónarspil síðustu daga en ég hef ekki séð þá stökkva svona rosalega. Hann er mikið að berja hafflötinn, sem hljómaði eins og skot úr haglabyssu,“ segir Baldur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir „helvítis læti í þessu“. Þeir Baldur og Eyjólfur segjast aldrei hafa séð önnur eins læti í hnúfubaknum.Eyjólfur Matthíasson Hann segist hafa fengið frænda sinn, sem býr við hliðina á sér á næsta bæ, til að koma og taka myndir af þessu. Baldur Ketilsson er ánægður með dýralífið í Hvalfirði.aðsend „Við erum á því að hann hafi verið að fagna því að það verður ekki settur vítissóti í Hvalfjörðinn. Við erum ekki hrifin af því,“ segir Baldur hlæjandi. En hann býr nánast við fjöruborðið í Hvalfirðinum sem er auðvitað perla í nágrenni Reykjavíkur. „Baldur í Leyni. En hann hefur örugglega verið í æti. Þorskurinn kemur gengur inn í fjörðinn, hann hrygnir þarna.“ Baldur segist hafa alist upp í Hvalfirðinum en þaðan eru afi hans og mamma. „Svo byggðum við okkur hús í fjöruborðinu sem heitir Leynir.“ Baldur segir mikið dýralíf í Hvalfirðinum, hann sér súluna steypa sér í ætið, haförn er með laup í næsta nágrenni og æðarvarp er nokkuð sem hann reynir að vernda. „Það er dýrðlegt að fylgjast með og hjálpa til við að koma á fót æðavarpi. Þar er ég að koma á fót Þingeyingi, sem er fuglahræða sem gerir ekkert annað en snúast í kringum sjálfan sig. Til að halda bjöllunni frá. Hún er skæð. Allt er þetta baráttan um brauðið.“ Þeir frændur segja að það hafi verið ótúleg læti í hnúfbaknum og gera fastlega ráð fyrir því að hann hafi verið að smala æti.Eyjólfur Matthíasson Eyjólfur segist hafa verið að ganga til náða þegar Baldur hringdi og dreif hann út til að taka myndir af hnúfubaknum. „Ég hef aldrei séð þetta áður. Ekki svona stökkvandi. Ég brunaði niður í fjöru til að mynda hann.“ Eyjólfur segist ekki sérfróður um hvalahegðun. „Er hann ekki bara að smala æti? Hann lamdi uggunum trekk í trekk og svo stökk hann. Og svo komu mávarnir þegar hann var horfinn.“ Dýr Hvalfjarðarsveit Hvalir Kjósarhreppur Tengdar fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Þetta hefur verið mikið sjónarspil síðustu daga en ég hef ekki séð þá stökkva svona rosalega. Hann er mikið að berja hafflötinn, sem hljómaði eins og skot úr haglabyssu,“ segir Baldur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir „helvítis læti í þessu“. Þeir Baldur og Eyjólfur segjast aldrei hafa séð önnur eins læti í hnúfubaknum.Eyjólfur Matthíasson Hann segist hafa fengið frænda sinn, sem býr við hliðina á sér á næsta bæ, til að koma og taka myndir af þessu. Baldur Ketilsson er ánægður með dýralífið í Hvalfirði.aðsend „Við erum á því að hann hafi verið að fagna því að það verður ekki settur vítissóti í Hvalfjörðinn. Við erum ekki hrifin af því,“ segir Baldur hlæjandi. En hann býr nánast við fjöruborðið í Hvalfirðinum sem er auðvitað perla í nágrenni Reykjavíkur. „Baldur í Leyni. En hann hefur örugglega verið í æti. Þorskurinn kemur gengur inn í fjörðinn, hann hrygnir þarna.“ Baldur segist hafa alist upp í Hvalfirðinum en þaðan eru afi hans og mamma. „Svo byggðum við okkur hús í fjöruborðinu sem heitir Leynir.“ Baldur segir mikið dýralíf í Hvalfirðinum, hann sér súluna steypa sér í ætið, haförn er með laup í næsta nágrenni og æðarvarp er nokkuð sem hann reynir að vernda. „Það er dýrðlegt að fylgjast með og hjálpa til við að koma á fót æðavarpi. Þar er ég að koma á fót Þingeyingi, sem er fuglahræða sem gerir ekkert annað en snúast í kringum sjálfan sig. Til að halda bjöllunni frá. Hún er skæð. Allt er þetta baráttan um brauðið.“ Þeir frændur segja að það hafi verið ótúleg læti í hnúfbaknum og gera fastlega ráð fyrir því að hann hafi verið að smala æti.Eyjólfur Matthíasson Eyjólfur segist hafa verið að ganga til náða þegar Baldur hringdi og dreif hann út til að taka myndir af hnúfubaknum. „Ég hef aldrei séð þetta áður. Ekki svona stökkvandi. Ég brunaði niður í fjöru til að mynda hann.“ Eyjólfur segist ekki sérfróður um hvalahegðun. „Er hann ekki bara að smala æti? Hann lamdi uggunum trekk í trekk og svo stökk hann. Og svo komu mávarnir þegar hann var horfinn.“
Dýr Hvalfjarðarsveit Hvalir Kjósarhreppur Tengdar fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Rannsóknarleyfi Rastar hafnað „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ 13. maí 2025 10:40